Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
 
Ég steig inn í furðuveröld í smá stund í gær. Skrapp sem sagt inn í búð til að kaupa löng skæri. Ég er svo búin að fá leið á litlu heimskulegu skærunum okkar fyrir löngu. Sérstaklega fer í taugarnar á mér að klippa eftir endilangri jólarúllunni með þeim, það tekur ógeðslega langan tíma og er illa klippt í þokkabót. Svo ef ykkur finnst jólapakkarnir ykkar vera ljótir þá er það skærunum að kenna.
Allavega. Fann tvær tegundir af löngum skærum og var því alveg í skýjunum þangað til ég sá merkinguna "Fyrir örvhenta" (reyndar stóð það á sænsku en ekki á íslensku). Báðar tegundirnar voru sem sagt fyrir örvhenta en það voru engin skæri fyrir rétthenta og ekki einu sinni fordómalaus skæri sem bæði örvhentir og rétthentir geta notað.
Hvernig ætli örvhentum líði í þessu rétthenta samfélagi? Margt er einungis framleitt fyrir rétthenta eða allavega í þvílíku yfirmagni að það er oft ábyggilega engin leið að finna örvhenta dótið. En ekki í þessari búð, ó nei. Frábær búð!

Núna er einum gátunum færra. Í mörg ár hefur mig langað að vita hvað er inní risasúkkulaðistykkjunum sem maður getur oft unnið á tombólum. Er risastór útgáfa af súkkulaðinu inní sem þýðir að það tekur mann hálfan dag að borða einn súkkulaðitening? Nei, nefnilega ekki. Ein sem vinnur með mér vann einmitt á tombólu risa Marabou súkkulaði og inní voru 40 lítil súkkulaðistykki innpökkuð. Djöfull líður mér vel að vita þetta.


mánudagur, nóvember 29, 2004
 
Þá eru ekki mjög margar jólagjafir eftir, mössuðum nokkrar um helgina. Ég fór á undan Auði til að leita að jólagjöf handa henni en Auður kom þegar hún var búin að læra. Aujan mín er að fara í prófa 7. des. og situr því á hverjum degi heima og les eftir að hún kemur heim frá Uppsala þar sem hún er í öðrum kúrsi. Þvílíkt dugleg. En mikið óskaplega er nú skemmtilegt að leita að jólagjöfum í útlöndum, svo mikið úrval. Maður þarf því í raun ekki að hafa neinar hugmyndir áður en maður fer af stað. Klukkan 17 á laugardaginn vorum við hins vegar alveg uppgefnar og ég neitaði að fara í fleiri búðir.

Laugardagurinn var afar sérstakur fyrir okkur. Við hringdum heim til mömmu og pabba rétt fyrir kl. 10 að íslenskum tíma og tókst okkur að vekja þau. Og Haukur litli var löngu farinn í vinnuna. Það er nú eitthvað bogið við þetta allt saman.
Þetta var smá hefnd fyrir okkur. Eftir að við fluttum til Svíþjóðar hringdi mamma nefnilega oft í okkur klukkan t.d. 9 um helgar og vakti okkur auðvitað. Hún er reyndar hætt að hringja svona snemma einmitt þegar við erum farnar að vakna löngu fyrir hádegi. Þér er því óhætt að hringja í okkur hvenær sem er núna, mamma!föstudagur, nóvember 26, 2004
 
Þriðjudaginn seinasta var ég með árlega doktorsnemafyrirlesturinn minn þar sem ég skýri frá einhverju einu verkefni sem ég hef. Það bregst ekki að þegar ég á að halda fyrirlestra verð ég soldið stressuð, minna með hverjum fyrirlestri, en þetta stress kemur nánast alltaf af stað meltingunni hjá mér þannig að það seinasta sem ég geri áður en fyrirlesturinn hefst er að stökkva á klósettið. Þriðjudagurinn var ekki öðruvísi að því leyti nema að annan eins niðurgang hef ég ekki fengið í mörg ár. Ég þurfti að heimsækja klósettið þrisvar sinnum á einum klukkutíma. Vona að þetta sé ekki komið til að vera.mánudagur, nóvember 22, 2004
 
Á laugardaginn versluðum við fyrstu jólagjafirnar. Anna Kristín og Þorvarður koma nefnilega í byrjun desember og ætlum við að plata þau í að ferja jólagjafirnar okkar til Íslands. Við verðum því að kaupa nánast allar jólagjafir næstu eina og hálfa viku. Við erum ekki eins stressaðar varðandi Danmerkurpakkið eða okkur sjálfar. Ég held barasta að þetta verði flottustu jólagjafir sem við höfum keypt, ég er alveg hrikalega spennt að gefa þær.

Á laugardaginn hittum við líka Bjössa og Ólafíu. Bjössi var í starfsþjálfun á Arlanda flugvelli í nokkra daga en auðvitað urðu þau að kíkja aðeins í höfuðborgina. Sýndum þeim gamla bæinn, neðanjarðarlestarnar og fórum á Pizza Hut, mjög afslappandi og þægilegt (fyrir utan krakkaskrattann sem var grenjandi þar þegar við komum). Hoppuðum inn í nokkrar búðir á leiðinni því það var skítakuldi. Stokkhólmur er kominn í vetrarskrúðann sinn.


 
Nu erum vid bunar ad kaupa fullt af ogo finum jolagjofum. Vid erum svo svakalega anaegdar med thaer ad vid munum ekki taka mark a neinum kvortunum. Mer reiknast svo til ad vid seum bunar ad kaupa helmingnn, hinn helminginn munum vid kaupa um naestu helgi tvi vid aeltum ad misnota mommu og Thorvard i ad bera heim allar jolagjafirnar okkar. Vid hittum Bjossa og Olafiu a laugardaginn og versludum andeins med theim og syndum theim hollina. Bordudum sidan a Pizza hut og fengum bara fina thjonustu aldrei thessu vant.

Eg var ad kenna i sidustu viku og tveimur vikum a undan thvi. Eg er buin ad lata einn nemanda minn skila skyrslunni 3x thvi hun er aldrei nogu god. Finnst eg agjor tussa thvi eg get eiginlega ekki samthykkt hana nu, verd eiginlega ad fa hana i 4 skiptid.

A midvikudaginn byrja eg i kursi i uppsala sem eg nenni naestum ekki ad taka. Tharf ad fara a milli a hverjum degi, en eg get laert a leidinni thannig ad thad verdur orugglega fint. Tha er eg lika buin med alla kursa sem eg tharf ad taka i naminu.


 
Ég ætla að blogga meira í dag, eitthvað annað en Auður hefur sagt!!

Viku eftir að við komum frá Basel keyptum við okkur símanúmer (svona hálfgert "Frelsi") í nýja gsm símann okkar. Nýji síminn okkar er reyndar gamli síminn hans Mumma en við erum samt himinlifandi því núna getum við báðar verið með gsm síma, sem eru btw báðir frá Mumma!!
Þegar við keyptum hitt númerið okkar þá gat maður valið á milli nokkurra símanúmera. Ég sagði því við afgreiðslumanninn (sem var svona 18-22 ára strákur) að ég vildi kaupa Comvic kort (í gsm símann) og þegar ekkert bólaði á símanúmerunum þá spurði ég hvort ég gæti fengið símanúmerið/in. Strákurinn varð eitthvað furðulegur á svipinn svo ég endurtók: "símanúmerið". Á eldingshraða reif hann fullt af pappír úr kreditkortavélinni þeirra, greip penna og sagði örlítið ánægður og stoltur en soldið vandræðilegur: "númerið mitt?". Ég horfði aðeins á hann því ég var ekki viss um að ég hefði heyrt rétt. "Ha, nei, símanúmerið í gsm símann minn", sagði ég. Greyið strákurinn leit út eins og asni: "já, já, auðvitað" og rétti mér nýja símanúmerið mitt. Ég var svo hissa að ég fór ekki að hlæja fyrr en ég kom út. Næsta manneskja á eftir mér gat t.d. ekki borgað alveg strax með kreditkortinu sínu því rúllan í kreditkortavélinni var öll í klessu eftir afgreiðslustrákinn.

Kannski er stráknum boðið út af og til af stelpum sem koma í búðina og því vel vanur að gefa símanúmerið sitt. Ég er hins vegar ekki vön því og heldur ekki vön að vera boðið símanúmer. Auk þess var hann miklu yngri en ég og soldið nördalegur.


fimmtudagur, nóvember 18, 2004
 
jaeja, hvurslags blogg er thetta eiginlega. Aldrei neitt skrifad. Eg hef svosem ekkert ad segja, er bara buin ad vera ad kenna krakkafiflum. a thridjudaginn forum vid reyndar i heimsokn til Henke poolkennara. Hann hringdi og spurdi hvort vid vildum koma i kaffi en sagdi ekkert um thad ad hann atti afmaeli. Alveg ferlegt. Vid spiludum yatsi og mitt lid vann med thvilikum yfirburdum. Annars hefur verid voda tomlegt eftir ad strakarnir foru og vid hlokkum mikid til ad fa naestu gesti, mommu og thorvard.

Er farin heim


föstudagur, nóvember 12, 2004
 
Gestirnir okkar fóru í gærmorgun og þegar við komum heim í gær fannst okkur ósköp tómlegt í íbúðinni. Það var alveg rosalega gaman að fá Ögmund og Kalla. Verst þótti mér að geta ekki verið með þeim alveg allan tímann þar sem við þurftum að vera smá í vinnunni. En þeir voru stórir og röltu sér sjálfir í bænum. Þeir virðast samt ekki hafa skoðað mikið því á miðvikudagskveldinu höfðu þeir nóg af orku til að spila fram á nóttu. Auðvitað verð ég að taka það fram að við Ögmundur möluðum Kalla og Auði í Sequence.

Þegar ég var að fikta fyrir nokkrum mánuðum í myndasafninu okkar þá duttu út nokkrar myndir. Ég var loksins að dröslast til að setja þær inn aftur hérna.
Fyrst ég var komin á þessa fljúgandi siglingu þá setti ég inn fullt af gömlum myndum:
Jólamyndir frá 2001, Sjötugsafmæli afa (Jóns Eiríkssonar) 2001, Útskrift Emelíu 23.06.01 og Tiltekt í Vorsabæjargarðinum 18.05.02.


mánudagur, nóvember 08, 2004
 
Gerðum ekkert sérstaklega merkilegt um helgina. Emelía var auðvita að vinna allan laugardaginn og kom heim klukkan hálfellefu um kvöldið. Ég dundaði mér í tvo tíma í vinnunni og fór síðan í bæinn og rápaði á milli búða. Þegar ég kom heim var næstum orðið dimmt því þeir eru búnir að taka upp þennan heimska vetrartíma sinn. Núna er eins og áður bjart á morgnanna þegar maður vaknar en svo dimmir um 4. Áhrifin sem þetta hefur er að maður fær sjokkvetrarþunglyndi. Á sunnudaginn vorum við bara heima að taka til og svoleiðis.

Í kvöld koma Ögmundur og Kalli til okkar. Jibbí! Við ætlum að sækja þá á lestarstöðina rétt fyrir 8 og fara með þá heim og gefa þeim kjúklingapizzu. Jibbijei. Ég verð eitthvað lítið í vinnunni á morgun og hinni, ætla að sinna gestunum og ég býst ekki við að Frú Upptekin hafi hugsað sér að skrifa á bloggið. Næsta áætlaða færsla er því í fyrsta lagi á fimmtudaginn.föstudagur, nóvember 05, 2004
 
Er i gedveikum fostudagsfiling og vaeri svo til i ad fara ad djamma. Thvi midur stendur ekkert til og eg a von a thvi ad konan min aetli ad koma heim ur vinnunni fyrir kl. 21 thannig ad eg aetla ad gripa taekifaerid og binda hana vid stofusofan. Tha kemst hun ekki i vinnuna a morgun. Eg gaeti kannski keypt svona bur eins og var i Being John Malcovich (med betri myndum ever) og laest hana inn i thvi. Svona hnuta er haegt ad leysa. Svo tharf eg lika ad fara i vinnuna. Gaeti kannski fengid mer svona penna sem gefur raflost sem er mikid buid ad auglysa her og limt a bakid a henni thar sem hun naer ekki til. Svo by eg til fjarstyringu a hann. Thegar Emelia er of lengi i vinnunni sendi eg sma straum og hun veit hvad hun a ad gera.

Var ad fa fystu skyrsluna fra fina og duglega nemendahopnum minum. Hun var hraedileg og eg for naestum ad grata. Atridi sem vid vorum buin ad tala um 100x og eg var buin ad leidretta jafnoft i timunum birtast i skyrslunni eins og eg hafi aldrei sagt ad serin se ekki negatift hladin vid pH 7 osfrv. Hef greinilega enga kennarahaefileika, thad er alveg sama hvad madur segir sama hlutinn oft eda a hversu marga olika vegu, nemendurnir gleyma thvi um leid. Gott ad eg hef enga longun til ad verda kennari.

Thad voru tvaer sidferdispurningar sem annar doktorsnemi i hopnum lagdi fyrir okkur i dag, liklega i tilefni af thvi ad i dag er fostudagur. Thaer voru:
Ef kaerasstan/kaerastinn thin(n) naugdadi einhverjum og gaefi ther 30 milljon SEK hring sem afsokunarbeidni myndirdu tha fyrirgefa honum/henni ef thad kaemi thar ad auki i ljos ad hann/hun hafi alls ekkert naudgad einhverjum heldur bara haldid framhja?
Myndir thu vera til i ad totta saenska hokkilandslidid fyrir 100 milljon SEK? (btw tha er saenska hokkilandslidid samansafn sundurbardra hillbillis sem hafa hlotid alvarlega andlega og likamlega skada af thvi ad stunda ithrottina)
Thetta thottu mer afar ahugaverdar spurningar, serstaklega thar sem thaer voru faerdar fram af svia. Svorin voru lika mjog ahugaverd en best thotti mer svar fiflsins sem vid Emelia legjum af. Thau syna svo vel hvernig hann er. Hann myndi aldrei, aldrei fyrirgefa kaerustunni sinni framhjahald og hann gaeti alls ekki tottad saenska hokkilandslidid thvi hann er strakur og thad er omogulegt fyrir streit strak ad totta hokkilandslid. Og svo er alls ekki haegt ad naudga karlmanni thar sem karlmenn geta ekki fengid stand ef their vilja ekki.

Er farin heim, vonast til ad Emelia komi med


fimmtudagur, nóvember 04, 2004
 
Meirihlutinn raedur

Tha hefur folkid talad. Og eins og svo oft thegar folk talar tha eru thad eina sem gerist ad folk opinberar fafraedi sina og nojur. Thratt fyrir truarofstaeki, storkostlegan minus i rikiskassanum og strid a folskum forsendum var Bush valin aftur. Kannanir bendir til thess ad tvaer astaedur hafi helstlegid a bak vid thad ad folkid kaus Bush. Sidfraedleg malefni og öryggismal. Folkid vill verndara, einhvern sem passar thad svo thad geti haldid afram ad lifa sinu rutinulifi, eins og thad hefur alltaf gert. Einhvern sem skytur fyrst og spyr svo, thad er vissara. Sidferdilegu malin snuast um fostureydingar, stofnfrumurannsoknir og hjonabönd samkynhneigdra. Rettur pinulitils frumuklasa er meiri en konu, thad er sidferdilega rettara ad lata maenuskadada dusa i sinum hjolastolum en ad reyna ad finna laekningu og ad samkynhneigdir bui vid algjort rettleysi i sambondum sinum en ad hver og einn hafi FRELSI til ad velja sinn maka. Folk er fifl og thannig er thad bara.

Eníhú tha thydir ekki ad grenja yfir thvi.

Er buin ad vera ad kenna aegaetis nemendum sem voru baedi almennileg og ahugasom. Thad er alltaf skemmtilegt. Emelia er buin ad vinna langt fram a nott thessa viku og eg er thvi halfgerd grasekkja ein heima ad lesa i bok.

Framundan:
Ad fa fiflakristallana mina til ad vaxa. Their liggja bara tharna eins og aumingjar og lita illa ut og vilja ekki hressa sig vid
Ad undirbua komu Ogmundar og Kalla. Jibbbi


mánudagur, nóvember 01, 2004
 
Um helgina las eg ogo mikid i sameindafrumuliffraedibokinni minni og laerdi fullt af finum og ahugaverdum hlutum. A laugardagskvoldid forum vid i heimsokn til Henke poolkennarans okkar en hann er buin ad vera heima i marga manudi ad reyna ad jafna sig eftir uppskurd sem aldrei virkar eins og hann a ad gera. Thar spiludum vid yatsi fram a midja nott vid hann, kaerustuna hans, tvaer vinkonur hans og fjora adra poolkennar sem vid thekkjum vel. Urslitin urdu thau ad mitt lid vann fyrri umferd og lidid hennar emeliu seinni umferd thannig ad vid gatum badar farid anaegdar heim.

I sidustu viku fekk eg rosa finan pakka fra islandi fullan af nammi! Osk og Magga steina voru svo godar ad senda mer sirius sukkuladi, noakropp, appalolakkris og kulusukk sem er allt alveg vidbjodslega gott. Nammid er vitaskuld allt buid thvi vid emelia erum svo mikil atvogl og nammisjukar. Appalolakkrisinn er reyndar ad mestu eftir en vid lofudum ad gefa Hronn af honum thvi hun er svo hrifin af lakkris og her faest bara v0ndur svialakkris. Annars var hun algjor hetja um helgina og keppti i pool a alvoru moti.

I naestu viku eigum vid von a ogga og kalla og hlokkum vid ykt til thess. Eg er ad kenna alla thessa viku thannig ad eg mun thurfa eitthvad til ad lyfta mer upp i naestu viku, thvi vikuna a eftir mun eg aftur thurfa ad kenna. Nemendurnir sem eg er med nuna eru ekkert aegilega klarir, thau konnudust ekkert vid eins stafa aminosyru takn og thau eiga ad vera a thridja ari! En thau eru almennileg eins og flestir sviar og thvi orugglega ekkert leidinlegt ad kenna theim.

er farin i pool