Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, ágúst 09, 2004
 
Á laugardaginn fórum við í hjólatúr að vatni sem á að vera rétt hjá nýja hverfinu okkar. Við villtumst aðeins á leiðinni og tókum risastóran aukahring en þegar honum var lokið sátum við við vatnið og spiluðum scrabble og borðuðum ávexti. mmmMMMmmmm. Það var rosa kósí og rómó. Í gær var of heitt til að gera nokkuð, við urðum að vera inni.

Annars kom Hrönn til okkar á föstudagskvöldið og við grilluðum og horfðum á DVD frá Hauki. Við fylgdum henni að lestarstöðinni um hálfeitt til að viðra okkur. Íbúðin okkar er svo ógeðslega heit, þar er næstum ólíft í þessum hita sem er núna. Ef við viljum tala saman eða horfa á sjónvarpið getum við ekki haft opið út því þá gæti tussann heyrt í okkur :(

Í dag fáum við myndirnar okkar frá íslandi til baka. Við munum reyna að setja þær á netið í vikunni en á morgun ætlum við að reyna að setja inn myndir sem Emelía setti texta við í gær.