Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 17, 2005
 
Fyrst að Auður ætlaði að svara fullt af spurningum um sig þá gat ég ekki brugðist mínum aðdáendum.


Heitir?
Emelía Guðrún Eiríksdóttir. Ég er bara kölluð Emelía af fólki nema föðurfjölskyldunni minni því amma heitir líka Emelía (ekki eftir mér!!) og mömmu (ekki lengur bara þegar hún skammar mig).

Gælunöfn?
Ég var kölluð Elski Pelski af móðurfjölskyldunni þegar ég var óskírð. Eftir skýrnina var ég oft kölluð Milla af móðurfjölskyldunni, sérstaklega af afa á Grænó. Berti segir stundum Em. Fyrir nokkrum árum ákváðu Hlín og Sigga að ég fengi gælunafnið Emó og það segja þær stundum.

Afmæli?
17. júlí

Fæðingarstaður?
Fæðingarheimilið í Reykjavík. Veit ekki hvort það sé starfrækt enn.

Hæð?
168 cm.

Hárlitur?
Brúnn en er víst komin með eitt og eitt grátt. Ég sé það bara sem ljósan punkt í lífinu að líkaminn hætti að strefa við að gagnslausa hluti eins og að framleiða einhvern lit á hárið á mér og einbeiti sér í staðinn að því að halda mér á lífi sem lengst.

Augnlitur?
Blár eða gráblár

Gleraugu?
Þegar ég horfi á sjónvarp, fer á fyrirlestra og vil sjá eitthvað annað í fjarska.

Tattú?
Nei en hef langað lengi í, sérstaklega þegar ég drekk. Býst ekki við að ég fái mér úr þessu.

Fælni?
Hef verið illa við köngulær síðan ég man eftir mér. Það skánar þó með árunum, ég er allavega hætt að öskra brjálæðislega þegar ég sé þær.

Innblástur?
Innblástur, hvað er nú það. Ég á voðalega erfitt með að skrifa greinar og svoleiðis læt mér því ekki detta í hug að skrifa sögur, ljóð, söngtexta eða neitt yfir höfuð. Ég get jafnvel fengið ritstíflu þegar ég skrifa á bloggið sem er þó að mestu leyti rugl.

Fjölskyldan?
Aujan mín og bráðum Gússí.

Atvinna?
Það er nú spurning. Þetta á að kallast nám sem ég er í en það er meira eins og vinna.

Framtíðar atvinna?
Hef ekki hugmynd. Vona reyndar að ég/við fái vinnu á Íslandi eftir námið.

Hæfileikar?
Þeir eru svo margir að ég hef eiginlega ekki tíma til að telja þá alla upp. Nefni þó nokkra: er góð í drykkjuleikjum, spilum og íþróttum og er greinilega afar frjó :)

Hvar ertu?
Í vinnunni.

Hvað ertu að gera?
Reyna að skemmta lesendum mínum með því að svara þessu.

Hvernig er veðrið úti?
Sól, óskýjað og lygnt en slatta kalt.

Hvernig hefurðu það?
Bara mjög gott miðað við aðstæður að ég held. Gússí virðist stela soldið orku frá mér því ég mun þreyttari en fyrir nokkrum mánuðum.

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Aujan mín fyrir hálftíma.

Í hverju ertu?
Inniskóm, sokkum með munstri að ofan, teygjubuxur fyrir óléttar kellingar, g-strengs nærbuxum, hlýrabol og renndri peysu sem stendur England á.

Á hvaða lag ertu að hlusta?
Ekki neitt, ég hlusta vanalega ekki á tónlist nema heima og þá er það yfirleitt því Auður setur hana á fóninn.

Síðasta bók sem þú last?
Kláraði Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason um helgina. Hún var helvíti skemmtileg eins og allar hinar í seríunni.

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Keypti “Allt om barn” um helgina þar sem farið er í meðgöngu og fyrstu sex ár barnsins. Ég mun örugglega vera að lesa hana næstu árin.

Uppáhalds bók?
Á enga uppáhalds bók en hef lesið margar mjög skemmtilegar.

Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Sá sænsku myndina “Tjenare Kungen” á laugardaginn. Hún var fín afþreying

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Ætli það verði ekki eitthvað sem okkur áskotnaðist í seinustu viku á DVD.

Uppáhalds kvikmynd?
Þetta er jafn erfið spurning og með bókina.

Fallegasta kona (utan maka)?
T.d. Angelina Jolie og Elizabeth Hurley eru mjög fallegar.

Fallegasti maður (utan maka)?
Hef alltaf þótt Brad Pitt sætur.

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Fékk mér göngutúr með Auði og svo borðuðum við heima. Mig langaði ekki að gera neitt því mér var frekar óglatt.

Veski?
Já, ég á eitt veski sem er reyndar undir greiðslukort. Í því er greiðslukort, persónuskílríki og nokkur önnur kort auk peningaseðla.

Kaffi?
Drekk ekki kaffi því mér finnst það hreint ógeðslegt á bragðið.

Skór?
Númer 39.

Bíll?
Á engan bíl núna en hef átt tvo. Hjóla í vinnuna en tek annars lest eða strætó.

Heitir hann..?
Ég ætla bara að þykjast vera saklaus núna og segja “hann hver?”

Ilmvatn?
Ekki þessa dagana. Er ekki hrifin af of mikilli lykt eins og stendur og vil ekki nota ilmvatnið mitt fyrr en meðgöngu lýkur því heyrst hefur að konur geti stundum ekki notað ilmvatnið sitt aftur.

Derhúfa?
Neibb, hætti að nota derhúfu fyrir nokkrum árum því Auði fannst það ljótt :)

Planta?
Eigum tvær orkedíur (hvíta og bleika), tvö kínversk tré sem ég plantaði, bambusa og eitthvað eitt enn.

Tannbursti?
Já, bara svona venjulegur sem kann ekkert mörg trikk.

Súkkulaði eða vanilla shake?
Fæ mér bara sitt á hvað.

Smjör eða salt á poppcorn?
Salt og mikið smjör.

Einhverntíma verið samið um þig lag?
Ábyggilega, veit bara ekki af því. Einn aðdáandanna hefur ort afskaplega fallegt ljóð um mig.

Hvað lag grætir þig?
Öll lög í brúðkaupinu okkar virtust græta mig. Hingað til hefur hins vegar bara ákveðinn kafli í 7. synfóníu Beethovens haft þessi áhrif á mig.

Hvaða lag gleður þig?
Mörg lög gleðja mig, man ekkert sérstakt eins og er enda er ég afleit í lagaheitum og öðru sem snýr að nöfnum.

Uppáhalds lag?
Ekkert eins og er.

Hvaða bragð er í munninum á þér?
Kíwí og appelsínubragð.

Verðuru bílveik/sjóveik?
Já og þarf oft lítið til.

Hefurðu slæman ávana?
Neeeeei, ekki svo ég muni. Hætti að naga neglurnar í sumar og vona að það haldist.

Þinn helsti kostur?
Það er nú erfitt að dæma hver þeirra er helstur. Ætli það sé ekki hversu auðvelt ég á að sjá fyndnu hliðarnar á hlutunum.

Þinn helsti galli?
Kannski stjórnsemin á heimilinu.

Semur þér vel við foreldra þína?
Já, alveg prýðilega.

Finnst þér gaman að keyra?
Mér finnst það mjög gaman. Ég kýs reyndar að keyra sjálf en að vera í bíl með öðrum vegna þess hversu auðveldlega ég verð bílveik. Mér finnst fínt að vera í bíl með Auði því hún veit hvað gerir mig bílveika og forðast það, þessi elska :)

Áttu börn?
Nei, en það líður að því.

Hver er þín helsta eftirsjá?
Ég sé ekki eftir svo mörgum hlutum í lífinu og væri í raun ekki til í að taka neinn þeirra aftur því þeir eru hluti af reynslunni og þeirri manneskju sem ég er í dag.

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Blár.

Hvað gleður þig?
Það gleður mig nógu mikið dagsdaglega að heyra og sjá Auði mína.

Hvað grætir þig?
Núna er ég á örlítið viðkvæmara stigi en fyrir nokkrum mánuðum og gætu furðulegir hlutir svo sem grætt mig, þó helst eitthvað sorglegt í sjónvarpinu.

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Ég kaupi vanalega ekki geisladiska handa sjálfri mér, Auður er meira í tónlistardeildinni á heimilinu.

7 hlutir í herberginu þínu?
Barnarúm, hjónarúm, stólar fyrir fötin, nýju náttborðin, fataslá, yfirdýna fyrir beddann, fataskápar.

7 hlutir áður en þú deyrð?
Nokkur börn og ferðalög. Hafa það afar þægilegt og fínt í sátt og samlyndi við Auði og fjölskylduna. Hef fyrir löngu ákveðið að við Auður ætlum að vera ríkar til að geta átt fínt hús á Íslandi og geta gert ýmislegt fyrir og með börnunum. Þetta er í raun mun meira en 7 hlutir!

7 hlutir sem þú segir mest?
Hef ekki hugmynd satt að segja.

Reykirðu?
Nei og finnst sérlega ógeðslegt að finna reykingarlykt núna.

Notarðu eiturlyf?
Nei og ef ég gerði það þá myndi ég nú ekki skrifa það hér!

Biðurðu bænir?
Nei, er ekki trúuð í kristinlegum skilningi. Ég trúi á mig og bið þess að allt verði í lagi hjá mér.

Hefurðu vinnu?
Sjá svar við svipaðri spurningu að ofan.

Sækir kirkju?
Nei enda sé ég endan tilgang með því.

Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Hann var mjúkur og góður.


 
Kalli klukkadi okkur. Thar sem vid erum heimskir utlendingar föttudum vid ekkert hvad hann atti vid og heldum ad hann vaeri ad minna okkur a eitthvad. Undarlega ordad en ok. Svo taladi Emelia vid hann i sima um daginn og tha kom i ljos ad klukk er eitthvad stadreyndir um thig. Eg for tha skommustuleg inn a siduna hans (eg tok aldrei thessu vant mark a thvi thegar hann hotadi ad haetta ad blogga i lok sumars) og fann tha thvilikt langan spurningalista sem eg koperadi inn i word og svaradi samviskusamlega. Eg taladi sidan vid Emeliu adan og tha hafdi hun fylgst eitthvad betur med og sa ad thetta klukk voru einhverjar 5 stadreyndir sem madur atti ad segja um sjalfan sig. Goddamn, svona er ad nenna ekki ad lesa leidbeiningarnar. En nu aetla eg ad birta thessi blessudu svor af tvhi ad eg var buin ad svara ollu.

Heitir?
Auður Magnúsdóttir, en stundum Aodor Magnusdottir (með mjúku g), stundum Auþur og stundum Öjdor og allt þar á milli. Svíar eiga bágt.

Gælunöfn?
Auja

Afmæli?
15. september, alveg eins og kata sys

Fæðingarstaður?
held Rvk.

Hæð?
172 skv. nýjustu mælingum

Hárlitur?
gult skv. 6 ára vinkonu minni

Augnlitur?
Blár

Gleraugu?
Þegar ég man og nenni og vil sjá eitthvað

Tattú?
Sko, hvað má þetta vera langt svar. Kannski fyrir svona 5-10 árum. Núna er hver einasta barbídúkka með tattú og heldur að hún sé kúl. Plís! Þetta er svona eins og að hlusta á pönk og rokk í dag og halda að maður sé rebbel. Eða versla í spútink og halda að maður sé listamaður. Sumsé nei.

Fælni?
Fiðrildi (sérstaklega inni), biðraðir, lokuð rými, IKEA

Innblástur?
Þúsund hlutir. Yfirleitt afurð innblásturs einhvers annars

Fjölskyldan?
Eiginkona, barn í maga, mamma og pabbi, systkini, stjúpforeldrar og stjúpsystkini, mágar og mágkona, ömmur og tengdaforeldrar plús alls konar viðhengi og framlengingar.

Atvinna?
Doktorsnemi (er það ekki annars vinna)

Framtíðar atvinna?
Vísindakona, annaðhvort sell át hjá einhverju fyrirtæki eða hugsjónamanneskja í háskólanum, sem ekki getur framkvæmt neinar af fínu hugmyndunum því það er ekki til neinn peningur

Hæfileikar?
Úff púff. Á auðvelt með að læra. Annars er ég svo fljót að missa áhuga á öllu að ég endist ekki til að þróa neina sérstakan hæfileika

Hvar ertu?
Í vinnunni

Hvað ertu að gera?
Bíða eftir næsta skrefi í tilrauninni minni

Hvernig er veðrið úti?
Skítkalt gluggaveður

Hvernig hefurðu það?
Mjög gott

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Karvel í uppsala

Í hverju ertu?
Eldgamalli 66°N peysu, Gallabuxum, bol, nærum og haldara úr H&M (ég er nemi!)

Á hvaða lag ertu að hlusta?
Var að hlusta eitthvað teknó

Síðasta bók sem þú last?
Rokkað í Vittula.

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Er að lesa Ett öga rött eftir Jonas Hassan Khemiri, Heimsljós eftir Halla L og Molecular biology eftir Lodish. Ætla að lesa Augu þín sáu mig eftir Sjón og Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttir, báðar á sænsku. Svo er eg ad hlusta a eitthvad glaepo um brennuvarg.

Uppáhalds bók?
Ertu að grínast? Hvernig á maður að geta valið. Jú, ætli það sé ekki Englar Alheimsins eftir Einar Má.

Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Sá Dagbók Bridet Jones í gærkvöldi

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Ekki glóru. Ekkert sérstakt á dagskrá. Liklega Harry Potter

Uppáhalds kvikmynd?
Matrix

Fallegasta kona (utan maka)?
Helena Christensen

Fallegasti maður (utan maka)?
Jude Law

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Vann og fór út að borða með Emelíu á frábærum veitingastað.

Veski?
Er með lítið svona kortaveski. Sórt veski er bara til að safna drasli í. Hver er annars spurningin

Kaffi?
JÁ! Sterkt og svart

Skór?
Er í ljótum inniskóm með táfýlu núna. Nota númer 38 en máta alltaf 39 fyrst. Er farin að þróa með mér smá skófetish. og veskjafetish.

Bíll?
Nei, en á gult hjól sem ég fer í vinnuna á

Heitir hann..?
Hjólið hlýtur að heita gamli gulur

Ilmvatn?
212.

Derhúfa?
Nei er ekki nógu sterkt orð

Planta?
Emelía ræktar nokkrar sætar plöntur sem ég vökva stundum en ætla ekki að hrósa mér fyrir

Tannbursti?
Bleikur og hvítur collgate

Súkkulaði eða vanilla shake?
Enginn sjeik. Er þetta bandarískt? Sjeik? Derhúfa?!??

Smjör eða salt á poppcorn?
Bæði. Þó mun meira smjör. (það er k í poppkorn eins og Kalli sagði)

Einhverntíma verið samið um þig lag?
Nei. Held ekki. Eða jú. Sálin hans jóns míns samdi um mig lag þegar ég var í gaggó. Þeim fannst ég undarleg. Svo er nú það.

Hvað lag grætir þig?
Ekkert

Hvaða lag gleður þig?
Summer time eftir Gershwin (eða hvernig sem það er skrifað) eftir að Íris kærasta Ömma bró spilaði það svona vel í brúðkaupinu okkar Emelíu. Svo kemst ég alltaf í stuð þegar ég heyri Can’t get you out of my head með Kylie sætu.

Uppáhalds lag?
Veit ekki. Jesus to a child með Gogga kannski. Svo er uppáhaldslag eitt orð

Hvaða bragð er í munninum á þér?
Kaffibragð

Verðuru bílveik/sjóveik?
Bílveik ef ég les á ferð

Hefurðu slæman ávana?
Milljón. T.d. of mikið kaffi, blót ofl.

Þinn helsti kostur?
Var ekki spurt að þessu áðan? Hvað eru þetta eignilega margar spurningar? Aðlögunarhæfni kannski.

Þinn helsti galli?
ríf kjaft, óþolinmæði, skapstór

Semur þér vel við foreldra þína?
Mjög vel

Finnst þér gaman að keyra?
Já. Fannst mjög gaman að keyra jepplinginn hennar mömmu í sumar upp á hálendi

Áttu börn?
Bráðum

Hver er þín helsta eftirsjá?
Allt sem ég hef (ekki) gert vegna heigulsháttar

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Það veit ég ekki. Er ekki fjólublár litur lesbía? Gegnsær litur vísindamanns? Fjólublá glæra kannski.

Hvað gleður þig?
Margt. Helst Emelía.

Hvað grætir þig?
Mjög margt. Er farin að grenja æ oftar. Er í tengslum við tilfinningar mínar (æl)

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Veit ekki. Geisladiskar eru svo dýrir. Langar smá í Best of Cohen. Svo einhvern góðan teknódisk.

7 hlutir í herberginu þínu?
Svefnherberginu? Stofunni? Tölvuherberginu? Jæja þá. Svefnherberginu: Barnarúm, náttborð, náttborð, rúm, stóll, stóll, græn heimapeysa

7 hlutir áður en þú deyrð?
Að tala mörg tungumál reiprennandi, vinna alvöru hjálparstarf, vera gott foreldri, skrifa bók, vera þolinmóð næstum alltaf (eða fara á reiðistjórnunarnámskeið), leika í leikriti, læra keilu (ég hitti yfirleitt í rennuna)

7 hlutir sem þú segir mest?
Kúl, typ (sænska), ástin mín, fökk, helvítis, fáviti, MATUR!

Reykirðu?
Nei, kann það ekki

Notarðu eiturlyf?
Ég myndi líklega ekki játa það á bloggsíðunni? Ég nota fíkniefni eins og kaffi og áfengi.

Biðurðu bænir?
Nei

Hefurðu vinnu?
Þannig. Fæ allavega laun.

Sækir kirkju?
Nei.

Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Ég og kærastinn minn vorum búin að vera saman í nokkra daga en höfðum ekki kyssts (halló) en thegar vid gerdum thad loksins var thad mjög spennandi en dálitid klaufalegt af amk minni hálfu.


sunnudagur, október 16, 2005
 
Ég hef ekki bloggað í heilan mánuð. Auðvitað skammast ég mín heil ósköp og ætla því að skrifa nokkur orð núna.
Fyrir mánuði héldum við sænsku brúðkaupsveisluna okkar (sem Auður sagði frá). Þetta var nú meira svona partý með smá heimatilbúnu snarli sem var alveg rosalega gott hjá okkur svo ég segi sjálf frá. Þetta var vel heppnuð veisla með rúmlega 40 manns og allt fór vel fram fyrir utan auðvitað að Mia (finnska vinkona okkar) var alveg haugafull og reyndi við allavega tvær straight stelpur sem vinna með mér (ég náði nú að bjarga þeim báðum frá þeim ósköpum); ekkert nýtt sem sagt. Flestir voru farnir um miðnætti nema nokkrir vinnufélagar mínir sem dönsuðu og drukku til tæplega 3 enda kunnugir salnum þar sem hann er á neðstu hæðinni á vinnustaðnum mínum.
Ég er náttúrulega óskaplega dama eins og allir vita og var ég í brúðkaupsfötunum mínum með öllu tilheyrandi og þá er ég helst að tala um háhæluðu skóna sem reyndar margar stelpur myndu kalla miðlungsháhæla skó. Og á þeim trampaði ég frá klukkan 19 til klukkan 2 um nóttina en þá voru svo fáir virðulegir gestir eftir að ég vogaði mér að skipta yfir í svörtu Nike íþróttaskóna mína; og þvílíkur léttir. Ég sá ekki fyrir þá að á sunnudeginum finndi ég fyrir smá óþægindum í vinstra hnénu og að á mánudeginum gæti ég varla labbað. Samt fór ég auðvita í vinnuna á mánudeginum því svona lagað gengur alltaf yfir, eða það hélt ég. Nei, þetta bara versnaði með deginum og ég haltraði eins og fífl í vinnunni því mér var svo illt enda hnéð stokkbólgið. Svíarnir hvöttu mig hver af öðrum að fara til læknis en ég sagði að Íslendingar gerðu það ekki fyrr en það væri alveg að ganga af okkur dauðum, þetta væri bara fyrsti dagur í sársauka hjá mér svo ég yrði að sjá aðeins til áður en ég hlypi grenjandi til læknis. Næsti dagur var ekki skárri þrátt fyrir að ég bæri á mig kælikrem sem á að minnka bólgur. Það er skemmst frá því að segja að ég var heima í þrjá daga eða þar til ég gat gengið án þess að finna mikið til. Við Auður sváfum meira að segja á beddanum í stofunni til að það væri stutt fyrir mig að skakklappast á klósettið á nóttunni.
Boðskapur sögunnar: Konur (og karlar), látið ekki platast í að halda að háhælaðir skór séu nauðsynlegir fyrri útlitið. Þeir eru óþægilegir meðan maður er í þeim og enn verra verður það síðar meir auk þess sem maður er ferlega asnalegur þegar maður haltrar með bógnar fætur.

Í dag er Gússí 5 mánaða og ákváðum við þá að verða við óskum lesenda og birta bumbumyndir.

Þið getið einnig skoðað fullt af myndum frá júní til október.


þriðjudagur, október 11, 2005
 
Og her er linkur fra samstarfsmanni minum sem tok myndir i saensku veislunni okkar


 
Um helgina komu tveir eistar og einn svíi i vöflur til okkar. Umræðurnar voru mjög skemmtilegar, m.a. töluðum við um stjórnsýkina og hér í svíþjóð. Hér er nefnilega alltaf verið að passa upp á mann með því að setja upp alls konar miða. Á gamla labinu mínu var t.d. miði við hvern vask þar sem stóð "It is everybodies responcibility to keep the "lab" safe and clean!" sem er svona týpískt sænskt að segja fólki fyrir verkum. Fyrir ekki svo löngu settu lestarverðirnir upp miða við hvert einasta hlið í tunnelbananum þar sem stendur "gangið í gegnum hliðin" með svörtum stöfum á appelsínugulum grunni. Svona er þetta út um allt, ætli tilgangurinn sé ekki að láta fólki líða eins og það hafi gert eitthvað af sér svo að það þori ekki að framkvæma þessar tvær frumlegu hugsanir sem ekki tókst að drepa i skólakerfinu.

Síðan töluðum við um skólakerfið. Svíinn sagðist vera haldin alvarlegum persónuleikabrestum vegna þess hvernig komið var fram við hann í 8 ára bekk þegar hann kláraði stærðfræðidæmin á undan hinum. Þá fékk hann fleiri eins dæmi, sem var auðvita hundleiðinlegt og ótrúlega lítið krefjandi fyrir hann. Þá brá hann á það ráð að klára öll dæmin nema þrjú og gera síðan eitthvað sem hann langaði, eins og t.d. að kasta skutlu í stelpurnar, syngja eða rugga sér á stólnum. Þegar kennarin spurði hvort hann væri búin með dæmin sín svaraði hann sannleikanum samkvæmt að hann væri ekki búin. Svíinn segir að í dag geri hann öll verkefni vel til 90% og þá missi hann áhugan. Tilfinningin að verkefnið klárist ekki þá og það sé eins gott gera ekkert meira er enn til staðar.

Í eistlandi er það þannig að strákar byrja 7 ára og stelpur 6 ára í skólanum. strákar eru nefnilega svo óþroskaðir að þeir verða að byrja ári síðar. Nema að þeir hafi meira frelsi til að hegða sér eins og þeim dettur í hug.
Annar eistinn sagði frá því að hann hefði þjáðst af hryllilegum skólaleiða strax í 1. bekk því hann var búin að læra að lesa þegar hann kom í skólann. Verkefni 6 ára bekkjar var að læra stafina og honum leiddist auðvita hryllilega. Margir betri skólar í eistlandi hafa brugðist við þessu með því að taka ekki við 6/7 ára krökkum sem ekki kunna að lesa. Og hvað þýðir það, jú krakkarnir sem eiga foreldra sem ekki hafa möguleika á að kenna þeim að lesa enda strax í verri skóla.
Og hvernig á að leysa þessi vandamál. Ein hugmyndin er einstaklingsmiðað nám sem ég þekki ekki nógu vel til að tjá mig um en sem mamma er búin að kynna fyrir mér og næstum búin að sannfæra mig um að sé allavega vert að prófa. Hér er linkur sem ég fann um þetta ef þið hafið áhuga.



miðvikudagur, október 05, 2005
 
Héðan er nú ekki margt að frétta en hér kemur stutt update af því að við erum alltaf svo latar að skrifa.

Mamma er búin að vera í heimsókn hérna ég veit ekki hvað lengi. En hún hefur næstum ekkert verið að leika við okkur, bara við einhverja leiðinlega svía sem búa á skítapleisum eins og nynäshamn og Helsingborg. Þar hefur hún verið á fundum. Við tókum samt góðan verslunarleiðangur um helgina með henni þar sem við styrktum sænskan efnahag töluvert.
Síðan fórum við í mæðraskoðun í vikunni og fengum að hlusta á hjartað. Barnið er farið að sparka alveg svakalega mikið í allar áttir. Mér finnst náttúrulega langskemmtilegast þegar það sparkar upp því þá finn ég. Held að emelíu finnist það líka, býst ekki við að það sé gott að láta sparka í miltað á sér.

Svo erum við búnar að fá nýju húsgögnin okkar, þau eru svaka fín. Setjum myndir af þeim inn fljótt.