Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 08, 2004
 
Læt kommentið hennar Auðar á mánudaginn sem vind um eyru þjóta. Það er einfaldlega búið að vera vangefið að gera í vinnunni, enda er ég (og reyndar Auður líka) búin að vera hérna til allavega 19 alla daga þessa viku.

Á þriðjudaginn datt úrið mitt í gólfið, enn einu sinni. Að þessu sinni brotnaði upp úr glerinu að innan. Fyrst úrið gékk ennþá þá skipti þetta mig litlu máli, þó það sæist eiginlega ekkert á úrið að hluta til. Ég var með 3 menntaskólanema á labinu og þar sem klukkan var ekki svo margt þá gerðum við eitt enn skrefið í tilrauninni þeirra. Þegar við vorum búin þá sá ég að útið mitt var stopp og klukkan var orðin 18:30, sem er klukkutíma lengur en krakkagreyin áttu að vera. Og svo gékk tilraunin ekki hjá þeim í þokkabót!
Ástæðan fyrir því að úrið stoppaði voru sem sagt glerbrotin inni í úrinu, vísarnir gátu ekki hreyfst fyrir glerbrotunum. Þar sem mikið veðmál var í gangi varðandi úrið, þ.e. ef það gengi í 1/2 ár myndi Auður fá American Style hamborgara frá mér en ef það gegni í 2.5 ár fengi ég borgara frá henni, þá varð ég auðvitað að koma úrinu í gang aftur. Ef glerbrotin voru fyrir þá var bara að fjarlægja þau. Ætli maður geti ekki vel gengið með úr þó að glerið vanti!!!
Ég tók sem sagt glerið úr, hafði fullt fyrir því því það er auðvitað límt fast. Úrið gékk mér til mikillar gleði. Gleðivíman stóð skammt yfir. Úrið stoppaði aftur og núna veit ég ekkert hvað er að, það er allavega ekki glerið, svo mikið er víst.
Og þar sem það er liðið 1 ár og 10 mánuðir síðan ég fékk úrið þá er ég í raun nær í veðmálinu og get því alveg bara hent þessu úri og fengið mér annað.