Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 01, 2004
 
Ég var inn á heimasíðu Hagstofunnar áðan og sá þá möguleikann "Hve margir heita ...". Auðvitað fletti ég upp "Emelía" og fékk að 36 bera nafnið Emelía sem 1. eiginnafn og 9 sem 2. eiginnafn. Og af því að fólk skrifar nafnið mitt oft og iðulega rangt þá fletti ég líka upp "Emilía" og fékk þá að 205 bera nafnið Emilía sem 1. eiginnafn og 59 sem 2. eiginnafn. Sem sagt 264-45 fyrir Emilíu. En þetta vissi ég reyndar fyrir löngu, þ.e. að Emelíu útgáfan væri mun sjaldgæfari en Emilíu útgáfan og er það eina ástæðan fyrir því að ég fyrirgef fólki hvað eftir annað þessa prentvillu á nafninu mínu.
En það var svo sem ekki þetta per se sem var stóra málið heldur að þegar ég skrifaði "Emelía Guðrún" þá kom upp talan 0!!! Það er enginn sem ber tvínefnið "Emelía Guðrún". Ég veit vel að ég skráði lögheimili mitt út úr Íslandi fyrir tveimur árum en það kom mér samt á óvart að ég nafnið mitt kom ekki upp. Í fávisku minni bjóst ég líklega við því að finnast í Þjóðskrá að eilífu og kannski að það kæmi fram að ég væri búsett erlendis eða eitthvað. En í Þjóðskrá eru bara meðtaldir íbúar Íslands, allir íbúar Íslands, ekki þeir sem flýja land. Þeir sem flýja land eru ekki lengur partur af þjóðfélaginu eins og gefur að skilja og eru því ekki lengur á fólksskrá ekki frekar en eitthvert íþróttafélag hafi mann enn á skrá þegar maður segir sig úr því. Sem minnir mig á það að um hver jól fæ ég jólakort frá HK (Handknattleiksfélagi Kópavogs) því ég spilaði með því blak þegar ég var yngri en hef ekki borgað félagsgjöld í 10 ár enda ekki verið beðin um það. Mér hefur hins vegar ekki borist nein jólakort frá íslenska ríkinu eftir landsflutningana.