Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, september 03, 2004
 
Í gær horfðum við á þátt um nýju meðlimi Evrópusambandsins og komumst að því að maður má vera rasisti gagnvart austurevrópuþjóðum en engum öðrum. Þetta var svona heilaþvottarþáttur og ég lét þvost, nú finnst mér frábært að allir fá að vera með.
Í fyrradag horfði ég á þátt í sænska ríkissjónvarpinu þar sem fræg og virt sænsk blaðakona tók viðtal við Åse nokkra, hina svokölluðu "Kristi brud" eða brúði krists sem er nokkurs konar yfirkona í hinum fræga knutby hvítasunnusöfnuði. Íslendingar muna kannski eftir því að í janúar var prestfrúin í söfnuðnum myrt og morðtilraun gerð við grannann. Nú hefur barnapía presthjónanna verið dæmd fyrir þetta tvennt og presturinn sjálfur fyrir að hafa leitt til morðs. Þessi prestur virðist hafa verið algjörlega snælduvitlaus og bara hugsað með typpinu á sér. Fyrri konan hans dó í baðkarinu heima hjá þeim með fullt af pillum í maganum og tveimur dögum eftir það stakk hann upp á því við Åse þessa að hann ætti að giftast systur Åse sem þá var trúlofuð öðrum. Það gekk eftir og systirin flutti inn til prestsins og barnanna hans þriggja af fyrra hjónabandi. Þau ráða til sín barnapíu sem ekki er alveg í lagi og eftir nokkra mánuði á heimilinu ræðst hún á nýju eiginkonuna með hamri og lemur hana í hausinn. Þá fékk Kristi brud að vita að barnapían gisti oft inni hjá prestinum, því hennar hlutverk var víst einnig að hjúkra prestinum sem var einhverstaðar illt. Presturinn verður svo fljótt leiður á barnapíunni líka og fer að halda við nágrannakonu sína, sem er gift öðrum manni. Hann langaði til að ríða henni í sátt við Guð svo hann laumar því að barnapíunni að hún ætti nú að kála bæði prestfrúnni og manni nágrannakonunnar og hún reynir það auðvitað. Þetta fólk býr allt í stórum húsum sem standa þétt svo það er auðvelt að fylgjast með öllum ferðum hinna.
Kristi brud fannst mér í þessum þáttum vera alveg sæmilega niðri á jörðinni, hún trúði heitt á Guð og hafði sterkar skoðanir um að maður ætti að gera rétt, virtist vera sæmilega réttsýn og mjög klár. Samt gat þessi prestur sem greinilega var algjör nymfó og stórklikkaður platað hana til að hjálpa sér að giftast systur Åse, myrt fyrri konuna sína, riðið barnapíunni og nágrannakonunni allt fyrir framan nefið á kristi brud án þess að hana grunaði neitt. Eina útskýringin sem hún hafði var að hann var svo vel að sér í biblíunni. Það er náttúrulega auðvelt að vera vitur eftir á, en ætti maður ekki að sjá í gegnum svona stórklikkaðan kall, að minnsta kosti þegar hann gerir ekkert í því að losa sig við barnapíuna/hjúkrunarkonuna þegar hún ræðst á eiginkonuna. Og er fólk í sértrúarsöfnuðum virkilega jafnklikkað og segir í fordómabókunum? Frekar en að ganga i gegnum hjónaskilnað þá að drepa eða stuðla að morði? Og frekar en að losa sig við stórklikkaðan prest og viðurkenna mistökin að ráða hann og trúa honum þá á að reyna að þegja málið í hel þar til einhver er drepinn. Ef það er guðsvilji þá lagast allt af sjálfu sér, eða?
Allavega, þá vildi blaðakonan vita hvort ekki væri nú réttara að leyfa bara hjónaskilnaði í staðin fyrir að eiga á hættu að eiginkonur stráféllu af því að typpið á sértrúuðum eiginmönnum bendir í aðra átt. Kristi brud hélt nú ekki, það sem Guð boðar er það sem við verðum að lifa eftir, enga undanlátssemi. Þetta var hennar skoðun þrátt fyrir að hún hefði verið blinduð með biblíuryki svo kyrfilega að hún gat ekki einu sinni séð hættuna þegar systir hennar var lamin í hausinn með hamri. En það er auðvelt að dæma aðra fyrir að vera blindir, býst ég við.