Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 26, 2004
 
Þriðjudaginn seinasta var ég með árlega doktorsnemafyrirlesturinn minn þar sem ég skýri frá einhverju einu verkefni sem ég hef. Það bregst ekki að þegar ég á að halda fyrirlestra verð ég soldið stressuð, minna með hverjum fyrirlestri, en þetta stress kemur nánast alltaf af stað meltingunni hjá mér þannig að það seinasta sem ég geri áður en fyrirlesturinn hefst er að stökkva á klósettið. Þriðjudagurinn var ekki öðruvísi að því leyti nema að annan eins niðurgang hef ég ekki fengið í mörg ár. Ég þurfti að heimsækja klósettið þrisvar sinnum á einum klukkutíma. Vona að þetta sé ekki komið til að vera.