Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, október 23, 2004
 
Frá því á fimmtudaginn erum við sko búnar að vera í sól og sumaryl. Þá flugum við nefnilega til Zürich. Mummi tók á móti okkur og fylgdi okkur yfir til Basel þar sem hann býr og stúderar lyfjafræði.
Í mið-Evrópu er sumrinu að ljúka og skólarnir að byrja en fyrir okkur er bara þrælmikið eftir af sumrinu. Sviss er alveg einstaklega dýrt land og því ekki beint gaman fyrir stúdenta að hanga í bænum og versla en með því að kíkja inn í allar búðirnar er mögulegt að finna nokkrar flíkur á ásættanlegu verði.
Auðvitað erum við búnar að kaupa fullt af súkkulaði en mér til mikillar vonbrigði hefur ekkert þeirra slegið í gegn. Það þýðir ábyggilega ekki að borða eitthvað súkkulaði um leið og maður borðar eitthvað frá Nóa & Síríus. Mummi bauð okkur nefnilega upp á Nóakropp um leið og við smökkuðum Svissneska súkkulaðið sem varð örugglega þess valdandi að það Svissneska tapaði all rækilega í samkeppninni. Við kláruðum stóran poka af Nóakroppi á fimmtudaginn en erum enn að reyna að klára tvær 100 g plötur af Svissneska súkkulaðinu.
Basel er þéttbyggð og hérna búa bara um 150 þúsund manns sem þýðir að það mögulegt að labba á marga áfangastaði. Við erum því búin að þramma þessi ósköp alla dagana, yfirleitt ofklæddar og horfum girndaraugum á alla hvíldarbekki á leiðinni. Hvernig verður þetta þegar við verðum sextugar!
Það sem hefur vakið einn mestan áhuga hjá mér eru sum klósettanna hérna. Þegar maður sturtar niður kemur plaststykki út úr vatskassanum og þrífur klósettsetuna sem snýst í hringi. Hversu tæknilegra verður þetta eiginlega. Reyndar þurrkaði klósettið sig ekki á eftir, það er sem sagt framtíðin. Og fyrir aumingja grey eins og mig, sem kemur greinilega frá barbaraþjóðfélagi þar sem allir setjast á sömu setuna án þess að hún sé þrifin á milli, þyrfti að vera skilti á klósettinu sem varar mann við þessum ósköpum. Ég vissi ekki hvað á mig veðrið stóð þegar hlutir á klósettinu fóru að færast á fullu og auðvitað tók ég mynd af þessu.
Í kvöld ætlum við kannski á bar sem er á efstu hæð í hæsta húsi Basel en þar getur maður horft yfir Basel um leið og maður situr á klósettinu. Við eigum bara eftir að ákveða hvor okkar ætlar að sitja á klósettinu meðan hin tekur mynd.