Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
 
Það var svo heitt hjá okkur í seinustu viku að við gátum eiginlega ekki sofið. Á Sunnudaginn sváfum við því með rök viskustykki á táslunum. Við sáum að þetta gengi nú ekki lengur og keyptum viftu, svona til að standa á borði. Þvílíkur munur að sofa núna. Reyndar verð ég að sofa með eyrnatappa útaf viftunni þótt hún sé alveg einstaklega lágvær blessunin, ég er bara soddan prinsessa.

Þið verðið víst að bíða lengur eftir myndunum frá Íslandsferðinni því það gleymdist að setja þær á disk þegar við létum framkalla. Þessar myndir voru nefnilega teknar á gömlu myndavélina. Núna notum við að sjálfsögðu bara nýju digital myndavélina okkar sem hann Baldur var svo elskulegur að kaupa fyrir okkur, takk æðislega Baldur! Lífið er orðið miklu skemmtilegra eftir að við fengum myndavélina. Við (eða ég öllu heldur) er oft að taka video með henni (hún er svo tæknileg) og auðvitað smellum við ótt af hinu og þessu. Þið munum því sjá mun fleiri myndir héðan í frá og líka mun fyrr en áður. Það gengur náttúrulega ekki að vera að sýna ykkur hálfs árs gamlar myndir eins og við höfum verið að gera :)