Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, október 27, 2004
Í hádeginu labbaði ég mér yfir í Biokemi & Biofysik deildina til að hitta Auði. Auður er í afar spennandi próteinkúrsi og því á hverjum degi í Universitet, annars er hún soldinn spöl frá. Okkur fannst því tilvalið að borða hádegismat saman. Þegar ég sá hana fór ég strax að hlæja. Þarna haltraði hún niður tröppurnar og þegar ég kíkti nánar sá ég glitta í skjannahvíta hægri löppina sem var ofná skónum en undir reimunum og þannig reyrð föst við skóinn. Ástæða, jahh, þarf maður alltaf ástæðu fyrir öllu!!! Jú, sem betur fer var nú næstum því alveg ágætis ástæða fyrir því að Auður gékk eins og fífl og leit út eins og róni til fótanna, eða öllu heldur fótarins. Eftir hið hræðilega táslys í gærmorgun, þegar táin hreinlega sprakk, hefur Auður verið að drepast í tánni og gengur ekki að vera í skóm því þá byrjar að blæða. Ég varð nú reyndar soldið hissa í gær þegar ég sá sárið, það er í alvöru um 1.5 cm langt og liggur á oddi táarinnar. En mikið er nú gott að vita að Auður mín er ekki ein af þeim sem liggur heima með löppina á púða ef litla táin er eitthvað að pirra hana heldur reddar hún bara málunum :) |