Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júlí 14, 2005
 
Loksins er veðrið að skána hérna. Það er hálfskýjað og von á skúr í dag. Það er því mun svalara í vinnunni, alveg bærilegt að vera hérna núna.

Seinasta föstudag vorum við Auður boðnar í picnic-grill. Sue-Li og Tobbe, vinnufélagar Auðar, buðu okkur í rosalega flottan mat, þau gerðu meira að segja sérstaka sósu með kjötinu. Við fórum í garð við vatn (ekki beint góð lýsing þar sem það er vatn út um allt í Stokkhólmi :) þar sem fyrirfannst fullt af öðru fólki enda rosalega gott veður og fallegt um kring. Það var þó ólíft annars staðar en í skugganum. Alls konar fuglar voru líka á sveimi og þurfti að fylgjast grant með að þeir nöppuðu ekki steikunum af grillinu. Eitthvað virtust þeir hafa verið sárir yfir því að við vildum ekki gefa þeim mat svo einn tók sig til og dritaði svona líka rosalega á einn pokann okkar, alveg nokkrum centimetrum frá okkur.
Þið sem verðið í brúðkaupinu okkar getið skoðað fyrrnefnd Sue-Li og Tobbe því þau munu einnig vera þar, þau eru einu sænsku gestirnir sem koma. Það var nú reyndar bara einum sænskum boðið í viðbót svo afföllin eru lítil.

Ég hef gjörsamlega ekki gert neitt síðan að Auður fór. Ég hef vaknað seint, dröslað mér í vinnuna, hangið í vinnunni til kvöldmatarleytis og farið heim að horfa á sjónvarpið. Ég hef ekki einu sinni eldað.

Annars þýðir ekkert að hringja í gsm-inn minn næstu daga. Ég missti hann í jörðina í gær og eftir það virkar hann bara alls ekki. Við erum búnar að ákveða að kaupa okkur báða nýja síma og verður það ábyggilega gert á morgun eða laugardaginn. Maður getur ekki lengur verið lengi án gsm :)