Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
 
Á sunnudaginn vöknuðum við Auður kl. 06:45 við einkennilegt bank sem virtist koma frá nágrönnum okkar að ofan eða hreinlega utanfrá. Við reyndum auðvitað að sofna en gékk ekki því bankið hélt áfram með sínum rythma. Ég gafst nú fljótt upp (enda ekki mjög hrifin af því að vera vakin af ástæðulausu) og barði í vegginn og barði líka í loftið ef þetta væri nú nágranninn. Reyndar fannst mér afar furðulegt að nágranninn væri að negla eitthvað upp svona snemma á sunnudegi en fólk er fífl. Bankið hætti í örskamma stund en byrjaði svo aftur. Við litum út um gluggann en sáum engan en það var augljóst að einhver hlaut það að valda hávaðanum. Aujan mín fór því út á náttfötunum til að kanna málið. Þegar hún kom fyrir hornið flaug einhver fugl í burtu og hljóðið hætti. Fugl!!! Við höfum reyndar lýst því yfir fyrir löngu að okkur er illa við fugla sem halda fyrir okkur vöku en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Eitthvað hefur þessi fugl ekki vaðið í vitinu því við búum í steinhúsi sem hefur varla snefil af tré utan á sér en þar ákvað kvikindið að höggva snemma morguns. Ef hann ætlaði að búa sér til hreiður þá er hann allt of seinn, hann á að vera búinn að leggja egg og unga út! Ef hann var að leita sér að æti þá var hann líka á röngum stað. Ef tilgangurinn var af einhverjum furðulegum ástæðum að eyðileggja húsið þá var um misheppnaða tilraun að ræða því eins og áður sagði þá er húsið steypt. Ég sé því enga aðra ástæðu en að fuglinn hafi eingöngu verið að pirra okkur Auði. Það eina gáfulega sem fuglskvikindið gerði var að forða sér þegar hann sá Auði nývaknaða og ógreidda.


þriðjudagur, ágúst 30, 2005
 
Nú eru komnar myndir úr vígslunni. Tékkið á því, gæti verið mynd af ÞÉR


 
búin að klippa 20cm neðan af hárinu.......


mánudagur, ágúst 29, 2005
 
Prófið þetta Harry Potter test þar sem þið getið komist að því hvaða persónu þið líkist mest.

Mín niðurstaða var eftirfarandi:
You scored as Hermione Granger. You're one intelligent witch, but you have a hard time believing it and require constant reassurance. You are a very supportive friend who would do anything and everything to help her friends out.

Hermione Granger

70%

Harry Potter

65%

Sirius Black

65%

Ron Weasley

55%

Remus Lupin

50%

Draco Malfoy

50%

Albus Dumbledore

50%

Ginny Weasley

45%

Severus Snape

45%

Lord Voldemort

20%

Your Harry Potter Alter Ego Is...?
created with QuizFarm.com



Ég ráðlegg vinum Auðar að íhuga að slíta tengsl við hana því þetta er hennar niðurstaða:
You scored as Severus Snape. Well you're a tricky one aren't you? Nobody quite has you figured out and you'd probably prefer it stayed that way. That said you are a formidable force by anyone's reckoning, but there is certainly more to you than a frosty exterior and a bitter temper.

Severus Snape

75%

Sirius Black

70%

Hermione Granger

70%

Ron Weasley

70%

Albus Dumbledore

60%

Draco Malfoy

60%

Remus Lupin

55%

Harry Potter

50%

Ginny Weasley

50%

Lord Voldemort

40%

Your Harry Potter Alter Ego Is...?
created with QuizFarm.com


sunnudagur, ágúst 28, 2005
 
Nú eru komnar myndir úr veislunni. Kíkja á þær hér.


föstudagur, ágúst 26, 2005
 
Sma stutt speki sem eg fekk i email adan:

"Don't worry about the world coming to an end today. It's already tomorrow in Australia." (Charles Schultz)


 
Ja, allir sem eiga myndir ur brudkaupsveislunni okkar mega endilega senda okkur thaer, helst a CD via snailmail. okkur vantar svoleidis. Von er a fleiri myndum og frasogn a netid


 
Við fengum svo ótrúlega mikinn pening í brúðkaupsgjöf að við erum alveg í vandræðum með að eyða því. Upphaflega áætlunina var að kaupa sófa, sem við höfðum augastað á, fyrir alla peningana sem við fengjum. Auður hélt að við myndum þurfa að punga fullt út sjálfar en ég hélt að okkur myndi áskotnast nóg til að kaupa sófa og smá bland í poka. Það er skemmst frá því að segja að mitt gisk var nær raunveruleikanum en samt svona líka óskaplega fjarri. Við keyptum sófann (þriggja og eins sæta) í vikunni því það er þriggja mánaða bið. Gersemin er ólífugræn, framleidd á Ítalíu eftir pöntun og berst okkur um miðjan nóvember. Sófinn okkar var svo ódýr að við eigum meirihluta peninganna eftir.
Á næstu vikum munum við því líklega velja okkur sófaborð og hugsanlega borðstofuborð með öllu tilheyrandi. Mér finnst endilega að heimilið eigi að festa kaup á almennilegri borvél en Auður er gjörsamlega mótfallin því, getur einhver reynt að koma vitinu fyrir hana! Annars gengur okkur dável að velja allt innbú í sátt og samlyndi :)


miðvikudagur, ágúst 24, 2005
 
Nú eru komnar nokkrar myndir úr myndatökunni. Kíkið á það hér or bí skver.


 
Hér kemur “stuttur” pistill um brúðkaupsdaginn. Reyni að setja viðeigandi myndir með þegar myndasíðan er komin í lag.
1. hluti: Undirbúningurinn.
Við sváfum í sama rúmi nóttina fyrir brúðkaupið [gasp!] eins og við höfum gert nánast á hverri nóttu síðastliðin 5 ár. Ég fór með bílinn hans pabba til hans um klukkan níu en við vorum búnar að vera með hann í láni. Pabbi þreif bílinn á meðan ég var í hárgreiðslu. Mjög sanngjörn skipti. Síðan kom hún Dóra vinkona Kötu heim til mömmu og greiddi mér frá 10:00 til 12:30 en þá vakti ég Emelíu og fór í förðun. Pabbi keyrði mig og sótti og Emelía fór í sturtu á meðan. Síðan fór ég aftur til Dóru og fékk skraut í hárið. Dóra lagaði líka hárið á Emelíu aðeins. Dóra var sumsé hárgreiðslumeistari brúðkaupsins.
Þá var klukkan næstum orðin tvö og við fórum á Álfhólsveginn til foreldra Emelíu en þar ætlaði Sigga vinkona Emelíu að farða hana. Ekki vildi betur til en svo að hún tafðist alveg hrikalega í lagningunni sem hún var í og hún kom ekki fyrr en korter í þrjú og ég var alveg að fara á tauginni. En förðunin tók ekki langan tíma og við fórum með brúðarbílnum í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem pabbi Emelíu tók af okkur myndir. Ari, kærasti Kötu sys, var sérlegur aðstoðarmaður ljósmyndarans, yfirstílisti og umsjónarmaður leikmununa. Í hellisgerði voru teknar ca. 350 myndir af okkur og er skemmst frá því að segja að við vorum algjörlega gordjíus á þeim öllum, þó brosið hafi aðeins verið farið að stirðna undir það síðasta. Úr Hellisgerði fórum við, í brúðarbílnum, upp að Kópavogskirkju þar sem ca. 150 myndir voru teknar af okkur út í móa og upp á risasteini o.s.v. Á leiðinni til baka á Álfhólsveginn þar sem athöfnin fór fram mættum við MI 320, bílnum sem við áttum þegar við bjuggum á Íslandi. Við lítum auðvita á þetta sem hrikalega góðan fyrirboða.


þriðjudagur, ágúst 23, 2005
 
Halló halló allir!

Hér eru komnar myndir úr brúðkaupinu frá Ingu frænku Emelíu. Þær eru svona fáar því að ég kemst ekki inn á myndasvæðið okkar, þetta er rétt til að svala mestu forvitni ykkar.

Hryllilega stórt TAKK sem voru þarna og hjálpuðust að við að gera brúðkaupsdaginn okkar algjörlega frábæran.

Fleiri myndir og saga dagsins og íslandsferðarinnar koma síðar