Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, júlí 17, 2005
Hér eru komnar myndir af ráðstefnunni sem ég var á í Cambridge. Þær eru flestar af þessum fínu heimavistum eða college sem eru út um allt. Ég var samt ekki bara að túristast þarna, líka að nördast, ég lofa. Þetta college system þeirra er víst þannig að fólk tilheyrir vissum college og þar býr það og borðar og á sér eigin leiðbeinanda sem hjálpar þeim við námið. Síðan fer fólk á fyrirlestra í University of cambridge. Doltið öðruvísi kerfi en maður á að venjast. Ráðstefnan var rosa góð, hitti þar Íslending, varð smá brún og fræddist smá. Týndi vegabréfinu mínu 3 klst áður en flugið mitt átti að fara, eyddi 1 klst. í að leita að því, fann það í töskunni minni og dó næstum því úr stressi við að ná flugvélinni. En allt er gott sem endar vel og ég komst heim. |