Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júní 23, 2005
 
Anna Kristín kom í heimsókn til okkar í gær og gisti meira að segja. Aumingja hún kom lafmóð því í eftirdragi var margra kílóa innflutningsgjöf. Gjöfin reyndist vera fjórir hvítir matardiskar og fjórir litlir bláir diskar, sem er hægt að nota fyrir sallat eða brauð. Við höfum einmitt verið heillengi að velta fyrir okkur sparistelli en ekki komist að neinni niðurstöðu svo við föngnuðum því mjög mikið að hafa fengið þetta rosalega flotta stell, núna er bara að bíða eftir fleiri stykkjum.
Við grilluðum svínalund gestinum til heiðurs og borðuðum úti í glæsilegu veðri. Auðvitað bárum við sparistellið út og vígðum það.
Örfáar myndir úr heimsókninni eru hérna.

Já, og svo höldum við að kötturinn hafi étið fuglapabbann okkar því við höfum ekki heyrt neitt tíst úr loftræstigatinu í marga daga :(