Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, apríl 23, 2005
Við fengum að vita í gær að á þriðjudaginn næsta munu málarar mæta kl. 7:30 um morguninn heima hjá okkur. Þeir eiga sem sagt að mála stofuna og svefnherbergið og munu vera gestir á okkar heimili í þrjá daga. Íbúðin mun ábyggilega verða alveg ofsalega flott á eftir og við getum þá loksins farið að hengja upp myndir og annað í stofunni. Fyrir þau ykkar sem hafa áhuga á blómum eða vísindum eða litum eða einhverju öðru þá fann ég þessa afar sérstaka síðu þar sem maður getur séð blóm með augum okkar og augum sumra dýra, þ.e. hvernig blómin líta út í venjulegu ljósi og síðan í útfjólubláu ljósi. Oft eru okkur hulin afar falleg mynstur í blómunum sem einungis sést með útfjólubláu ljósi. |