Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 27, 2004
 
Þessum link fékk ég af síðunni hans Mumma. Kíkið endilega á hann, þetta er slatta fyndið.


 
Þetta var nú vel heppnuð helgi.
Á föstudaginn hittum við Önnu og Benna. Anna er búin að vera í Stokkhólmi í 5 vikur að læra svæfingar. Við fórum því út að borða, í eldhúsinu á Gondolen, og svo á pöbb. Að sjálfsögðu var talað mikið og einnig drukkið enda stór hluti Föstudagsdrykkjufélagsins saman kominn. Þegar við ætluðum heim, rákumst við á Sue Li sem vinnur með Auði. Auðvitað fylgdum við henni á einhvern stað, maður verður nú að nýta tækifærin sem gefast að bonda. Anna og Benni fóru hins vegar heim, enda langt um liðið síðan þau voru bara tvö ein saman. Þegar þessum stað lokaði fórum við á annan til að dansa aðeins meira og hitta krakka sem voru með Auði í Forskarskolan. Vorum þar líka til lokun, sem var nú bara kl. 2.

Laugardagurinn var nú ósköp rólegur. Settum enn eitt metið í kjúklingapizzuáti. Við pöntum nefnilega alltaf sömu pizzuna á staðnum fyrir neðan okkur, bæði útaf því að hún er þrælgóð en einnig af því að okkur líst ekki nógu vel á hinar. Ég meina, þarna er ein pizza sem hefur m.a. Bearnaise sósu. Halló!
Já, og horfðum á fullt af Friends úr 2. seríu. Haukur, þú verður að fara að redda okkur fleiri seríum! Ég er nefnilega hrædd um að Auður verði ofbeldisfull þegar þetta klárast :)

Um kvöldið drösluðum við okkur til Miu því hún var búin að bjóða okkur í partý. Þegar við mættum þangað heyrðum við engin læti sem er sko ekki líkt Miu og henna vinkonum. Sú sem hún leigir hjá opnaði fyrir okkur og sagðist vera ein heima, Mia væri einhvers staðar að taka út peninga því hún hefði týnt veskinu sínu með símanum og öllu í. Hún hefði því ekki getað hringt í okkur og afboðað partýið því hún er ekki með númerið okkar annars staðar. Þetta er alveg týpískt fyrir gsm fólk!
Allavega. Við ákváðum að bíða aðeins eftir Miu, bara til að heilsa aðeins upp á hana. Eftir skamma stund komu fleiri gestir, sem voru tvær hressar og skemmtilegar konur (rétt eldri en við) svo okkur leiddist ekkert að bíða. Þegar Mia mætti loksins, héldu allir út en við Auður fórum bara heim að kúra og horfa á Friends.

En það var í gær sem við vorum ótrúlegar. Þvoðum þvott eins og vanalega (núna var það ég, vanalega er Auður svo dugleg). Auður gerði pönnukökur, ohhh hvað þær eru góðar, og svo faldaði þessi elska kjólinn sinn. Ég kláraði síðan að setja rúmlega 2ja ára reikninga og annan pappír inn í bókhaldið. Mikið djöfull er það leiðinlegt. Enda vorum við verðlaunaðar með Friends.
Sem betur fer er Friends svo skemmtilegt að það er hægt að horfa á það endalaust, annars værum við Auður í djúpum skít, þunglyndar með meiru.


fimmtudagur, september 23, 2004
 
Nú verð ég bara að segja sögu af strák sem er doktorsnemi í sama hóp og ég. Hann býr í blokk hérna ekki langt frá vinnunni þar sem er þvottahús í kjallaranum með nokkrum þvottavélum og þurkurum, svona eins og í flestum blokkum í Stokkhólmi (btw þá eru flest ofbeldisverk sem nágrannar hér fremja á hver öðrum hér í einhverjum tegnslum við þvottahúsið, t.d. að einhver fór yfir á tímanum sínum, einhver þurkaði ekki af þvottavélinni þegar hann var búin o.s.frv.)
Eníhú, þá er þessi vinnufélagi minn samviskusamur svíi og hann þurrkaði auðvita af þvottavélinni um daginn þegar hann var að klára sinn tíma í þvottahúsinu. Í þvottahúsum þessum er yfirleitt til þess gerð tuska og hann tekur eftir því þarna að tuskan er eitthvað blettótt en ekki beint skítug svo hann notar hana bara. Þegar hann er alveg að verða búin kemur pirrandi nágranakonan hans inn því hún á næst tíma og segir strax: "Ég myndi ekki nota þessa tusku". Hann svarar með áhugalausu "hví" því þessi kelling er alltaf eitthvað að reyna að tala við hann og hún segir honum það. Þannig var nefnilega mál með vexti að hún var í þvottahúsinu um daginn að þvo og varð þá svona ægilega brátt í brók þannig að hún flýtti sér á klósettið sem er þarna í þvottahúsinu. Þegar hún var búin að ljúka sér af tók hún eftir því að þarna var einginn klósettpappír og af því að hún er líka samviskusamur svíi sem veit að maður á að skeina sig þá trítlaði hún sér inn í þvottaherbergið og nýtti tuskuna góðu til að þurrka burt ullabjakkið. Svo skolaði hún tuskuna og setti hana a sinn stað.
Vinnufélagi minn sagðist aldrei hafa þvegið sér eins mikið um hendurnar.


miðvikudagur, september 22, 2004
 
Hérna eru myndirnar frá Prag.
Hérna er síðan frábær mynd af veðurálfasteini frá Ingimundi sem hann tók í Borgarfirði eystra.


mánudagur, september 20, 2004
 
Um helgina vorum við alveg hrikalega duglegar. Hjóluðum í bæinn og gengum síðan um allt, auðvitað til að versla soldið. Keyptum okkur nauðsynleg föt og fórum meira að segja á kaffihús. Mikið djöfull vorum við þreyttar þegar við komum heim. Nú skil ég vælið í ríka fólkinu, það er ekkert auðvelt að þurfa að ganga búð úr búð og versla, maður er algjörlega uppgefinn eftir einn dag, hvað þá ef þetta væri það eina sem maður gerði!

Þetta hafði þó ekki þau áhrif á okkur að við hengum uppi í rúmi restina af helginni. Í gær las ég nokkrar greinar, við Auður þvoðum fullt (ég þvoði auðvitað nýja vínrauða pilsið hennar Auðar með 3 hvítum bolum frá mér, en guð vakir yfir mér, þeir eru nánast jafn hvítir) og Auður eldaði "batch", þ.e. eldaði nokkra rétti og frysti til að við gætum tekið með okkur síðar í vinnuna. Við erum nefnilega eiginlega búnar að prófa alla örbylgjurétti sem eru seldir í Stokkhólmi og einungis einn er sæmilegur að mínu mati.

Í gær fengum við síðan símtal frá stráknum sem við leigjum af. Herfan á 1. hæðinni hafði nefnilega hringt í hann í gær og kvartað yfir okkur Auði. Við áttum sem sagt að hafa verið með partý á laugardaginn sem hafði nú ekki endað svo seint en klukkan 3 um nóttina áttum við að hafa komið aftur og einhverjum að hafa verið misþyrmt í íbúðinni okkar. (Núna eru allar líkur á að einhverjum verði síðar misþyrmt í íbúðinni okkar).
Hún sagðist samt ekki vera viss um hvort þetta hefðu verið við eða fólkið fyrir ofan hana (við erum tveimur hæðum fyrir ofan herfuna), hún hefði nefnilega ekki fyrir sitt litla líf þorað fram á gang vegna ofbeldisins sem hún heyrði. Og það sem meira var, þetta ofbeldi tók svo á taugarnar hennar að hún grenjaði í klukkutíma. Þetta allt saman sagði hún strákfíflinu sem við leigjum af.
Við vöknuðum ekki við neitt og heyrðum nánast ekkert í þessu partýi, svo ég veit nú ekki hvers konar rosa heyrn þessi kelling er með. Við höfum að sjálfsögðu ekki þorað að vera með nema þetta eina partý í júní því hún hótaði að láta henda okkur út ef við hefðum annað (ef það stæði lengur en til miðnættis). Við vitum heldur ekki hvort partýið á laugardaginn var beint fyrir neðan okkur eða ská fyrir neðan (okkur var nákvæmlega sama) en þessar íbúðir hafa oft verið með partý.
Málið er að við fengum nýja nágranna fyrir svona 3 vikum sem eru ská fyrir neðan okkur og við elskum þá. Þau eru nefnilega búin að vera með partý hverja einustu helgi og stundum báða dagana. Þetta fer ekkert í taugarnar á okkur því við heyrum nánast ekkert í þeim og við vitum að kellingardruslan hlýtur að vera að ærast :)


miðvikudagur, september 15, 2004
 
Ókei, ókei, ókei. Vegna fjöldaáskorana og einlægrar ákvörðunar minnar að stuðla að friði í heiminum þá hef ég ákveðið að rita hérna nokkrar línur.

Fyrst verð ég náttúrulega að segja að hún Aujan mín á afmæli í dag. Jibbí, skibbí!!! Og hún er 27 ára í dag. Ég söng að sjálfsögðu afmælissönginn fyrir hana í morgun en það var nú samt ekki fyrr en eftir að hún var sjálf búin að syngja afmælissöngvaútgáfur fyrir sjálfan sig. Mín frábæra útgáfa var síðan einungis til að efla Auði í sjálfssöngnum, bæði á íslensku og sænsku :)

En í öðrum fregnum (mun ómerkilegri að sjálfsögðu). Ég var sem sagt viku í Prag á 6 daga ráðstefnu um prótein og peptíð. Ráðstefnan var afar skemmtileg og vel séð um gestina enda var innritunargjaldið þvílíkt (35.000 Ísl fyrir nemendur en 50.000 fyrir aðra!!!).
Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum með Prag. Þetta var mitt fyrsta skipti í Prag og var ég einungis leið yfir því að Aujan mín væri ekki með mér á þessum fallega stað, enda erum við nánast búnar að ákveða að fara þangað eftir ár. Það var alveg endalaust gaman að ganga um göturnar og jafnvel sömu götuna aftur og aftur. Maturinn var mjög ódýr og yfirleitt góður, ef ég skildi hvað ég var að panta mér :)
Og það var líka hægt að finna þvílíkt ódýr föt. Ég keypti nú ekki mikið í Prag en náði að versla mér tvennar peysur og eina á Auði, einar buxur, 8 naríur, einn bol á Auði, tvö bjórglös og svo auðvitað kristalskoníaksglösin (handmade and handpicked) sem ég gaf Auði í afmælisgjöf.


mánudagur, september 13, 2004
 
Rétt upp hönd sem finnst að Emelía ætti að skrifa eitthvað á bloggið í þessari viku!

Hún er sumsé komin heim og það var yndislegt að fá hana til mín, þó mér hafi þótt hún vera orðin ansi ráðrík á dvölinni í Prag. Nema ég hafi bara vanist því of vel að ráða mér sjálf.....
Eníhú þá fékk ég fullt af fínu dóti, ammligjafir og ekki ammligjafir. Víííí

Í gær komu Hrönn og Georg til okkar til að snæða vöfflur og sýna sig. þau voru í fínu skapi og umræðuefnið: neðanbeltisdót að venju.

Á eftir er svo fyrsti pooltími vetrarins og hlökkum við Hrönn mikið til því við í sundfélaginu Blautu gærurnar erum búnar að vera duglegar að æfa í sumar en ég held að Emelía hafi farið tvisvar í pool síðan í apríl. Því vonum við að það verði keppni og að sundfélagið eigi sjéns í helsta keppinaut sinn, Emelíu.


föstudagur, september 10, 2004
 
Nú er ég búin að vera í ferð með vinnunni og Emelía er enn í Prag. Vinnuferðin mín var alveg svakalega skemmtileg, allir voru í góðu skapi allann tímann. Við fórum nokkur á þriðjudaginn og lögðum út búr til að veiða ferskvatnsrækjur, en það gerir maður á nóttunni. Ég skar upp skemmda síld og þræddi á pinna sem fóru inn í búrin, mjög ógeðslegt en prófessorinn minn var þvílíkt hrifinn. Svo fórum við daginn eftir og náðum í öllu búrin. Aðalvandamálið var að muna hvar þau voru öll því það var eiginlega orðið dimmt þegar við lögðum þau. Við veiddur svaka vel og mér leið eins og alvöru fiskimanni frá Vestfjörðum. Svo voru fyrirlestrar allan daginn og um kvoldið elduðum við rækjurna og vorum með ferskvatnsrækjuveislu sem var svo ægilega skemmtileg. Um miðnætti fórum við svo í sána og vorum með smá finnskan stíl: Úr sjóðheitri gufu í skítkallt vatnið og aftur til baka. Ég fór að sofa um 5, og var eins og venjulega síðust til að fara í rúmið.
Í gær voru svo fleiri fyrirlestrar og tiltekt og síðan bara heimferð. Afar vel heppnuð ferð.föstudagur, september 03, 2004
 
Í gær horfðum við á þátt um nýju meðlimi Evrópusambandsins og komumst að því að maður má vera rasisti gagnvart austurevrópuþjóðum en engum öðrum. Þetta var svona heilaþvottarþáttur og ég lét þvost, nú finnst mér frábært að allir fá að vera með.
Í fyrradag horfði ég á þátt í sænska ríkissjónvarpinu þar sem fræg og virt sænsk blaðakona tók viðtal við Åse nokkra, hina svokölluðu "Kristi brud" eða brúði krists sem er nokkurs konar yfirkona í hinum fræga knutby hvítasunnusöfnuði. Íslendingar muna kannski eftir því að í janúar var prestfrúin í söfnuðnum myrt og morðtilraun gerð við grannann. Nú hefur barnapía presthjónanna verið dæmd fyrir þetta tvennt og presturinn sjálfur fyrir að hafa leitt til morðs. Þessi prestur virðist hafa verið algjörlega snælduvitlaus og bara hugsað með typpinu á sér. Fyrri konan hans dó í baðkarinu heima hjá þeim með fullt af pillum í maganum og tveimur dögum eftir það stakk hann upp á því við Åse þessa að hann ætti að giftast systur Åse sem þá var trúlofuð öðrum. Það gekk eftir og systirin flutti inn til prestsins og barnanna hans þriggja af fyrra hjónabandi. Þau ráða til sín barnapíu sem ekki er alveg í lagi og eftir nokkra mánuði á heimilinu ræðst hún á nýju eiginkonuna með hamri og lemur hana í hausinn. Þá fékk Kristi brud að vita að barnapían gisti oft inni hjá prestinum, því hennar hlutverk var víst einnig að hjúkra prestinum sem var einhverstaðar illt. Presturinn verður svo fljótt leiður á barnapíunni líka og fer að halda við nágrannakonu sína, sem er gift öðrum manni. Hann langaði til að ríða henni í sátt við Guð svo hann laumar því að barnapíunni að hún ætti nú að kála bæði prestfrúnni og manni nágrannakonunnar og hún reynir það auðvitað. Þetta fólk býr allt í stórum húsum sem standa þétt svo það er auðvelt að fylgjast með öllum ferðum hinna.
Kristi brud fannst mér í þessum þáttum vera alveg sæmilega niðri á jörðinni, hún trúði heitt á Guð og hafði sterkar skoðanir um að maður ætti að gera rétt, virtist vera sæmilega réttsýn og mjög klár. Samt gat þessi prestur sem greinilega var algjör nymfó og stórklikkaður platað hana til að hjálpa sér að giftast systur Åse, myrt fyrri konuna sína, riðið barnapíunni og nágrannakonunni allt fyrir framan nefið á kristi brud án þess að hana grunaði neitt. Eina útskýringin sem hún hafði var að hann var svo vel að sér í biblíunni. Það er náttúrulega auðvelt að vera vitur eftir á, en ætti maður ekki að sjá í gegnum svona stórklikkaðan kall, að minnsta kosti þegar hann gerir ekkert í því að losa sig við barnapíuna/hjúkrunarkonuna þegar hún ræðst á eiginkonuna. Og er fólk í sértrúarsöfnuðum virkilega jafnklikkað og segir í fordómabókunum? Frekar en að ganga i gegnum hjónaskilnað þá að drepa eða stuðla að morði? Og frekar en að losa sig við stórklikkaðan prest og viðurkenna mistökin að ráða hann og trúa honum þá á að reyna að þegja málið í hel þar til einhver er drepinn. Ef það er guðsvilji þá lagast allt af sjálfu sér, eða?
Allavega, þá vildi blaðakonan vita hvort ekki væri nú réttara að leyfa bara hjónaskilnaði í staðin fyrir að eiga á hættu að eiginkonur stráféllu af því að typpið á sértrúuðum eiginmönnum bendir í aðra átt. Kristi brud hélt nú ekki, það sem Guð boðar er það sem við verðum að lifa eftir, enga undanlátssemi. Þetta var hennar skoðun þrátt fyrir að hún hefði verið blinduð með biblíuryki svo kyrfilega að hún gat ekki einu sinni séð hættuna þegar systir hennar var lamin í hausinn með hamri. En það er auðvelt að dæma aðra fyrir að vera blindir, býst ég við.


miðvikudagur, september 01, 2004
 
Ad tyna buxum
Sumir muna kannski eftir thvi ad i vor tha tyndi eg sparibuxunum mininum. Eg var a leidinni ur vinnunni i utskriftarveislu og tapadi buxunum rett hja straetoskyli. Einhver godhjartadur svii hirti thaer upp ur götunni og eg fann thaer aftur.
Og nu hefur mer tekist thetta aftur. A manudaginn hjoladi eg i vinnuna ad venju. Thegar thangad kom for eg i sturtu og hengdi fötin min ut til therris asamt handklaedinu minu. Vid erum med storar svalir i vinnunni sem eru lika brunautgangur og thar eru gardhusgogn sem eg breiddi fotin min a. Thad er haegt ad ganga upp a svalirnar utan ad via brunastigann og innan ur husinu. Jaeja, tveimur timum seinna for eg ad huga ad fotunum minum og tha voru thau horfin! Eg leitadi og leitadi i trjanum i kring og a jordinni vid svalirnar en fann ekkert. Thad skrytna var ad buxurnar minar og stuttermabolurinn voru horfin en ekki handklaedid, sem hefdi att ad hverfa lika ef vindhvida eda thviumlikt hefdi tekidi thetta. Jaeja, eg gafst upp a leitinni og for ad vinna, spurdi samstarfsmenn mina hvort their hefdu nokkud sed buxurnar minar en enginn kannadist vid neitt. Thegar eg var ad aflaesa hjolinu minu fyrir utan vinnuna um kvoldid sa eg rona sem eitthvad var ad sniglast i kringum hjolin. Thad er nu frekar ovenjulegt ad sja rona tharna hja okkur thannig ad eg for adeins ad lita a hann og tok tha eftir thvi ad hann var i buxunum minum! Eg flytti mer ad laesa hjolinu aftur og virti hann betur fyrir mer. Ju, thetta voru buxurnar minar, engin spurning. Eg thordi nu ekki alveg ad krefjast thess ad fa thaer til baka og hafdi thar ad auki takmarkadan ahuga a tvi ad fara i thaer eftir ad hann var buin ad nudda theim vid alla sina finu stadi allan daginn. Akvad loksins ad hjola bara heim og lata malid kjurt liggja. Hann tharf lika orugglega meira a buxunum minum ad halda en eg.