Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júlí 03, 2005
 
Það er búin að vera þvílík sól um helgina. Við hvítingarnir fórum meira að segja út í gær í klukkutíma með teppi, kodda og lesefni. Við erum báðar viðkæmar fyrir sól, brennum auðveldlega svo við þorum aldrei að vera lengur en klukkutíma í sólbaði, auk þess er einfaldlega ógeðslega leiðinlegt í sólbaði.
Ég fór aðeins í vinnuna í dag en annars höfum við bara slappað af þessa helgi, nenntum ekki einu sinni í bæinn til að skoða dót sem okkur langar í í brúðkaupsgjöf.

Ég verð að segja sögu af því hversu yndisleg hún Aujan mín er. Í gær skruppum við út í búð. Við vorum nú ekki komnar langt frá húsinu okkar þegar við gengum fram á stelpu á okkar aldri sem var hreinlega drekkhlaðin dóti. Við vorum með gömlukonu shoppingvagnen okkar því við nennum alls ekki að bera neitt úr búðinni. Stúlkugreyið var í einhverjum vandræðum með að komast áleiðis með allt dótið sitt, enda steikjandi hiti og hún búin að labba smá spöl frá lestarstöðinni með allt saman. Ekki varð ég baun hissa þegar Aujan mín vatt sér að stelpunni og bauðst til að hjálpa henni. Shoppingvagnen var fylltur og ég neyddist auðvitað til að bjóðast til að bera poka því ekki gat ég bara gengið tómhent við hliðina á stelpunni og hetjunni henni Auði. Já, svona er hún Auja mín, alltaf að hjálpa fólki. Og ég heppin að fá að læra um hjálpsemi af fyrstu hendi. Eftir þetta góðverk gat hún ekki látið vera að vökva veikluleg blóm Stokkhólmsborgar sem eru á gangstéttinni fyrir utan húsið okkar. Þegar maður er kominn á skrið er greinilega erfitt að hætta :)