Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, ágúst 27, 2004
 
Ég var búin að lofa að reyna að vera jákvæðari gagnvart Svíunum og hætta að kveina yfir þeim en ég verð að segja bara eina litla kaffistofusögu enn. Þannig var að konan sem er að hjálpa mér með allt frumulíffræðidótið sem ég kann ekkert í, tók strætó í gær í rigningunni. Hún var með regnhlíf og þurfti að hlaupa á eftir strætó þannig að hún var ekki búin að spenna regnhlífina fullkomlega niður þegar hún kom inn í strætóinn og af regnhlífinni skvettist einn dropi á handlegg bílstjórans og tveir á borðið hans. Hann hnussaði og var yfir sig hneykslaður og hún bað hann afsökunar og fór að leita að strætókortinu sínu. Við það hristist hálfniðurspennda regnhlífin og annar dropi lenti á bílstjóranum. Hann fussaði og sveiaði og sagði “Ursäkta kannske en gång men inte två gånger!” sem útleggst “Þetta var mögulega afsakanlegt einu sinni, en tvisvar!” Þessa sögu sagði hún á kaffistofunni og út frá því spunnust miklar umræður um geðvonda og geðgóða strætóbílstjóra. Úthverfamamman með fullkomnunaráráttuna sagði frá manni í úthverfinu sínu, Nacka-Tyresö, sem fékk strætisvagnabístjórarósina fyrir nokkrum mánuðum, en það eru verðlaun sem farþegar veita einstaklega geðprúðum bísltjórum. Þessi fékk verðlaunin fyrir það að hann er vanur að stjórna fjöldasöng með farþegunum á leiðinni, sem var eitthvað sem allir á kaffistofunni nema íslendingurinn, voru sammála um að væri alveg makalaust frábært og skemmtilegt. Það væri bara óskandi að það væru fleiri eins og þessi bílstjóri, fannst þeim.


fimmtudagur, ágúst 26, 2004
 
Hér er skammt stórra högga á milli. Í gær fengum við alvöru sænskan rafmangnsreikning fyrir notkunina þau tæpu tvö ár sem við bjuggum i Fruängen. Fyrir ári fengum við reikning fyrir línuna og gerðum þvílíkt grín að svíunum fyrir að vera sínöldrandi yfir rafmagnsverði sem er jafnvel lægra en heima. En það var auðvita bara hállf sagan og nú skuldum við rafmagnsveitunni 30. þús ISK. (skil ekki af hverju þeir vilja fá thetta í íslenskum krónum;). Þannig í næsta mánuði þurfum við að borga reikninga upp á 200 þús, LÍN og rafmang. Rosalega er ég orðin fullorðin.

Annars er ég að reyna að sleppa við að borga LÍN eftir ábendingu frá Snævar um að ég ætti að geta frestað afborgunum af því að ég er í námi og það ættu ekki að vera vextir af því á meðan. Er að vinna í málinu, vona að það takist.


þriðjudagur, ágúst 24, 2004
 
Big Fish
Um helgina gerdum vid ekki neitt frekar en venjulega. Hrönn kom a föstudagskvöldid og vid grilludum rosa godan kjulla og spiludum sidan skrabble. Aegilega villtar. Vid thrifum ibudina og thvodum allan thvott a laugardaginn, vorum alveg svakalega duglegar. I verdlaun fengum vid ad horfa a biomyndina Big fish, sem er alveg storgod. Maelum eindregid med henni, amk fyrir alla tha sem enn geta hlegid ad lygasogum.

I odrum frettum er ad Emelia fer eftir eina og halfa viku til prag og kemur ekki aftur fyrr en niu dogum seinna. Their sem hafa ahuga a ad brjotast inn til okkar er bent a ad gera thad tha, thvi tha tharf bara ad rada nidurlogum eins kvenmans en ekki tveggja.

Olympiuleikarnir
Sviar eru alveg yfir sig anaegdir med arangur sinn a olympiuleikunum, eru bunir ad vinna 3 gull i frjalsum og margir sviar hafa komst alla leidinna i bronsbarattu (en tapad). I gaer var keppt i tugthraut, thar sem Jon Arnar var ad keppa og thulirnir her toku langan tima i ad gera grin ad honum. Helv. fifl. Sogdu ad tho hann hefdi einu sinni fengid brons a einhverju moti tha vaeri hann thekktastur fyrir ad haetta keppni. Ekki thad ad sviar hafi verid med einhvern keppanda i tugthraut karla, theim fannst their greinilega hafa efni a thvi ad gera grin ad odrum.

Midad vid hofdatolu
A somu notum, tha er samdoktorsnemi minn her stundum ad feika ahuga a Islandi. Hun horfdi a opnunarathofn olympiuleikanna og sa thar lid islands. Hun hugsadi med ser ad af thvi ad Islendingar eru 30x faerri en Sviar ad tha hlyti eg ad thekkja einhvern i islenska lidinu og spurdi mig audvita strax a manudaginn hvort svo vaeri. Eg sagdi ad thad vaeri sjens ad eg kannadist vid einhverja sem hefdu verid med mer i skola eda svoleidis, en annars vaeri okkar sigursaga a olimpiuleikunum ekki mjog long. Vid hefdum fengid brons i Sydney og thar a undan hefdum vid unnid eitthvad adur en eg faeddist. Og tha maelti hun hin fleygu ord "Ja, thad er bara svona eins og svithjod, vid vinnum mjog sjaldan eitthvad. Thid erud orugglega betri en vid, allavega midad vid höfdatölu"