Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
 
Ég steig inn í furðuveröld í smá stund í gær. Skrapp sem sagt inn í búð til að kaupa löng skæri. Ég er svo búin að fá leið á litlu heimskulegu skærunum okkar fyrir löngu. Sérstaklega fer í taugarnar á mér að klippa eftir endilangri jólarúllunni með þeim, það tekur ógeðslega langan tíma og er illa klippt í þokkabót. Svo ef ykkur finnst jólapakkarnir ykkar vera ljótir þá er það skærunum að kenna.
Allavega. Fann tvær tegundir af löngum skærum og var því alveg í skýjunum þangað til ég sá merkinguna "Fyrir örvhenta" (reyndar stóð það á sænsku en ekki á íslensku). Báðar tegundirnar voru sem sagt fyrir örvhenta en það voru engin skæri fyrir rétthenta og ekki einu sinni fordómalaus skæri sem bæði örvhentir og rétthentir geta notað.
Hvernig ætli örvhentum líði í þessu rétthenta samfélagi? Margt er einungis framleitt fyrir rétthenta eða allavega í þvílíku yfirmagni að það er oft ábyggilega engin leið að finna örvhenta dótið. En ekki í þessari búð, ó nei. Frábær búð!

Núna er einum gátunum færra. Í mörg ár hefur mig langað að vita hvað er inní risasúkkulaðistykkjunum sem maður getur oft unnið á tombólum. Er risastór útgáfa af súkkulaðinu inní sem þýðir að það tekur mann hálfan dag að borða einn súkkulaðitening? Nei, nefnilega ekki. Ein sem vinnur með mér vann einmitt á tombólu risa Marabou súkkulaði og inní voru 40 lítil súkkulaðistykki innpökkuð. Djöfull líður mér vel að vita þetta.