Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 12, 2004
 
Gestirnir okkar fóru í gærmorgun og þegar við komum heim í gær fannst okkur ósköp tómlegt í íbúðinni. Það var alveg rosalega gaman að fá Ögmund og Kalla. Verst þótti mér að geta ekki verið með þeim alveg allan tímann þar sem við þurftum að vera smá í vinnunni. En þeir voru stórir og röltu sér sjálfir í bænum. Þeir virðast samt ekki hafa skoðað mikið því á miðvikudagskveldinu höfðu þeir nóg af orku til að spila fram á nóttu. Auðvitað verð ég að taka það fram að við Ögmundur möluðum Kalla og Auði í Sequence.

Þegar ég var að fikta fyrir nokkrum mánuðum í myndasafninu okkar þá duttu út nokkrar myndir. Ég var loksins að dröslast til að setja þær inn aftur hérna.
Fyrst ég var komin á þessa fljúgandi siglingu þá setti ég inn fullt af gömlum myndum:
Jólamyndir frá 2001, Sjötugsafmæli afa (Jóns Eiríkssonar) 2001, Útskrift Emelíu 23.06.01 og Tiltekt í Vorsabæjargarðinum 18.05.02.