Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júní 30, 2005
 
Veit ad allir urdu fyrir miklum vonbrigdum thegar their gatu ekki farid inn a nature methods linkinn og lesid greinina mina. En ekki orvaenta! Bladid er komid ut og okkar citation er "Nature Methods 2, 507 - 509 (2005)". Faest a ollum betri bokasofnum.


miðvikudagur, júní 29, 2005
 
Það er allt að verða vitlaust í útungununum. Hrönn og Georg eignuðust lítill strák í gær. Til hamingju öll sömul.
Ég vil bara bæta því við að við Auður erum búnar að segja allan tímann að þetta yrði strákur. Við erum orðnar ansi góðar í barnagiski og erum ávallt til í gott veðmál ;)

Svo var ég að komast að því rétt í þessu að Bjössi og Ólafía eignuðust líka strák í gær. Bestu kveðjur til ykkar líka.


þriðjudagur, júní 28, 2005
 
Ahhh hvað helgin var æðisleg. Við vorum nefnilega í þriggja daga fríi. Föstudagurinn var midsommar og allir eru í fríi þann dag þrátt fyrir að þetta sé ekki rauður dagur. Við Auður fórum í picnic á föstudaginn, byrjuðum kátar í sólinni með scrabble en þurftum fljótlega að flýja í skuggann því hjólin okkar voru byrjuð að bráðna.
Um kvöldmatarleytið fórum við til Hrannar og Georgs í steik; algjör hátíðarmatur á boðstólnum.

Hina dagana gerðum við mest lítið. Veðrið var alveg ágætt en við héngum inni nánast allan tímann. Á sunnudeginum afrekaði Auður þó að baka alveg rosalega góða appelsínusúkkulaðiköku handa Hrönn og Georg. Um kvöldið fengum við okkur sushi. Ég fékk mér reyndar sushi án sushi eða hvað maður á að kalla sushi án hráa sjávarfangsins, ég fíla nefnilega ekkert ofsalega hráan fisk og hráar rækjur, það er einfaldlega ekkert bragð að þessu. Allavega, sushi staðirnir bjóða vanalega líka uppá mjög góða kjötrétti handa gikkjunum.

Annars er nú mun merkilegra að Ósk og Ingvar eignuðust stelpu í gærmorgun sem hefur fengið nafnið Elísabet. Innilega til hamingju öll sömul, hlökkum til að sjá nýju prinsessuna!

Og í allt annan sálm, hérna er skemmtilegur linkur á electron microscopy myndir af alls konar dýrum.


mánudagur, júní 27, 2005
 
Tjekkid a thessu. Grein i nature methods um thad sem vid i hopnum minum vorum ad gera fyrsta arid mitt her.


fimmtudagur, júní 23, 2005
 
Anna Kristín kom í heimsókn til okkar í gær og gisti meira að segja. Aumingja hún kom lafmóð því í eftirdragi var margra kílóa innflutningsgjöf. Gjöfin reyndist vera fjórir hvítir matardiskar og fjórir litlir bláir diskar, sem er hægt að nota fyrir sallat eða brauð. Við höfum einmitt verið heillengi að velta fyrir okkur sparistelli en ekki komist að neinni niðurstöðu svo við föngnuðum því mjög mikið að hafa fengið þetta rosalega flotta stell, núna er bara að bíða eftir fleiri stykkjum.
Við grilluðum svínalund gestinum til heiðurs og borðuðum úti í glæsilegu veðri. Auðvitað bárum við sparistellið út og vígðum það.
Örfáar myndir úr heimsókninni eru hérna.

Já, og svo höldum við að kötturinn hafi étið fuglapabbann okkar því við höfum ekki heyrt neitt tíst úr loftræstigatinu í marga daga :(


miðvikudagur, júní 22, 2005
 
Helvítis útlensku mýflugur. Frá því á laugardaginn er ég búin að vera með nokkur flugnabit á líkamanum og það klæjar mjög mikið. Ég er svo veik andlega að ég hef ekki getað látið undan góðu tilfinningunni sem rennur um líkamann þegar maður klórar sér. Þetta hefur auðvitað leitt til þess að sárin sem voru lítil í byrjun eru heljarinnar stór núna og er ég því steinhætt, auk þess hjálpar staðdeyfingarlyfið soldið.

Annars erum við báðar komnar með smá lit á kroppinn, aðallega þó á hendurnar og andlitið. Við verðum vonandi lausar við far því það passar afar illa við brúðkaupsfötin.

Í gær hittum við Önnu Kristínu niðri í bæ (ekki alveg af tilviljun) og fórum í H&M búðarráp. Ég elska H&M, þar fær maður alltaf eitthvað ódýrt og flott. Konan keypti ósköpin öll af fötum sem kostuðu samtals minna en peysan sem hún var í. Ergo, H&M rúlar!

Ég var að fatta rétt áðan að það eru ekki nema rúmar 3 vikur þar til Harry Potter 6 kemst í sölurnar. Þessi bók mun heita "Harry Potter and the Half-Blood Prince" og er frumseld 16. júlí. Ég er þvílíkt spennt.


þriðjudagur, júní 21, 2005
 
Fengum símanúmer fyrir nokkru. Skv. símafyrirtækinu þá áttum við að fá upphringingu frá þeim til að geta valið okkur símanúmer. Að sjálfsögðu voru þetta algjör svik og prettir svo við höfum ákveðið að halda upprunalega númerinu, sem er 59999982. Ef þið hringið í okkur útan Svíþjóðar þá verðið þið að stimpla 00(út úr Íslandi)-46-8-59999982. Við erum búnar að setja símanúmerið okkar inn í dálkinn hérna til vinstri, ef þið gleymið því einhvern tímann ;)


mánudagur, júní 20, 2005
 
Á föstudaginn fór Aujan mín frá mér, skildi mig aleina heima alla helgina. En ég átti í raun ekkert svo bágt. Fór í partý í vinnunni á föstudaginn með sænskum leikjum (mitt lið vann auðvitað) og mat, voða næs.

Á laugardeginum fór ég með Hrönn og Georg til Uppsala. Þau keyptu sér nefnilega bíl fyrir rúmum tveimur mánuðum og fengu hann loksins afhentan í vikunni. Auðvitað verður maður þá að krúsa á nýja tryllitækinu, sýna öllum. Bíllinn er voðalega flottur og gott að sitja í honum; nýja-lyktin fer örugglega fljótlega úr bílnum þegar barnið ælir út um allt.
Fórum í picnic með Uppsalabúum. Fengum okkur Subway (namm) og keyrðum einhver ósköp út á land að einhverju vatni þar sem strákarnir renndu fyrir fiski meðan konurnar og barnið spjölluðu saman; alveg eins og í bíómynd frá 1950. Eftir picnicið voru greyið borgarbúarnir orðnir þreyttir og fóru heim.

Í gær dróg Hrönn mig með sér í sund, í sundlaug sem er alveg rétt hjá mér sem ég vissi ekki einu sinni um fyrr en í gær. Að sjálfsögðu varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum því sundlaugarnar voru allar skítkaldar, ég get bara ekki vanist því að vera í kaldri sundlaug. Auk þess var sólin ekki í nógu góðu skapi svo við stoppuðum ekki allt of lengi. Eftir var kominn tími á SS pylsu og kók (kókómjólk handa mér). Auðvitað eru þær ekki fáanlegar svo við keyptum sænskar og vorum með pylsupartý fyrir okkur tvær.

Þrátt fyrir að Hrönn og Georg hafi séð um mig alla helgina þá var soldið leiðinlegt að vera einn heima þrjú kvöld í röð. En ég ætla að hitta Aujuna mína eftir vinnu á eftir, ætlum kannski að fá okkur rómantískan McDonald's :)
Annars mun tengdamamma koma til Stokkhólms í dag og fer til baka til Íslands á fimmtudaginn. Opinberleg ástæða ferðarinnar er ráðstefna en við Auður vitum vel að í raun og veru er það við ;)


miðvikudagur, júní 15, 2005
 
Í dag er 15. júní sem þýðir að á föstudaginn er þjóðhátíðardagurinn okkar. Á föstudaginn mun vera sumarveisla í vinnunni hjá mér og ætla ég mér að minna fólkið á hvaða merkisdagur sé. Seinustu daga hef ég því verið á netinu að leita mér að upplýsingum um íslenska þjóðsönginn eða Lofsönginn eins og hann heitir víst. Besta síðan sem ég fann er án efa þessi því þar er hægt að fræðast um uppruna og þróun ljóðsins, sjá ljóðið og hlusta á margvíslegar útgáfur af laginu með og án kórs. Skemmtilegt er að heyra Lúðrasveit Reykjavíkur spila Lofsönginn á Austurvelli 17. júní 1944 og svo kór syngja lagið á Þingvöllum sama dag; maður heyrir meira að segja í íslenska vindinum. Fallegasta útgáfan þykir mér þó án efa þessi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Auði hefur ekki þótt saga þjóðsöngsins eins skemmtileg og spennandi og mér, eða kannski segi ég bara ekki nógu skemmtilega frá. Henni þykir t.d. ekkert merkilegt að Íslendingar þurftu að kaupa höfundarrétt af laginu af dönskum kaupmanni 1948 og réttinn af ljóðinu frá erfingum Mattíasar Jochumsonar 1949. Ég ætla ekki að segja ykkur allt, best að skilja eitthvað eftir handa ykkur að lesa ;)
Neðst á síðunni er síðan að finna linka yfir á fjölmargar þýðingar af fyrsta erindinu.

Þar sem við búum á svo frábærum stað, nálægt náttúru í nánast allar áttir, þá skruppum við í picnic um kvöldmatarleytið í gær. Tók okkur aðeins 7 mín að hjóla í trjágarð fyrir framan Ulriksdalsslottet og borðuðum við þar samlokur og snakk, lásum soldið og sóluðum okkur. Þetta er einn af þeim stöðum sem gestirnir okkar munu vera teknir til.


þriðjudagur, júní 14, 2005
 
Við Auður erum búnar að horfa á alla 25 LOST þættina og ég verð að segja það að ég er vonsvikin. Hvað á það að þýða að láta mann horfa spenntan á heila seríu og leyfa manni ekki að þokast einu skrefi nær sannleikanum. Hversu margar seríur ætla þeir eignlega að gera áður en maður fær að vita hvað í fjandanum er um að vera á þessari eyju. Ætli ég sé ekki bara svona svekkt því ég hélt að það væru bara 25 þættir og ég fengi að vita allt í seinasta þættinum. Ég bíð því spennt eftir fleiri þáttum!

Á sunnudaginn komu saman 12 manns úr billjardklúbbnum okkar heima hjá okkur til að horfa á The Hustler, sem er btw billjardmynd. Allir búnir að fá sér sæti og búið að setja alls kyns góðgæti á borðið þegar myndinni var skellt í. Og hvað haldiði að við sjáum; DVD tækið okkar sagðist að um rangt "region" væri að ræða, þ.e. tækið okkar er gert fyrir Evrópskan markað en myndin fyrir Amerískan. Sem betur fer voru einhverjir snillingar meðal oss sem töldu að það væri hægt að gera okkar "region-free" og ættum við þá að geta spilað alla DVD diska sem við vildum. Svo reyndist vera. Hrönn googlaði fram ótrúlega síðu þar sem einhverjir voru með leiðbeiningar um hvernig ætti að hakka DVD spilarann okkar en til þess þurfti maður að ýta á hina furðulegustu takka, langt frá því að vera augljóst.
Sumir DVD spilarar eru því greinilega búnir til með þann möguleika að spila alla DVD diska en maður getur ekki nýtt sér möguleikann nema að maður sé til í að borga fyrir það, eða að leita á netinu!


mánudagur, júní 13, 2005
 
Í seinustu viku störðum við Auður hissa á eitt hornið á húsinu okkar þegar lítill fugl flaug aldeilis óhræddur að loftræstisrimlum og tróð sér inn. Fuglinn staldraði afar stutt við og grunaði okkur strax að hann ætti hreiður þarna inni. Að sjálfsögðu hlupum við að og hleruðum og heyrðist lágt tíst.
Áðan vatt ég mér út með myndavélina okkar og koll, hlammaði mér niður rétt fyrir framan loftræstigatið og tók mynd af vettvangnum. Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til fuglinn birtist en sá var heldur illa við nærveru mína og reyndi hvað hann gat að hemja sig í að fæða ungana. Ég býst nú við að fuglinum hafi enn minna litist á það þegar kisi einn var líka kominn með stúkusæti fyrir framan hreiðrið. Kattargreyið hefur ekkert getað ráðið við frumþarfirnar í sér þegar ungarnir skræktu af og til af svengd. Ég sá orðið fram á að ná engum myndum svo ég rak köttinn í burtu. Þó leið þónokkur stund þar til fuglinn þorði að fara inn í loftræstigatið. Öruggara var að fljúga svona eins og tíu sinnum að gatinu og fljúga burtu, bara til að sjá hvað ég myndi gera. Ég hlýt hins vegar að hafa sýnt smá vinaþel þegar ég rak köttinn burtu, nema að fuglinn hafi verið að ærast yfir orginu í ungunum, því eftir örugglega samanlagt korter þá smeygði fuglinn sér loksins inn. Hérna sjáið þið myndir af kettinum horfa girndaraugum á loftræstigatið, fuglinn fylgjast með kettinum, fuglinn sitja á gatinu og smeygja sér svo inn. Ég náði ekki mynd af honum þegar hann kom aftur út því hann er alveg eldsnöggur af því.


sunnudagur, júní 12, 2005
 
Á föstudaginn fórum við Auður í leikhús ásamt Külliki, samstarfskonu minni, og Mårten manninum hennar. Við fórum í sjálft Stockholmsleikhúsið og sáum Sommargäster (Sumargestir) eftir rússann Gorkij. Mér þótti leikritið alveg ofsalega skemmtilegt, mjög líflegt, skemmtilegt svið (lítið hús og lítil sundlaug) og fínir leikarar. Auðvitað gaf það nokkur extra stig að íslensk leikkona var á sviðinu; Bergljót Árnadóttir. Það er óvíst að þið þekkið hana því hún virðist hafa búið í Svíþjóð seinustu 30 ár, en góð var hún eins og Íslendingi sæmir!
Við Auður vorum búnar að ákveða að borða saman áður en við færum í leikhúsið, á ítölskum stað rétt hjá sem við höfum prófað tvisvar áður. Við vorum báðar seinar úr vinnunni og mættum því á staðinn klukkan 18. Við vorum frekar snöggar að ákveða okkur og panta og fengum matinn hálftíma fyrir sýninguna. Og þá var heldur betur sett í gang með að háma í sig. Svo mikið lág okkur á að við báðum um reikninginn í miðjum klíðum, löggðum peningana á borðið og fórum. Að sjálfsögðu náðum við í leikritið á réttum tíma en þetta var alls ekki draumamáltíðin okkar; þó betra en McDonald’s. Þá vitið þið það, maður þarf ekki nema 50 mínútur inni á veitingastað!

Er búin að setja nokkrar myndir frá 12. maí til dagsins í dag inn á myndahornið; Einar í heimsókn; Uppþvottavélin tengd; Búin til brúðkaupsboðskort; Íbúðin og billjardfundur hjá Auði.


miðvikudagur, júní 08, 2005
 
Er búin að laga linkinn frá því á þriðjudaginn fyrir viku, kíkið endilega á íþróttaguðson minn!


þriðjudagur, júní 07, 2005
 
Nú erum við á fullu í að undirbúa brúðkaupið, þið ættuð líka að byrja að skrifa lofræðurnar um okkur sem þið ætlið að halda...... Hluti af undirbúninginum gerði mig frekar þunglynda áðan, því ég þurfi að skrifa sýslumanninum í Reykjavík varðandi hjónaskilnaðarmál númer 411-00- eitthvað. Ég er hjónaskilnaðarmál númer eitthvað! En svo mundi ég eftir því að Mummi varð 30 ára á sunnudaginn og þá tók ég aftur gleði mína.

Annars var þjóðhátíðardagur svía haldinn hátíðlegur í gær og hann var í fyrsta skipti almennur frídagur. Flestir svíar skömmuðust sín pínu. Það er nefnilega sænsk rétthugsun að vilja ekki halda upp á þjóðhátíðardaginn. Þeir sem halda upp á þjóðhátíðardaginn eru rasistar, “hæ hó og jibbí jei og jibbí jei það er komin 6. júní” þýðir greinilega “Svíþjóð fyrir svía” eða eitthvað svoleiðis. Þetta er stórmerkilegt viðhorf því svíar eru held ég næst-sjálfumglaðasta þjóð sem ég veit um. Það þykir engum neitt athugavert við að fullyrða í fjölmiðlum að sænskt kjöt/fiskur sé heilsusamlegra en annað kjöt/fiskur, að sænsk börn séu betri en önnur börn, að sænsk heilbrigðisþjónusta sé effektífari en önnur heilbrigðisþjónusta, að sænsk hönnun sé flottari en önnur hönnun, að sænska stefnan í áfengis- og fíkniefnamálum sé réttari en annara og svo framvegis “Sænskt er betra” þýðir greinilega ekki “útlenskt er verra”. (btw þá unnu svíar júró í ár, söngkonan sem flutti lag Grikklands er uppalin í Svíþjóð). Vonum bara að frí á þjóðhátíðardaginn fái þá til að syngja ekki “sænskt er betra” í amk viku á eftir.


laugardagur, júní 04, 2005