Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, desember 20, 2005
 
Ég er heima að læra fyrir tölfræðipróf sem verður á fimmtudagsmorgun. Tölfræði er slatta áhugaverð en það er líka enginn vandi að sofna yfir henni.
Fimmtudagurinn verður soldið strembinn því strax eftir prófið (sem er 5 tímar) þarf ég að skila af mér bókunum og drífa mig á lestarstöðina; við Auður brunum nefnilega beinustu leið með hraðlestinni til Köben kl. 15:20. Það er varla að ég trúi því að jólin og langþráða jólafríið með ættleiddu dönsku fjölskyldunni okkar byrji eftir 2 daga. Ég er ekki einu sinni orðin stressuð yfir prófinu, held að jólaandinn vegi það upp.
Við verðum sem sagt hjá Bigga, Hlín og Valtý yfir jólin, áramótin og þrítugsafmælið hennar Hlínar; komum til baka laugardaginn 7. janúar. Vinum og vandamönnum er auðvitað meira en lítið velkomið að hringja í okkur í heimasímann þeirra: 00-45-77 42 98 15.
Við (eða öllu heldur skátinn hún Aujan mín, ég var að læra) pökkuðum niður um helgina öllu því sem við ætlum með til danaveldis. Þvílíkt dót sem við förum með. Jólapakkarnir taka auðvitað heilmikið pláss en við vorum nú ekki búnar að gera okkur í hugarlund hversu mikið við myndum vera með í eftirdragi fyrr en allt var komið ofan í töskurnar. Það er eins gott að Hlín og Biggi fluttu inn í stærri íbúð í haust.

Á sunnudeginum fyrir viku gerðum við piparkökur með Hrönn, Georg og Eiríki. Ég verð nú að segja það að hann Eiríkur var ekkert sérstaklega liðtækur en hann var greinilega í jólaskapi, alveg óskaplega þægur (pabbi hans ætti nú að taka hann sér til fyrirmyndar!). Auður flatti út deigið eins og húsmóður sæmir en við hin bjuggum til kökurnar. Ég er ekkert sérlega hrifin af piparkökum, borða þær reyndar aldrei, en þar sem við bjuggum þessar til sjálf þá varð ég auðvitað að smakka. Og viti menn, þetta voru auðvitað bestu piparkökur sem ég hef borðað.

Seinasta þriðjudag yfirgaf Auður mig. Þetta var ekki alvarlegur aðskilnaður sökum rifrildis eða heimilisofbeldis heldur þurfti Auður að fara til Lundar í nokkra daga til að mæla próteinkristallana sína. Eins og vanalega þegar Auður er í einhverju ferðalagi þá leiðist mér soldið svo ég hangi í vinnunni langt fram á kvöld og fer bara heim til að sofa. Það var því auðvitað kærkomið að fá Aujuna sína aftur heim á föstudeginum.

Seinustu jólakortin frá okkar heimili voru send út seinasta föstudag og allra seinustu jólapakkarnir voru massaðir á laugardaginn enda finnum við ekki fyrir jólastressi.


laugardagur, desember 10, 2005
 
Fyrir viku komu Anna tengdó og Þorvarður í heimsókn til okkar. Þau hjálpuðu jólasveininum annað árið í röð með því að ferja jólapakka milli Íslands og Svíþjóðar og til baka. Auk þess fengum við ýmislegt sem við höfðum pantað, s.s. hangiket, hamborgara- og kokteilssósa, Nóakonfekt og annað nammi. Við erum aldrei þessu vant bara rétt byrjaðar á namminu.
Gússí fékk fyrstu jólagjöfina (frá ömmu og afa í Fellsmúla, þ.e. Önnu Kristínu og Þorvarði) sem var rosalega fínt teppi til að liggja á á gólfinu. Auk þess fékk Gússí æðislegt, handprjónað teppi eftir ömmu í Fellsmúla.
Gestirnir voru til fyrirmyndar eins og vanalega. Skruppum aðeins í bæinn á laugardeginum en nenntum ekki að versla neitt enda það ekki tilgangur komu þeirra. Á sunnudeginum héngum við heima en fórum í smá labbitúr um hverfið til að sýna þeim Ulriksdalshöllina okkar. Að sjálfsögðu var útlitið ekki nándar eins fallegt og á sumrin; hálf líflaust og litlaust og nánast enginn á ferli.
Á mánudeginum fórum við Auður í vinnuna í smá stund en hittum gestina síðan niðri í bæ. Á þeim stutta tíma sem gestirnir höfðu verið einir í bænum þá hafði þeim tekist að fara inn í nánast hverja einustu barnabúð á leiðinni. Gússí varð því snögglega stórrík af fallegum fötum.
Svo var bara komið að því að kveðjast á þriðjudeginum, tíminn var mjög fljótur að líða.
Kíkið endilega á myndir frá heimsókninni.


Gússí fékk aðra jólagjöf í vikunni, með póstinum. Bréfið var svo illa farið að pósturinn hafði sett það í plastpoka og baðst afsökunar á meðferðinni. Meira að segja jólapappírinn fyrir innan var rifinn á nokkrum stöðum en Gússí er samt himinlifandi með þetta allt saman og hlakkar bara til að sjá hvað er í pakkanum.
Á fimmtudaginn komu Karvel og Arna með barnavagninn sem við keyptum af þeim. Vagninn er 2005 módel (barnabissnessinn er ótrúlega snobbaður!), nánast ónotaður og því ótrúlega vel með farinn.