Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 27, 2004
 
Þetta var nú vel heppnuð helgi.
Á föstudaginn hittum við Önnu og Benna. Anna er búin að vera í Stokkhólmi í 5 vikur að læra svæfingar. Við fórum því út að borða, í eldhúsinu á Gondolen, og svo á pöbb. Að sjálfsögðu var talað mikið og einnig drukkið enda stór hluti Föstudagsdrykkjufélagsins saman kominn. Þegar við ætluðum heim, rákumst við á Sue Li sem vinnur með Auði. Auðvitað fylgdum við henni á einhvern stað, maður verður nú að nýta tækifærin sem gefast að bonda. Anna og Benni fóru hins vegar heim, enda langt um liðið síðan þau voru bara tvö ein saman. Þegar þessum stað lokaði fórum við á annan til að dansa aðeins meira og hitta krakka sem voru með Auði í Forskarskolan. Vorum þar líka til lokun, sem var nú bara kl. 2.

Laugardagurinn var nú ósköp rólegur. Settum enn eitt metið í kjúklingapizzuáti. Við pöntum nefnilega alltaf sömu pizzuna á staðnum fyrir neðan okkur, bæði útaf því að hún er þrælgóð en einnig af því að okkur líst ekki nógu vel á hinar. Ég meina, þarna er ein pizza sem hefur m.a. Bearnaise sósu. Halló!
Já, og horfðum á fullt af Friends úr 2. seríu. Haukur, þú verður að fara að redda okkur fleiri seríum! Ég er nefnilega hrædd um að Auður verði ofbeldisfull þegar þetta klárast :)

Um kvöldið drösluðum við okkur til Miu því hún var búin að bjóða okkur í partý. Þegar við mættum þangað heyrðum við engin læti sem er sko ekki líkt Miu og henna vinkonum. Sú sem hún leigir hjá opnaði fyrir okkur og sagðist vera ein heima, Mia væri einhvers staðar að taka út peninga því hún hefði týnt veskinu sínu með símanum og öllu í. Hún hefði því ekki getað hringt í okkur og afboðað partýið því hún er ekki með númerið okkar annars staðar. Þetta er alveg týpískt fyrir gsm fólk!
Allavega. Við ákváðum að bíða aðeins eftir Miu, bara til að heilsa aðeins upp á hana. Eftir skamma stund komu fleiri gestir, sem voru tvær hressar og skemmtilegar konur (rétt eldri en við) svo okkur leiddist ekkert að bíða. Þegar Mia mætti loksins, héldu allir út en við Auður fórum bara heim að kúra og horfa á Friends.

En það var í gær sem við vorum ótrúlegar. Þvoðum þvott eins og vanalega (núna var það ég, vanalega er Auður svo dugleg). Auður gerði pönnukökur, ohhh hvað þær eru góðar, og svo faldaði þessi elska kjólinn sinn. Ég kláraði síðan að setja rúmlega 2ja ára reikninga og annan pappír inn í bókhaldið. Mikið djöfull er það leiðinlegt. Enda vorum við verðlaunaðar með Friends.
Sem betur fer er Friends svo skemmtilegt að það er hægt að horfa á það endalaust, annars værum við Auður í djúpum skít, þunglyndar með meiru.