Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, ágúst 26, 2005
 
Við fengum svo ótrúlega mikinn pening í brúðkaupsgjöf að við erum alveg í vandræðum með að eyða því. Upphaflega áætlunina var að kaupa sófa, sem við höfðum augastað á, fyrir alla peningana sem við fengjum. Auður hélt að við myndum þurfa að punga fullt út sjálfar en ég hélt að okkur myndi áskotnast nóg til að kaupa sófa og smá bland í poka. Það er skemmst frá því að segja að mitt gisk var nær raunveruleikanum en samt svona líka óskaplega fjarri. Við keyptum sófann (þriggja og eins sæta) í vikunni því það er þriggja mánaða bið. Gersemin er ólífugræn, framleidd á Ítalíu eftir pöntun og berst okkur um miðjan nóvember. Sófinn okkar var svo ódýr að við eigum meirihluta peninganna eftir.
Á næstu vikum munum við því líklega velja okkur sófaborð og hugsanlega borðstofuborð með öllu tilheyrandi. Mér finnst endilega að heimilið eigi að festa kaup á almennilegri borvél en Auður er gjörsamlega mótfallin því, getur einhver reynt að koma vitinu fyrir hana! Annars gengur okkur dável að velja allt innbú í sátt og samlyndi :)