Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, september 10, 2004
 
Nú er ég búin að vera í ferð með vinnunni og Emelía er enn í Prag. Vinnuferðin mín var alveg svakalega skemmtileg, allir voru í góðu skapi allann tímann. Við fórum nokkur á þriðjudaginn og lögðum út búr til að veiða ferskvatnsrækjur, en það gerir maður á nóttunni. Ég skar upp skemmda síld og þræddi á pinna sem fóru inn í búrin, mjög ógeðslegt en prófessorinn minn var þvílíkt hrifinn. Svo fórum við daginn eftir og náðum í öllu búrin. Aðalvandamálið var að muna hvar þau voru öll því það var eiginlega orðið dimmt þegar við lögðum þau. Við veiddur svaka vel og mér leið eins og alvöru fiskimanni frá Vestfjörðum. Svo voru fyrirlestrar allan daginn og um kvoldið elduðum við rækjurna og vorum með ferskvatnsrækjuveislu sem var svo ægilega skemmtileg. Um miðnætti fórum við svo í sána og vorum með smá finnskan stíl: Úr sjóðheitri gufu í skítkallt vatnið og aftur til baka. Ég fór að sofa um 5, og var eins og venjulega síðust til að fara í rúmið.
Í gær voru svo fleiri fyrirlestrar og tiltekt og síðan bara heimferð. Afar vel heppnuð ferð.