Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, apríl 22, 2005
 
Ég er búin að vera slatta á labinu í vikunni. Að sjálfsögðu er útvarp á hverju labi til að fá fólk til að vinna meira og betur. Ég veit yfirleitt ekki á hvaða stöð er stillt á fyrr en það er tilkynnt og ég stend aldrei í því að skipta, hlusta einfaldlega á það sem er í gangi. Vanalega hefur verið soldið hress stöð (P3) á synthesulabinu en í seinustu viku skipti einhver yfir á Lugna favoriter (Uppáhalds rólegu lögin). Sem fyrri daginn þá hlusta á það sem er í boði og þegar ég er einsömul þá sleppi ég mér alveg og raula smá með í þeim fáu lögum sem ég kann meira en eitt orð í. Ég er alveg ferlega léleg í textum og enn verri í flytjendum og svoleiðis dóti. En mér varð eiginlega alveg um og ó eftir að hafa tekið vel undir með einu lagi þegar þáttastjórnandinn tilkynnti að þetta hefði verið Céline Dion með lagið All by myself. Fyrir það fyrsta er Céline ekki mjög vinsæl á mínu heimili, hvað þá hjá vinunum. En það varð samt ekki til að brjóta mig alveg niður því ég var svo ánægð með að kunna soldið af texta í einhverju lagi og svo verð ég bara að viðurkenna að lagið er soldið catchy. Vona að hún Auður mín lesi ekki þetta blogg ;)