Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Jæja, nú erum við alveg að drepast á þessu hjólastandi. 22 km 5x í viku er einfaldlega of mikið af íþróttum fyrir mig. Fékk sjokk í gær þegar ég komst að því að ég hafði gleymt að láta lín vita að ég hefði flutt, því þeir voru víst búnir að senda mér reikning upp á 140 þús því ég lét þá ekki vita að ég væri í námi. Ég gerði það ekki því ég fékk ekki tilkynninguna um að þeir yrðu að fá afrit af skattayfirlitinu mínu hér (af því að þeir eru ekki með heimilisfangið mitt). Thetta á maður nottla að gera á hverju ári og bara týpískt ég að geta ekki munað eftir því. Nú verð ég að borga þessa summu, sem er kannski bara jafn gott og að halda áfram að safna endalausum vöxtum á þessar gömlu syndir. Pasta og tómatsósa næstu tvo mánuðina. Í öðrum fréttum: Ég er búin að horfa á ólympíuleikana tvö kvöld í röð og hef haft gaman af. Antisportistafélagið sem ég var rekin úr þegar ég byrjaði að spila pool, hefur nú bannfært mig og sagt að ég sé meiri óvinur þeirra en Jón Arnar og Bjarni Fel til samans. Svona eru breytingarnar í heiminum. |