Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Hér er búin að vera sól síðan fyrir helgi. Ég er samt búin að vera ferlega lítið í sólbaði og verð því kannski ekkert brún þegar ég kem til íslands eins og ég hafði ætlað mér. Á sunnudaginn er ég að fara á ráðstefun í Cambridge og kem ekki heim aftur fyrr en á fimmtudagskvöld. Ég flýg með gæðaflugfélaginu Ryan air þannig að ég þarf að leggja af stað að heiman um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, því flugvöllurinn sem ég flýg frá er lengst í rassgati. Fyrir alla nörda, þá ætla ég meðal annars að skoða original handrit sem newton skrifaði. Fyrir tveimur vikum var ég á annari nördastefnu hér í svíþjóð. Hún var haldin á mjög fallegum stað við stórt vatn fyrir norðan stokkhólm. Ég var algjör hetja og synti út í litla eyju á vatninu ásamt svíunum. Það var drullukaltog ég var rosalega stolt af mér. Eníveis á þessari ráðstefnu var kall sem kenndi kúrs sem ég var á í fyrra og hann var á leiðinni til íslands ásamt fjölskyldunni sinni. Ég gerðist fulltrúi ferðamálaráðs og sagði þeim að fara hingað og þangað á íslandi. Mestur tími fór samt í að reyna að finna gistingu fyrir þau fyrstu nóttina þeirra sem var 3 dögum eftir ráðstefnuna. Þau eru fimm og mér tókst ekki að finna gistipláss í reykjavík fyrir minna en 20 þús fyrir eina nótt! Djöfullega dýrt. Moral of the story: Ekki eignast 3 börn og alls ekki gerast túristi á Íslandi. |