Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, júní 20, 2005
Á föstudaginn fór Aujan mín frá mér, skildi mig aleina heima alla helgina. En ég átti í raun ekkert svo bágt. Fór í partý í vinnunni á föstudaginn með sænskum leikjum (mitt lið vann auðvitað) og mat, voða næs. Á laugardeginum fór ég með Hrönn og Georg til Uppsala. Þau keyptu sér nefnilega bíl fyrir rúmum tveimur mánuðum og fengu hann loksins afhentan í vikunni. Auðvitað verður maður þá að krúsa á nýja tryllitækinu, sýna öllum. Bíllinn er voðalega flottur og gott að sitja í honum; nýja-lyktin fer örugglega fljótlega úr bílnum þegar barnið ælir út um allt. Fórum í picnic með Uppsalabúum. Fengum okkur Subway (namm) og keyrðum einhver ósköp út á land að einhverju vatni þar sem strákarnir renndu fyrir fiski meðan konurnar og barnið spjölluðu saman; alveg eins og í bíómynd frá 1950. Eftir picnicið voru greyið borgarbúarnir orðnir þreyttir og fóru heim. Í gær dróg Hrönn mig með sér í sund, í sundlaug sem er alveg rétt hjá mér sem ég vissi ekki einu sinni um fyrr en í gær. Að sjálfsögðu varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum því sundlaugarnar voru allar skítkaldar, ég get bara ekki vanist því að vera í kaldri sundlaug. Auk þess var sólin ekki í nógu góðu skapi svo við stoppuðum ekki allt of lengi. Eftir var kominn tími á SS pylsu og kók (kókómjólk handa mér). Auðvitað eru þær ekki fáanlegar svo við keyptum sænskar og vorum með pylsupartý fyrir okkur tvær. Þrátt fyrir að Hrönn og Georg hafi séð um mig alla helgina þá var soldið leiðinlegt að vera einn heima þrjú kvöld í röð. En ég ætla að hitta Aujuna mína eftir vinnu á eftir, ætlum kannski að fá okkur rómantískan McDonald's :) Annars mun tengdamamma koma til Stokkhólms í dag og fer til baka til Íslands á fimmtudaginn. Opinberleg ástæða ferðarinnar er ráðstefna en við Auður vitum vel að í raun og veru er það við ;) |