Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 31, 2005
 
Ég fékk mynd af guðsyni mínum frá Ingu frænku. Það er ánægjulegt að vita að hann er á fullu í íþróttum, ég er sannfærð að um upprennandi stjörnu sé að ræða.


föstudagur, maí 27, 2005
 
Hlín lét okkur eftir nýtt test í kommentakerfinu sem reiknar út fyrir þig hvaða aldri þú tilheyrir. Það er öllu auðveldara að sjá á þessu testi hvort það passi eður ei þar sem útkoman á við um nútíðina, maður þarf því ekki að bíða í 50-70 ár.
Það er skemmst frá því að segja að ég tilheyri 29 ára aldurshópnum, haga mér þ.a.l. alveg í takt við líffræðilegan aldur (minna en 2 mánuðir í 29. árið).


fimmtudagur, maí 26, 2005
 
Nokkrir hafa tekið prófið sem ég setti inn á mánudaginn. Skv. testinu verður Karvel 73 ára, Arna 76, Finnbogi 79, Ósk 85, og Snævar 91 ef hann er jakvaedur en 82 ef hann er stressadur i vinnunni og flozar ekki tennurnar!

Eins og öll önnur test sem við setjum á síðuna okkar þá gefur þetta afar nákvæma mynd af framtíðinni! Þar sem framtíðin miðast við nútíðina þá er auðvelt að hafa áhrif á framtíðina.
Ég er búin að prófa alla möguleikana í testinu og sé að það er mest hægt að verða 97 ára. Að sjálfsögðu vita þeir sem gerðu testið að til er fólk sem er eldra en 97 ára en þeir vilja ábyggilega ekki gera okkur of miklar vonir og setja því þessi efri mörk. Pælið bara í því hvað þið verðið yfirþyrmandi ánægð þegar þið náið 98 ára aldri, þið bjuggust aldrei við því þar sem það var ekki mögulegt skv. testinu. Það eru því greinilega bara hamingjusamir tímar framundan.

Allavega, til að lengja líf ykkar þá eru þetta réttu svörin:
1. How much sleep do you get each night? At least seven hours

2. Do you smoke? No

3. Do you drink more than three drinks a week? No

4. Do you get at least a half hour of exercise, six days a week? Yes

5. Do you take a multivitamin regularly? Yes

6. Are you overweight? No

7. Do you floss your teeth daily? Yes

8. Do you like to drive fast? No

9. Have you driven drunk (or ridden with a drunk driver) in the past three years? No

10. Your relationship status is: In a happy committed relationship

11. Do you eat your fruits and vegetables? Yes

12. Do you eat breakfast? Daily

13. Do you suffer from depression? No

14. Do you practice safe sex? Always

15. In general, you'd say your life is: Pretty low stress

16. Do you belong to a volunteer group or church you attend regularly? Yes

17. You consider yourself to be: Lucky

18. Do you own a dog? Yes

19. Do you practice meditation or yoga? Yes

20. Your household income is: On the average to high sideÞað er augljóst að þið verðið að taka ykkur á í sumum atriðum til að ná hærri aldri. T.d. verður maður að hætta að vera þugnlyndur, já, bara hætta því, það gengur alls ekki. Fátækt gengur heldur ekki enda stefni ég að því persónulega að verða rík. Svo verður maður að álíta sjálfan sig hamingjusaman, það skiptir engu máli hvort maður sé það í raun og veru, bara að maður haldi það. Til að lifa lengur verður Sigrún greinilega að láta verða að því að stela hundi sem kannski verður til þess að stressfaktorinn eykst og það jafnar þá út ánægjuna af hundkvikindu, auk þess mun það líklega minnka aldurinn á Snævari. Hundsstuldur er því út úr myndinni, Sigrún!
Það virðist vera að maður verði að velja milli þess að eiga hálf leiðinlegt og langt líf eða ánægjulegt og styttra líf því það er slæmt að keyra hratt og drekka meira en 3 drykki á viku.
Ætli við komumst annars ekki öll að þessu síðar.


þriðjudagur, maí 24, 2005
 
Samkvæmt testinu í gær þá verð ég 73 ára sem passar afar illa við þá staðreynd að ég ætla að verða 100 ára. Það að innkoma heimilisins aukist síðar eykur bara lífslengd mína um 3 ár. Þetta er greinilega bull, eins og ég mun sýna fram á eftir 71 ár.

Á föstudaginn fengum við lánaða nýju borvélina hjá Hrönn og Georg og ég reyndi að bora tvö göt á laugardeginum með borunum okkar. Það gékk afar illa, annað gatið varð tvöfalt breiðara en áætlað var og hitt gékk ekki neitt að dýpka sem endaði síðan í því að ég braut einn bor.
Áætlun dagsins er því að fara niður í bæ og leigja rosalega borvél með dúndurborum, því með þessu áframhaldi munu veggirnir okkar líta út eins og eftir sprengiárás.

Og svo eru það helvítis nágrannarnir. Hvurn fjandann á það að þýða að byrja að kyrja klukkan 23:10 og það á blasti. Við vitum að það býr útlensk fjölskylda fyrir ofan okkur, tyrknesk eða eitthvað í þá átt, sem við erum ekkert á móti per se, Auður hjálpaði meira að segja kellingunni eitt sinn upp með matvörur. En þegar nágrannarnir (sama af hvaða kynþætti) byrja með bölvaðan hávaða á venjulegum svefntíma og 2 tímum eftir leyfilegan sænskan hávaða þá er mér illa við þá.


mánudagur, maí 23, 2005
 
Fann gáfulegt test á netinu sem segir til um hversu lengi þú munt lifa.

Í gær fórum við heldur betur í göngutúr. Við Auður ásamt Georg löbbuðum í kringum ágætlega stórt vatn sem kallast Brunnsviken. Vatnið er alveg rétt hjá okkur og leiðin kringum það er alveg helvíti falleg. Túrinn er um 12 km (+ 2 km til og frá) og tók okkur 2 tíma og 50 mínútur. Því miður var myndavélin okkar batteríslaus og því engar fallegar myndir til að sýna ykkur. Það er líka miklu skemmtilegra fyrir ykkur sem komið í heimsókn að sjá þetta með eigin augum, það er alveg öruggt að einhver ykkar verða dregin hringinn.
Þegar við komum heim til Hrannar og Georgs beið okkar nýbakað brauð og vöfflur. Ef þetta er díllinn þá er mögulegt að við séum til í að leggja á okkur þriggja tíma göngu á hverjum sunnudegi.


 
Díses hvað maður getur orðið pirraður hérna. Fyrir 8 vikum hringdi ég í símafyrirtækið Tele2, sem sér um breiðbandið okkar, til að fá símanúmer og eitthvert stykki sem maður smellir á breiðbandsúttakið sem maður tengir síðan símann við. Þetta er þægilegasti og ódýrasti kosturinn fyrir okkur því við borgum einungis 200 SEK fast gjald á mánuði fyrir breiðband og getum þá horft á sjónvarpið, verið með netið og eigum síðan að geta verið með síma sem maður borgar einungis af ef maður hringir (sem sagt ekkert grunngjald fyrir símann).
Ég talaði við einhverja konu sem tók niður allar nauðsynlegar upplýsingar um Auði og svo sagði hún að þetta tæki 2-3 vikur og Tele2 myndi hringja í okkur (í gsm símann).
4 vikum síðar hringdi ég í Tele2 til að kanna hvort eitthvað bólaði á símtali frá þeim. Konan sem svaraði sagðist ekkert vita um málið en hún tæki gjarnan við öllum upplýsingum aftur.
Tveimur vikum síðar, þ.e. eftir samtals 6 vikur, var þolinmæði mín farin að dvína og hringdi ég einu sinni enn í Tele2. Sú sem svaraði í þetta sinn sagði að það væri engin ástæða til að taka niður upplýsingarnar enn einu sinni, þetta ætti að vera í kerfinu og málið væri bara svo einfalt að það væri röð, ekkert við því að gera. Okkur ætti að berast bréf innan skamms sem innihéldi fullt af upplýsingum og 5 dögum síðar myndum við fá upphringingu frá Tele2 þar sem við gætum valið okkur símanúmer.
Í dag, eftir samtals 8 vikur, var ég orðin frekar tæp og hringdi því í fjórða skiptið og útskýrði málið. Að sjálfsögðu bað ég um að fá að tala við einhvern sem gæti einfaldlega látið mig fá símanúmer á staðnum því þetta ferli á ekki að þurfa að taka svona langan tíma. Í þetta sinn var karlmaður sem svaraði og sagði hann mér strax að það væru engar upplýsingar um Auði hjá þeim. Ekki varð þetta til að róa mig niður þar sem ég hafði gefið tveimur konum allar nauðsynlegar upplýsingar. Svo sagði hann að það væri ekki hægt að panta breiðbandssímanúmer og meðfylgjandi í gegnum síma, maður þyrfti að skrá sig á netinu. Þá gat ég ekki stillt mig um að biðja manninn um að e-maila vinnufélögum sínum og segja þeim að gefa fólki upp réttar upplýsingar þegar maður hringdi, ég væri aldeilis ekki hrifin af því að þurfa að bíða svona lengi eftir einu símanúmeri. Það kom örlítið hik á manninn, sem er greinilega alinn vel upp af fyrirtækinu og búinn að taka 10 standarkúrsa um sænska kurteisi við viðskiptavini, og svo sagði hann að það væri hægt að koma upplýsingunum áleiðis. Ég varð nú soldið hrifin af því að maðurinn æsti sig ekki á móti heldur tók skítnum sem var skellt framan í hann þó hann væri ekki einu sinni ætlaður honum. Það er svona fólk sem á að vinna í þjónustufyrirtækjum; kurteist fólk sem getur gefið upp réttar upplýsingar til viðskiptavina. Ef ég vissi hvað maðurinn héti væri ég til í að hafa samband við Tele2 og lofa hann. Og því miður veit ég ekki hvað þessar konur heita heldur því þær fengju sko ekki eins góð ummæli.
Ég er búin að skrá Auði á netinu og eigum við að fá símanúmer eftir 2-3 vikur; við sjáum til með það!


miðvikudagur, maí 18, 2005
 
Við erum alltaf að koma okkur betur og betur fyrir í íbúðinni, sem mér finnst við eiginlega ekki geta kallað lengur “nýju íbúðina” því við fluttum inn í hana fyrir tæpum 6 vikum. Þetta er því að verða ein lengsta tiltekt sem um getur, við erum bara svo óendanlega latar og horfum mun frekar á sjónvarpið en að taka til.

Þegar við fluttum inn keyptum við stóra og fína uppþvottavél og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að þurfa aldrei að eyða tímanum okkar frekar í þá vitleysu að vaska sjálfar upp. Þar höfðum við heldur betur rangt fyrir okkur.
Við pöntuðum pípara til að tengja gripinn og sá sagðist oft og mörgum sinnum ætla að koma. Á mánudaginn, sem sagt eftir fimm vikna bið, brást mér algjörlega þolinmæðin. Ég afpantaði píparavesalinginn, dreif mig út í búð og keypti allt sem uppá vantaði til að tengja vélina. Auðvitað nenntum við síðan ekki að tengja vélina á mánudaginn (horfðum frekar á sjónvarpið), enda ekki algjörlega nauðsynlegt; hreinu diskarnir voru ekki búnir.
Undir morgunmatinn (brauð) í gær notaði ég sama diskinn í þriðja daginn í röð (án þess að þvo hann) auðvitað af því að þetta var seinasti litli diskurinn. Og í kvöldmatinn í gær notuðum við seinasta diskinn í skápnum og einn notaðan disk. Þarna var því komin algjör neyð á heimilinu. Leirtau út um allt í eldhúsinu (ekki svo sem óvanaleg sjón) og við ekki í stuði til að vaska upp frekar en fyrri daginn. Eftir að hafa tekið myndir af öllu klabbinu undir vasknum og sent Hauki bróður til ráðfæringar þá gerðum við okkur lítið fyrir og tengdum uppþvottavélina alveg snilldarlega. Það var svo gaman að lifa í gær þegar þessi elska malaði og malaði og þvoði allt upp fyrir okkur og við gátum eytt meiri tíma fyrir framan imbann.


Já, og fyrir þau ykkar sem viljið tala við okkur á Skype þá er notendanafnið okkar "aujaogemo".


föstudagur, maí 13, 2005
 
Við Auður vöknuðum kl. 4:30 í nótt til að kveðja Einar. Greyið þurfti að taka lestina frá Stokkhólmi til Köben klukkan hálf sex til að ná flugvél frá Köben til Íslands. Eins drulluþreyttur og maður getur verið eftir 7-8 tíma svefn þá var ég eiginlega ekkert þreytt eftir fjóra tímana sem ég náði að leggja mig fyrir kveðjustundina.
Þegar til Íslands var komið ætlaði Einar að fara nánast beint upp á jökul með ferðafélögum sínum. Díses, hvaðan kemur öll þessi orka eiginlega, Einar. Vonandi að áætlunin þín hafi staðist.
Það er næsta víst að við bjóðum Einari aftur í heimsókn. Fyrir utan það að vera afar þægilegur og skemmtilegur gestur þá notaði hann nánast engin eldhúsáhöld á meðan dvölinni stóð (sem þýðir að við Auður þurftum ekkert að hafa fyrir að vaska upp eftir hann), kom með 3 hraunkassa og bauð okkur út að borða í gær á frábærum ítölskum matsölustað (sem við fórum með mömmu og ömmum hennar Auðar einu sinni).

Í gær var enn eitt breikþrúgið á heimilinu. Í Köben græjuðum við okkur upp með heyrnatóli sem ég tengdi við tölvuna eftir að hafa hlaðið niður því frábæra samskiptaforriti Skype. Með því getum við hringt algjörlega ókeypis í tölvur hjá öðru fólki sem hefur Skype. Skype býður einnig upp á möguleikann að hringja í venjulegan síma og það nýtti ég mér einmitt í gær, bæði af því að það er þrefalt ódýrara en að hringja úr síma í síma og einnig af því að við erum ekki komnar með venjulegt símanúmer. Að sjálfsögðu var fyrsta símtalið til mömmu og pabba og virkaði Skype þokkalega vel, ekki eins vel og milli tveggja síma en nógu gott var það fyrir 2.9 ÍSK/mín. Núna er pabbi búinn að fá sér Skype og þá getum við hringt á Álfhólsveginn fyrir 0 ÍSK/mín. Þvílíkt og annað eins. Tæknin í dag er alveg hreint mögnuð!

En ég steingleymdi að segja frá einni aðalfréttinni úr Köben. Ég keypti mér brúðarföt, frá toppi til táar. Þannig var mál með vexti að þegar við Auður (við nokkrar aðrar konur á besta aldri) vorum á Strikinu þá rak Auður augun í kápu sem kona ein var í. Kápan var hvít að utan (eins og ég hef haft í huga) og turkisblá að innan sem er einmitt liturinn á brúðarkjólnum hennar Auðar. Hún Auður mín tók sig til og hljóp eins og fætur toguðu á eftir konunni, yfir torg, yfir tvær götur og inn í búð sem vildi svo skemmtilega til að konan vann í og hafði einmitt fengið kápuna úr. Við þustum því allar þangað og mér var skipað í nokkrar miður heppilegar flíkur en að lokum í hvítu kápuna, turkisbláan hlýrabol, hvítar buxur og turkisblátt hálsmen. Þetta passaði allt svo vel saman að það var keypt á staðnum ásamt turkisbláum eyrnalokkum. Seinna sama dag fundum við hvíta prinsessuskó á mig og dressið því fullkomnað. Auði var mikið létt eftir þetta enda verið stressuð í hálft ár yfir því að ég hafi ekki fundið mér brúðarföt. Ég hef hins vegar verið hin rólegasta þar sem ég veit að lánið leikur endalaust við mig.
Auður keypti sér líka hvíta prinsessuskó og fullkomnaði sitt dress. Þá er bara að bíða eftir að 13. ágúst renni upp.


 
Við Auður vöknuðum kl. 4:30 í nótt til að kveðja Einar. Greyið þurfti að taka lestina frá Stokkhólmi til Köben klukkan hálf sex til að ná flugvél frá Köben til Íslands. Eins drulluþreyttur og maður getur verið eftir 7-8 tíma svefn þá var ég eiginlega ekkert þreytt eftir fjóra tímana sem ég náði að leggja mig fyrir kveðjustundina.
Þegar til Íslands var komið ætlaði Einar að fara nánast beint upp á jökul með ferðafélögum sínum. Díses, hvaðan kemur öll þessi orka eiginlega, Einar. Vonandi að áætlunin þín hafi staðist.
Það er næsta víst að við bjóðum Einari aftur í heimsókn. Fyrir utan það að vera afar þægilegur og skemmtilegur gestur þá notaði hann nánast engin eldhúsáhöld á meðan dvölinni stóð (sem þýðir að við Auður þurftum ekkert að hafa fyrir að vaska upp eftir hann), kom með 3 hraunkassa og bauð okkur út að borða í gær á frábærum ítölskum matsölustað (sem við fórum með mömmu og ömmum hennar Auðar einu sinni).

Í gær var enn eitt breikþrúgið á heimilinu. Í Köben græjuðum við okkur upp með heyrnatóli sem ég tengdi við tölvuna eftir að hafa hlaðið niður því frábæra samskiptaforriti Skype. Með því getum við hringt algjörlega ókeypis í tölvur hjá öðru fólki sem hefur Skype. Skype býður einnig upp á möguleikann að hringja í venjulegan síma og það nýtti ég mér einmitt í gær, bæði af því að það er þrefalt ódýrara en að hringja úr síma í síma og einnig af því að við erum ekki komnar með venjulegt símanúmer. Að sjálfsögðu var fyrsta símtalið til mömmu og pabba og virkaði Skype þokkalega vel, ekki eins vel og milli tveggja síma en nógu gott var það fyrir 2.9 ÍSK/mín. Núna er pabbi búinn að fá sér Skype og þá getum við hringt á Álfhólsveginn fyrir 0 ÍSK/mín. Þvílíkt og annað eins. Tæknin í dag er alveg hreint mögnuð!

En ég steingleymdi að segja frá einni aðalfréttinni úr Köben. Ég keypti mér brúðarföt, frá toppi til táar. Þannig var mál með vexti að þegar við Auður (við nokkrar aðrar konur á besta aldri) vorum á Strikinu þá rak Auður augun í kápu sem kona ein var í. Kápan var hvít að utan (eins og ég hef haft í huga) og turkisblá að innan sem er einmitt liturinn á brúðarkjólnum hennar Auðar. Hún Auður mín tók sig til og hljóp eins og fætur toguðu á eftir konunni, yfir torg, yfir tvær götur og inn í búð sem vildi svo skemmtilega til að konan vann í og hafði einmitt fengið kápuna úr. Við þustum því allar þangað og mér var skipað í nokkrar miður heppilegar flíkur en að lokum í hvítu kápuna, turkisbláan hlýrabol, hvítar buxur og turkisblátt hálsmen. Þetta passaði allt svo vel saman að það var keypt á staðnum ásamt turkisbláum eyrnalokkum. Seinna sama dag fundum við hvíta prinsessuskó á mig og dressið því fullkomnað. Auði var mikið létt eftir þetta enda verið stressuð í hálft ár yfir því að ég hafi ekki fundið mér brúðarföt. Ég hef hins vegar verið hin rólegasta þar sem ég veit að lánið leikur endalaust við mig.
Auður keypti sér líka hvíta prinsessuskó og fullkomnaði sitt dress. Þá er bara að bíða eftir að 13. ágúst renni upp.


þriðjudagur, maí 10, 2005
 
Komum heim frá Köben í gær með Einar Elí í eftirdragi. Við Auður erum sem sagt búnar að vera í fríi í Köben í rúma 9 daga. Fyrst gistum við hjá Bigga og Hlín en seinni hlutann vorum við hjá Kötu og Ara. Þessu réði aðallega viðvera tengdamömmu, en hún kom seinasta miðvikudag og vildum við að sjálfsögðu þá gista með henni hjá Kötu og Ara.
Veðrið er búið að vera týpískt, sól í einn dag og svo rigning að mestu. Það skiptir greinilega engu máli hversu lengi við erum í Köben, við fáum bara max einn sólardag og svo rigningu.Við létum þetta vanalega ekki á okkur fá og röltum Strikið margoft.
KFC (Kentucky Fried Chicken) var heimsótt þrisvar sinnum enda í miklu uppáhaldi hjá okkur og ófánlegt í Svíþjóð.
Einn daginn fór Hlín með okkur í pólska búð til að kaupa Prince Póló en það er einnig óþekkt vara í Svíaríki. Við buðum Einari voðalega ánægðar upp á Prince Póló í gær en hann afþakkaði, okkur til mikillar furðu en föttuðum síðan að Prince Póló fæst á hverju götuhorni á Íslandi og það er meira að segja einn sjálfsali í anddyrinu á vinnustaðnum hans Einars.
Annars gerðum við nú mest lítið í ferðinni. Átum alveg ógrynni af sælgæti og snakki sem við skoluðum niður með kóki. Við grilluðum eitt kvöld hjá Bigga og Hlín og buðum Kötu og Ara. Anna Kristín bauð okkur eitt kvöld út og annað kvöld eldaði Ari frábæra pastaréttinn sinn eftir ósk frá mér.
Eftir að hafa gengið strandlengjuna niðri í bæ þá hefur Auður skipt algjörlega um skoðun á Köben, finnst borgin bara vera orðin býsna falleg.

Eftir allan lúxusinn var frekar erfitt að drulla sér á lappir í morgun og fara í vinnuna. Ég verð greinilega að fara að vinna harðar að því að verða forrík til að geta lifað lífinu.

Takk kærlega fyrir gistinguna og samveruna, Biggi, Hlín, Valtýr, Ari, Kata og Anna Kristín.