Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 11, 2005
 
Helgin var sjóðheit og reyndi ég hvað ég gat að halda mig frá sólinni. Ég var t.d. inni allan gærdaginn, aðallega v.þ.a. Aujan mín var ekki heima. Auður þurfti að fara að heiman kl. 3 aðfararnótt sunnudagsins til að fljúga til Englands þar sem hún verður á ráðstefnu í Cambridge þangað til á fimmtudaginn. Ég endurheimti því yndið mitt seint á fimmtudagskvöld.
Á fimmtudaginn fórum við Auður í heimsókn til Eiríks Freys sem við ætlum alltaf að kalla Eirík Fjalar. Hann var ósköp lítill og sætur og var alveg til fyrirmyndar, heyrðist ekkert í honum allan tímann. Við vorum ekki einar um að vera í forvitnisleiðangri, Uppsalabúarnir birtust allir 5 og voru auðvitað pantaðar nokkrar fjölskyldupizzur.

Annars var Biggi litli frændi minn (sonur Ingu föðursystur og Gumma) að hefja Interrail ferð fyrir stuttu. Ferðaplanið hljómar rosalega spennandi og skil ég ekkert í því af hverju mér hefur aldrei dottið í hug að gera eitthvað svona. Þið getið kíkt á bloggsíðuna hjá krökkunum og fylgst með.