Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, maí 19, 2004
Ingimundur á afmæli í dag. Til hamingju vinur með 28 árin. Og Anna Sólveig litla frænka mín verður 9 ára á morgun og er ábyggilega ekkert svo lítil lengur. Til hamingju elsku frænka. Ég sendi flestum í adressubókinni minni test á mánudaginn (sem Kalli sendi mér) þar sem maður getur fundið út við hvað maður á að vinna. Ég á að vera bókasafnsvörður ef ég skrifa bara Emelía en ef ég skrifa Emelía Eiríksdóttir þá á ég að vera bílastæðisvörður!!! Auður fær nú aðeins skemmtilegri störf, flugfreyja eða kennari. Haukur bróðir tók þessu alvarlega og prófaði fleiri útgáfur: "Haukur Brynjar" gaf “syndgari”. Litla skinnið var ekki alveg sáttur svo hann breytti nafninu í "Haukur Eiríksson" og fékk út "Fíkniefnaneytandi". Loksins fékk hann þó starf sem hann verðskuldar; þegar hann skifaði fullt nafn fékk hann út "forseti". Það er þó ekki tekið fram í hvaða landi. Danaprinsessan Hlín fékk út á að vera “rithöfundur” með listamannanafnið “Hlín Ólafsdóttir” en ef hún ætlar bara að titla sig sem Hlín þá á hún ekkert betra skilið en að vera sokkahönnuður. Uppsalagellan Arna á í raun að vera “klámstjarnan” “Arna Runarsdottir”. Einungis nafnið “Arna” gefur ekki jafn góða starfsmöguleika því henni var úthlutað starfið “sokkahönnuður”. Það liggur því beinast við að Arna og Hlín stofni saman sokkhönnunarfyrirtæki, sem er alls ekki svo fráleit hugmynd. Arna fríkaði gjörsamlega út í þessu testi og hélt áfram að kanna atvinnumöguleika sína. “Arna Rúnarsdóttir” á að vera “söngvari i strakabandi” en “Arna R” á að vera “Topp model”. Reykvíkingurinn Byddí á að eigin sögn í raun að vera “lottósali”. Kannski er þetta draumastarf Bryndísar og hefur ekkert með prófið að gera nema það að hana langaði að deila þessu með okkur en ég get ekki fyrir neina muni fengið svarið lottósali þegar ég set inn hin ýmsu form af nafninu hennar: Bryndís, Bryndís Rut, Bryndís Rut Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Rut Jónsdóttir, Rut, Byddí eða Byddí brjál. Það er hins vegar að sjálfsögðu ekkert að því að þurfa ekki á prófinu að halda. Og einhverra hluta vegna var svarið frá pabba “Geirmundur Pálsson er geimfari”. Það er greinilegt að sumt fólk tekur þetta próf ekki mjög alvarlega! Próf sem getur breytt lífi fólks til muna því hvað er betra en að vita hvað maður á að taka sér fyrir hendur í lífinu í stað þess að eyða mörgum árum í að leita og vera svo á kolröngum stað sem mér sýnist flest okkar vera skv. prófinu. Ég get þó staðfest að skv. prófinu þá á Geirmundur Pálsson að vera geimfari. Að lokum sendi Anna frækna mér (fyrir bara 2 mín) að hún ætti að vera “hryðjuverkamaður” sem henni finnst harla skrítið þar sem hún segist alltaf vera að gefa föt og hjálpa öðrum í gegnum Jesú. Ég get tekið undir þetta með fatagjafmildina, ég er vel prýdd fötum frá Önnu Snædísi Hafnafjarðarmær en þetta með Jesú hefur eitthvað farið fram hjá mér öll þessi ár :) Að sjálfsögðu kannaði ég málið og það stenst að hún á að vera hryðjuverkamaður ef maður setur inn “Snæfríður” sem er hálfgert listamannnafn Önnu og vel úthugsað ef hún ætlar að fara út í nýja bransann. þriðjudagur, maí 18, 2004
I gaer for eg a fyrirlestur hja samtoknunum her um samkynhneigd i bibliunni, afar ahugaverdan. Konan sem helt hann var fyrrverandi formadur samtaka kristinna homma og lesbia og fornleifafraedingur. Hun hafdi ymislegt skemmtilegt ad segja, hafdi medal annars verid i saensku nefndinni sem skrifadi skyrslu a seinni hluta niunda aratugarins um samkynhneigd og kirkju. Su skyrsla var ad einhverju leiti notud i skyrslu islensku nefndarinnar um sama mal. Thegar eg kom heim var Emelia min duglega buin ad elda. Thad gekk hins vegar alveg fram af henni og hun heimtadi ad fara ad sofa strax eftir matinn. I dag aetlum vid ad kaupa pensla og kannski sma malningu til ad mala eldhusskapana i nyju ibudinni ad innan, svo okkur lidi vel ad geyma matinn okkar thar. mánudagur, maí 17, 2004
Eurovision Á laugardaginn flúðum við íbúðina og fórum í Eurovisionpartý í Uppsölum hjá Örnu og Karvel ásamt Hrönn. Vorum meira að segja svo heppnar að fá far með Karvel frá og til Stokkhólms. Það er ávallt gaman að fara í partý í Uppsala og kjöftuðum við til rúmlega 4. Íslandi gékk nú ekki eins vel og ég hafði vonað. Það hefði verið upplagt að Ísland hefði verið fyrir ofan Svíþjóð, útá það gengur Eurovision bara orðið fyrir mér. En þetta frábæra sænska lag átti Jónsi ekkert í en þó stóð hann sig svo sem allt í lagi greyið. Ég var bara mest fegin að Jónsi lifði sönginn af en mér fannst það smá krítískt á tímabili þegar æðarnar á hálsinum og gagnauganu þöndust út í 100 falda stærð sína. Eins og ávallt varð Svíþjóð framarlega, þeir virðast vera með leynilega Eurovisionuppskrift og eru upp til hópa hrokafullir þegar rætt er um Eurovision, helvískir. Og það særði okkur öll sömul í partýinu (fyrir utan Svíana tvo) að Ísland fékk ekki stig frá Svíþjóð en Noregur fékk sín einu stig frá Svíum. Hvað á það að þýða. Og við sem kusum öll og sum mörgum sinnum. Það þarf að kryfja þetta til mergjar og síðan auðvitað kæra Svíana! Fyrir keppnina grilluðum og spiluðum kubb. Okkur Auði til mikillar gremju var kjötið sem við keyptum í nýju hverfisbúðinni okkar skemmt. Í gær fór ég því með kjötið til baka og ætlaði sko heldur betur að fá þetta bætt. En Svíar eru svo fyndnir. Ef maður skilar einhverju, sem hefur t.d. verið skemmt og maður hefur því orðið fyrir óþægindum af því auk þess sem maður þarf að drösla vörunni aftur í búðina til að skila henni þá borga Svíar manni nákvæmlega vöruna til baka. Það eru engar óþægindabætur eða afsökunarbeiðni eða neitt, bara 27 SEK til baka því kjötið kostaði 27 SEK!!!! Það er eins og þeir séu að gera manni greiða með því að borga manni til baka svikna vöru. Magnaður þjóðflokkur Svíar. Flutningurinn Við Auður fluttum í nýju íbúðina okkar á föstudagskvöldið. Við fengum þvílíkt góða hjálparkokka, Hrönn og Georg, sem björguðu okkur algjörlega og urðu til þess að í allt tók ekki nema 2,5 tíma að flytja allt draslið. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá, ég hef aldrei heyrt talað um svona fljótan flutning og það með svona fáu fólki. En hjálpin okkar var framar öllum vonum, við álítum krakkana algjörar hetjur. Á tímabili mátti nú ekki á milli sjá hvort það væri Georg sem væri að flytja og við stelpurnar að hjálpa honum, hann var svo afkastamikill og hvetjandi: "Ekki nema hálfur bíll eftir, stelpur" :) Að sjálfsögðu er allt ennþá í drasli hjá okkur. Það er komin gróf mynd á uppsetningu tækja og búið að þrífa allt eldhúsið en enn eru kassar með drasli út um allt. Við skiljum eiginlega ekkert í því hvað við eigum fullt af dóti. Þó komst allt í 12 rúmmetra sendiferðabíl, Georg hlýtur að vera hinn fullkomni pökkunarmaður. Gömlu íbúðina okkar þrifum við svo hrikalega vel að Solla frænka væri sko stolt af okkur! Nýja íbúðin okkar var ekki alveg á sama skala. Eldhúsið var sem sagt ekki beint hreint og innréttingin varla einu sinni frá seinustu öld. Kannski er ég bara orðin of fín með mig en ég hafði allavega ekki geð í mér að setja dótið mitt í skúffurnar og ætlum við að fá leyfi hjá stráknum, sem við leigjum af, til að mála nokkrar skúffur og skápa að innan. Sólin skein af og til um helgina á svalirnar okkar og sjáum við fram á sólríkt og heitt sumar því við höfum suður svalir á þriðju hæð sem ekkert skyggir á. |