Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, júlí 18, 2005
Ég vil bara þakka öllum fyrir fallegu afmæliskveðjurnar. Það er ofsalega skemmtilegt að sjá hversu margir muna eftir manni :) Fyrir þau ykkar sem eruð ekki með allar upplýsingar á hreinu þá varð ég 29 ára í gær. Við gerðum mest lítið, áttum bara rólegan dag með smá rölti um hverfið. Gátum þó ekki verið mjög lengi úti vegna dropanna úr loftinu sem breyttust síðan í þessa líka hellidembum með þrumum. Við sluppum þó inn áður en flóðið byrjaði. Á laugardaginn fengum við skemmtilega heimsókn. Arna, Karvel og Arnar Smári gerðust gistigestir hjá okkur. Litla fjölskyldan var að fara í smá sumarfrí á suðurhluta Svíþjóðar og byrjaði fríið hjá okkur. Arnar Smári (5 mánaða) brosti og hló allan tímann, alveg hreint með endemum glatt barn en það spilaði líklega smá inn í hversu skemmtilegt var hjá okkur. Auður bjó til yndislegan kjúkling og eftirá spiluðum við póker. Arna og Karvel eiga spilapeninga og virðast vera orðin solið sleip í þessu því við Auður töpuðum á undan þeim. Ég fékk meira að segja afmælisgjöf frá þeim, einn disk í sparistellið okkar. Jibbí, núna getum við boðið fleira fínu fólki í mat. |