Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, október 27, 2004
 
Í hádeginu labbaði ég mér yfir í Biokemi & Biofysik deildina til að hitta Auði. Auður er í afar spennandi próteinkúrsi og því á hverjum degi í Universitet, annars er hún soldinn spöl frá. Okkur fannst því tilvalið að borða hádegismat saman. Þegar ég sá hana fór ég strax að hlæja. Þarna haltraði hún niður tröppurnar og þegar ég kíkti nánar sá ég glitta í skjannahvíta hægri löppina sem var ofná skónum en undir reimunum og þannig reyrð föst við skóinn. Ástæða, jahh, þarf maður alltaf ástæðu fyrir öllu!!! Jú, sem betur fer var nú næstum því alveg ágætis ástæða fyrir því að Auður gékk eins og fífl og leit út eins og róni til fótanna, eða öllu heldur fótarins. Eftir hið hræðilega táslys í gærmorgun, þegar táin hreinlega sprakk, hefur Auður verið að drepast í tánni og gengur ekki að vera í skóm því þá byrjar að blæða. Ég varð nú reyndar soldið hissa í gær þegar ég sá sárið, það er í alvöru um 1.5 cm langt og liggur á oddi táarinnar.
En mikið er nú gott að vita að Auður mín er ekki ein af þeim sem liggur heima með löppina á púða ef litla táin er eitthvað að pirra hana heldur reddar hún bara málunum :)


þriðjudagur, október 26, 2004
 
Við komum frá Sviss í gærmorgun. Vöknuðum kl. 4 um nóttina, tókum lestina til Zurich og svo flugvélina heim. Sem betur fer náðum við að sofa smá alls staðar því við fórum síðan beint í vinnuna.
Á sunnudögum er Basel algjörlega steindauður bær og neyddumst við því til að taka því rólega. Löbbuðum bara yfir til Frakklands í 23ja stiga hita og fengum okkur franskar og kók á nánast eina opna staðnum. Hefðum nú líka getað labbað okkur til Þýskalands en það hefði tekið aðeins lengri tíma.
Horfðum á nokkuð góða mynd sem heitir Gia og er með Angelina Jolie í aðalhlutverki sem er alls ekki að skemma fyrir myndinni. Jolie er ekki ljótur kvenmaður og það var heldur ekkert leiðinlegt að mikinn hluta af myndinni var hún í afar fáum klæðum og stundum í engum. Mæli sem sagt alveg með þessari mynd en búið ykkur líka undir að hún er sorleg á köflum.

Alveg hreint magnað hvernig líkaminn starfar. Í morgun rak Auður litlu tána í vegg og rak upp þetta líka skaðræðisöskur og sá ég um leið blóðið fossa á gólfið. Ég hélt að hún hefði miss nöglina eða jafnvel löppina því svo mikið blóð kom. Nei, nei, allt var á sínum stað en skinnið á litlu tánni hafði bara sprungið, líklega af því að Auður þrammaði í Sviss á þröngu, flottu, nýju skónum sínum og gerði því að öllum líkindum útaf við tána. Hins vegar stoppaði líka fljótlega að blæða. Alveg hreint magnað, þetta hef ég aldrei séð fyrr.

Hérna til vinstri er ég búin að setja upp teljara og fyrir þau ykkar sem eruð að velta skammstöfununum fyrir ykkur þá stendur "H, B & T" fyrir Hlín, Biggi & Týri og "Ö & K" stendur fyrir Ögmundur og Kalli. Öll nöfnin komast bara ekki fyrir í línunni, ég mun reyna að fixa þetta eitthvað síðar.


sunnudagur, október 24, 2004
 
Við létum verða að því í gær að fara á BarRouge sem er á efstu hæð (31.) í hæsta húsi Basel. Á staðnum er allt rautt á litinn og utanfrá séð er byggingin dökk með rauðum toppi. Það kom á daginn að þessi staður er sá besti sem Mummi hefur farið á hérna, opinn til 4 og technó spilað allan tímann. Þrjár af hliðum barsins var með rúðum frá gólfi til lofts. Það var því hægt að skoða Basel nánast 360 gráður. Og sagan sem Mummi sagði okkur af klósettunum var sko engin lýgi. Inni á klósettunum eru líkar rúður frá gólfi til lofts svo við Auður horfðum yfir Basel þegar við sátum á postulíninu, soldið skerí. Því miður gleymdum við myndavélinni okkar, þó ólíklegt að við gleymum þessu.
Það að horfa niður var nú ekki það hræðilegasta sem ég upplifði á staðnum og þó er ég drullu tímabundið lofthrædd, þ.e. hræðslan fer vanalega eftir svona 2 mín. Eftir að hafa dansað í 2 tíma stanslaust var mín orðin soldið lúin og settist á einn af rauðu púðunum til að slappa af, held meira að segja að ég hafi dottað. Allavega, svo fór ég eitthvað að handfjatla jakkann minn og fann þá ekki kortin okkar, þ.e. sænsku skilríkin okkar og sænsku kreditkortin okkar. Auðvitað trúði ég þessu ekki í fyrstu því hversu oft týnir maður öllum kortunum sínum og ég sem hafði allt kvöldið verið að passa upp á að jakkavasinn væri nú lokaður. Nú byrjaði þvílíkt panic, ég leitaði á öllu dansgólfinu, sem var sem betur fer frekar lítið, og fann skilríkin okkar en ekki kreditkortin. Skílríkin voru auðvitað drulluskítug eftir að fólk hafði dansað á þeim. Bara til að prófa fórum við á barinn og spurðum eftir kreditkortunum okkar, og viti minn, eitthvað indælis fólk hafði greinilega fundið þau og skilað þeim inn. Yndislegt fólk í Sviss. Sem betur fer samt hafði ég fundið skilríkin okkar því annars hefðum við sko ekki fengið kreditkortin :)
Svo þessum bar mælum við heldur betur með.


laugardagur, október 23, 2004
 
Frá því á fimmtudaginn erum við sko búnar að vera í sól og sumaryl. Þá flugum við nefnilega til Zürich. Mummi tók á móti okkur og fylgdi okkur yfir til Basel þar sem hann býr og stúderar lyfjafræði.
Í mið-Evrópu er sumrinu að ljúka og skólarnir að byrja en fyrir okkur er bara þrælmikið eftir af sumrinu. Sviss er alveg einstaklega dýrt land og því ekki beint gaman fyrir stúdenta að hanga í bænum og versla en með því að kíkja inn í allar búðirnar er mögulegt að finna nokkrar flíkur á ásættanlegu verði.
Auðvitað erum við búnar að kaupa fullt af súkkulaði en mér til mikillar vonbrigði hefur ekkert þeirra slegið í gegn. Það þýðir ábyggilega ekki að borða eitthvað súkkulaði um leið og maður borðar eitthvað frá Nóa & Síríus. Mummi bauð okkur nefnilega upp á Nóakropp um leið og við smökkuðum Svissneska súkkulaðið sem varð örugglega þess valdandi að það Svissneska tapaði all rækilega í samkeppninni. Við kláruðum stóran poka af Nóakroppi á fimmtudaginn en erum enn að reyna að klára tvær 100 g plötur af Svissneska súkkulaðinu.
Basel er þéttbyggð og hérna búa bara um 150 þúsund manns sem þýðir að það mögulegt að labba á marga áfangastaði. Við erum því búin að þramma þessi ósköp alla dagana, yfirleitt ofklæddar og horfum girndaraugum á alla hvíldarbekki á leiðinni. Hvernig verður þetta þegar við verðum sextugar!
Það sem hefur vakið einn mestan áhuga hjá mér eru sum klósettanna hérna. Þegar maður sturtar niður kemur plaststykki út úr vatskassanum og þrífur klósettsetuna sem snýst í hringi. Hversu tæknilegra verður þetta eiginlega. Reyndar þurrkaði klósettið sig ekki á eftir, það er sem sagt framtíðin. Og fyrir aumingja grey eins og mig, sem kemur greinilega frá barbaraþjóðfélagi þar sem allir setjast á sömu setuna án þess að hún sé þrifin á milli, þyrfti að vera skilti á klósettinu sem varar mann við þessum ósköpum. Ég vissi ekki hvað á mig veðrið stóð þegar hlutir á klósettinu fóru að færast á fullu og auðvitað tók ég mynd af þessu.
Í kvöld ætlum við kannski á bar sem er á efstu hæð í hæsta húsi Basel en þar getur maður horft yfir Basel um leið og maður situr á klósettinu. Við eigum bara eftir að ákveða hvor okkar ætlar að sitja á klósettinu meðan hin tekur mynd.


föstudagur, október 15, 2004
 
Svíar eru svo skondnir. Í metróinu í dag var lítil grein sem hét "Islänska sagor blev svensk historia". Þar er rætt um að uppáhalds tímabil Svía hafi alltaf verið víkingatímabilið en þar sem skortur hafi verið á heimildum hafi sagnfræðingar lengi notað íslensku sögurnar. Til gamans má geta að fyrsta sagan var þýdd yfir á sænsku árið 1664. Þegar heimildagagnrýni þróaðist í byrjun 1900 varð alltaf erfiðara og erfiðara að nota íslensku sögurnar sem heimildir fyrir víkingatímabilið þar sem margar af sögunum voru skrifaðar eftir víkingatímabilið.
Og hérna kemur soldið fyndið sem lýsir Svíunum mjög vel. Þegar einhver vísindamaður á 17. öld rýndi aftur í aldir með hjálp íslensku saganna fannst honum hann finna sönnun þess að sænska ríkið væri eitt það elsta og best skipulagða í heiminum.
Og það sem meira er. Lengi vel voru Svíar óviljugir að sætta sig við að ekki fyndist neitt sænskt sem mótsvaraði íslensku sögunum. Og auðvitað var því haldið fram að það hefðu í raun verið til sænskar sögur en að þær hefðu verið eyðilagðar.
Ha, ha, Svíar eiga svo bágt, þeir eru með svo mikla minnimáttarkennd oft.

Talandi um það. Við sáum leikinn á miðvikudaginn, Ísland-Svíþjóð, og er í raun dauðfegnar að Svíar unnu því aumingja þjóðarsál Svía þolir ekki að tapa því þeir eru mestir og bestir. Það halda reyndar Íslendingar líka en við töpum svo oft að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkur.
Já, það var Auður sem stóð fyrir því að ég, Auður og Hrönn fórum á sportbar og horfðum á fótbolta, eitthvað sem ég bjóst aldrei við að Auður myndi láta hafa sig út í og hvað þá að hún stæði fyrir þessu. Þannig að þið sem eruð með henni í anti-sportistafélaginu ættuð að hugsa ykkur aðeins um varðandi áframhaldandi félagsskap því út hefur brotist þetta líka íþróttamonster.
Við mættum meira að segja svo snemma að við sáum Azerbajdan-England. Og auðvitað nýttum við tækifærið og mættum með íslenska fánann sem Einar gaf mér í sumar. Auður var búin að æsa alla Svíana í vinnunni sinni upp með því að segja að Svíar ættu sko eftir að liggja í því. Það var samt meira svona til að æsa þá upp en að hún héldi virkilega að við myndum vinna.
Það var eiginlega djöfullegt að þurfa að sitja undir fyrri hálfleiknum og sjá boltann rúlla hvað eftir annað inn í íslenska markið. Verst var að þurfa að hlusta á fagnaðarlætin í kringum okkur og finna síðan sænsk augu stara á okkur með gleðiglampa. Okkur fannst við fá algjöra hefnd þegar íslenskt mark kom í seinni hálfleik og fögnuðum ábyggilega jafn mikið og Svíarnir gerðu fyrir öll þeirra mörk. Leikar fóru því í raun 1-1, Svíar unnu fyrri hálfleik og Íslendingar seinni.
Það var líka gaman að á barnum komu nokkrir Íslengingar til okkar og kynntu sig, þeir sáu nefnilega íslenska fánann.

Leikslokin fóru svo illa í Auði að hún var veik heima í gær. Greyið mitt ætlar að reyna að fara í vinnuna á eftir til að setja af stað kristalla-screen. Og þar sem vinnufélagar Auðar fara út að borða á morgun í tilefni þess að einn útskrifaðist þá verður hún að sýna sig í vinnunni í dag; það er sko ekki hægt að vera veikur fimmtudag og föstudag og mæta svo í partý á laugardegi!! Auk þess er Auður löngu búin að borga sig inn í matinn.


mánudagur, október 11, 2004
 
Núna er rúm vika þar til við Auður stökkvum upp í flugvél og brunum til Mumma í Sviss. Förum á fimmtudeginum 21. okt og komum til baka mánudaginn 25. (líka okt!). Við hlökkum auðvitað báðar ofsalega til, mest að sjá Mumma en líka að sjá Sviss. Ég er reyndar ekki alveg viss, en það er mögulegt að við höfum farið til Sviss á 2. ári í efnafræðinni, og jafnvel til Basel þar sem Mummi er. Kannski einhver geti sagt mér hvert ég fór :) Líklega ekki hægt að spyrja Mumma því hann man heldur ekki neitt.

En helgin var alveg hin notalegsta hjá okkur. Á laugardaginn fórum við ásamt Hrönn og Georg til Uppsala að heimsækja Örnu, Karvel, Snævar og Sigrúnu. Arna var sú eina sem var heima um hádegið og reyndi hún að þreyta okkur með því að láta okkur labba um allan bæinn. Veðrið var fínt og Uppsala fallegt að vanda, okkur var því ekkert meint af röltinu. Og það var ekki að sjá að Arna væri komin 5 mánuði á leið, hún var enginn eftirbátur okkar hinna sem eru laus við sníkjudýr af þessari stærðargráðu.
Þegar leið að kvöldmatnum sameinuðust allir heima hjá Snævar og Sigrúnu og borðuðu fajitas. Okkur leið eins og maður ímyndar sér þessar stóru innflytjendafjölskyldur; 8 við matarborðið og hendur út um allt að reyna að ná sér í mat.
Það vantar ekki leikgleðina og hugmyndaríkið hjá sveitafólkinu. Uppsalabúar kenndu okkur hinum nýja útgáfu af Fimbulfambi; orðabókarútgáfuna, sem gefur manni möguleika á að spila Fimbulfamb ef maður á ekki spilið. Ég spilaði þetta spil eitt kvöld fyrir 10 árum og þótti það alveg óskaplega leiðinlegt sökum hugmyndaleysis. Hugmyndaleysið er ekki lengur fötlun hjá mér en ég var samt langt frá sigrinum. Kannski þarf ég að æfa mig í að giska á rétt svar!

Í gær hengum við inni allan daginn. Fórum ekki einu sinni út í búð, en við opnuðum eldhúsgluggann í smá stund.
Það er sko heldur betur hægt að dunda sér heima heilan dag, mest með því að horfa á Friends. Haukur, elsku bróðir, okkur vantar meiri Friends, erum búnar að horfa á allt sem við eigum (2., 3., 9. og 10. seríu) nokkrum sinnum! Eins og vanalega var þvottadagur í gær. Ég skil bara ekkert í öllum þessum þvotti, við erum bara tvær en þvoum samt 4 vélar á viku. Ég legg ekki í að okkur fjölgi einhvern tímann á þessu heimili, þá verðum við að ráða ráðskonu.

Eftir 4 vikur fáum við gesti, Ögmund og Kalla, og ætla þeir að stoppa í marga daga.
Og í lok nóvember koma tengdamamma og stjúptengdapabbi. Þetta fólk veit ekki hvað bíður þeirra að koma svona nálægt jólunum :)


föstudagur, október 08, 2004
 
Læt kommentið hennar Auðar á mánudaginn sem vind um eyru þjóta. Það er einfaldlega búið að vera vangefið að gera í vinnunni, enda er ég (og reyndar Auður líka) búin að vera hérna til allavega 19 alla daga þessa viku.

Á þriðjudaginn datt úrið mitt í gólfið, enn einu sinni. Að þessu sinni brotnaði upp úr glerinu að innan. Fyrst úrið gékk ennþá þá skipti þetta mig litlu máli, þó það sæist eiginlega ekkert á úrið að hluta til. Ég var með 3 menntaskólanema á labinu og þar sem klukkan var ekki svo margt þá gerðum við eitt enn skrefið í tilrauninni þeirra. Þegar við vorum búin þá sá ég að útið mitt var stopp og klukkan var orðin 18:30, sem er klukkutíma lengur en krakkagreyin áttu að vera. Og svo gékk tilraunin ekki hjá þeim í þokkabót!
Ástæðan fyrir því að úrið stoppaði voru sem sagt glerbrotin inni í úrinu, vísarnir gátu ekki hreyfst fyrir glerbrotunum. Þar sem mikið veðmál var í gangi varðandi úrið, þ.e. ef það gengi í 1/2 ár myndi Auður fá American Style hamborgara frá mér en ef það gegni í 2.5 ár fengi ég borgara frá henni, þá varð ég auðvitað að koma úrinu í gang aftur. Ef glerbrotin voru fyrir þá var bara að fjarlægja þau. Ætli maður geti ekki vel gengið með úr þó að glerið vanti!!!
Ég tók sem sagt glerið úr, hafði fullt fyrir því því það er auðvitað límt fast. Úrið gékk mér til mikillar gleði. Gleðivíman stóð skammt yfir. Úrið stoppaði aftur og núna veit ég ekkert hvað er að, það er allavega ekki glerið, svo mikið er víst.
Og þar sem það er liðið 1 ár og 10 mánuðir síðan ég fékk úrið þá er ég í raun nær í veðmálinu og get því alveg bara hent þessu úri og fengið mér annað.


mánudagur, október 04, 2004
 
Thad virkar greinilega ekki ad sleppa thvi alfarid ad skrifa a bloggid og aetlast til ad Emelia geri thad tha. Um helgina aetludum vid ad fara til Alandseyja med Hrönn og Georg en thau voru baedi veik greyin og thvi vorum vid bara heima alla helgina i algjörri leti. Thad var alveg frabaert. Eg klaradi bokina sem eg var ad lesa og byrjadi a nyrri, Liflaeknirinn heitir hun og er eftir Per eitthvad Elmqist eda eitthvad. Hlakka mikid til ad lesa hana.

Eg er buin ad vera a namskeidi um hvernig a ad skrifa visindagreinar og thad er buid ad vera mjog gagnlegt. Aetla nuna ad halda afram ad skrifa planid mitt um thad sem eg mun gera i verkefninu minu (sem 25% er buid af :).

Tussan a nedri haedinni hefur ekkert latid i ser heyra undanfarid en havadasomu nagranarnir voru med tonlist til 11 um helgina og vonumst vid audvita innilega til ad thad hafi truflad hana mjog mikid. Flutningar eru mikid raeddir a okkar heimili en thar sem vid erum i landi oryggisins er audvita ekki haegt ad gera neitt nema madur hafi verid i rod i thrju ar og thvi byst eg vid ad vid verdum ad sitja tharna i amk 9 man i vidbot. oh well.