Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 13, 2005
 
Við Auður vöknuðum kl. 4:30 í nótt til að kveðja Einar. Greyið þurfti að taka lestina frá Stokkhólmi til Köben klukkan hálf sex til að ná flugvél frá Köben til Íslands. Eins drulluþreyttur og maður getur verið eftir 7-8 tíma svefn þá var ég eiginlega ekkert þreytt eftir fjóra tímana sem ég náði að leggja mig fyrir kveðjustundina.
Þegar til Íslands var komið ætlaði Einar að fara nánast beint upp á jökul með ferðafélögum sínum. Díses, hvaðan kemur öll þessi orka eiginlega, Einar. Vonandi að áætlunin þín hafi staðist.
Það er næsta víst að við bjóðum Einari aftur í heimsókn. Fyrir utan það að vera afar þægilegur og skemmtilegur gestur þá notaði hann nánast engin eldhúsáhöld á meðan dvölinni stóð (sem þýðir að við Auður þurftum ekkert að hafa fyrir að vaska upp eftir hann), kom með 3 hraunkassa og bauð okkur út að borða í gær á frábærum ítölskum matsölustað (sem við fórum með mömmu og ömmum hennar Auðar einu sinni).

Í gær var enn eitt breikþrúgið á heimilinu. Í Köben græjuðum við okkur upp með heyrnatóli sem ég tengdi við tölvuna eftir að hafa hlaðið niður því frábæra samskiptaforriti Skype. Með því getum við hringt algjörlega ókeypis í tölvur hjá öðru fólki sem hefur Skype. Skype býður einnig upp á möguleikann að hringja í venjulegan síma og það nýtti ég mér einmitt í gær, bæði af því að það er þrefalt ódýrara en að hringja úr síma í síma og einnig af því að við erum ekki komnar með venjulegt símanúmer. Að sjálfsögðu var fyrsta símtalið til mömmu og pabba og virkaði Skype þokkalega vel, ekki eins vel og milli tveggja síma en nógu gott var það fyrir 2.9 ÍSK/mín. Núna er pabbi búinn að fá sér Skype og þá getum við hringt á Álfhólsveginn fyrir 0 ÍSK/mín. Þvílíkt og annað eins. Tæknin í dag er alveg hreint mögnuð!

En ég steingleymdi að segja frá einni aðalfréttinni úr Köben. Ég keypti mér brúðarföt, frá toppi til táar. Þannig var mál með vexti að þegar við Auður (við nokkrar aðrar konur á besta aldri) vorum á Strikinu þá rak Auður augun í kápu sem kona ein var í. Kápan var hvít að utan (eins og ég hef haft í huga) og turkisblá að innan sem er einmitt liturinn á brúðarkjólnum hennar Auðar. Hún Auður mín tók sig til og hljóp eins og fætur toguðu á eftir konunni, yfir torg, yfir tvær götur og inn í búð sem vildi svo skemmtilega til að konan vann í og hafði einmitt fengið kápuna úr. Við þustum því allar þangað og mér var skipað í nokkrar miður heppilegar flíkur en að lokum í hvítu kápuna, turkisbláan hlýrabol, hvítar buxur og turkisblátt hálsmen. Þetta passaði allt svo vel saman að það var keypt á staðnum ásamt turkisbláum eyrnalokkum. Seinna sama dag fundum við hvíta prinsessuskó á mig og dressið því fullkomnað. Auði var mikið létt eftir þetta enda verið stressuð í hálft ár yfir því að ég hafi ekki fundið mér brúðarföt. Ég hef hins vegar verið hin rólegasta þar sem ég veit að lánið leikur endalaust við mig.
Auður keypti sér líka hvíta prinsessuskó og fullkomnaði sitt dress. Þá er bara að bíða eftir að 13. ágúst renni upp.


 
Við Auður vöknuðum kl. 4:30 í nótt til að kveðja Einar. Greyið þurfti að taka lestina frá Stokkhólmi til Köben klukkan hálf sex til að ná flugvél frá Köben til Íslands. Eins drulluþreyttur og maður getur verið eftir 7-8 tíma svefn þá var ég eiginlega ekkert þreytt eftir fjóra tímana sem ég náði að leggja mig fyrir kveðjustundina.
Þegar til Íslands var komið ætlaði Einar að fara nánast beint upp á jökul með ferðafélögum sínum. Díses, hvaðan kemur öll þessi orka eiginlega, Einar. Vonandi að áætlunin þín hafi staðist.
Það er næsta víst að við bjóðum Einari aftur í heimsókn. Fyrir utan það að vera afar þægilegur og skemmtilegur gestur þá notaði hann nánast engin eldhúsáhöld á meðan dvölinni stóð (sem þýðir að við Auður þurftum ekkert að hafa fyrir að vaska upp eftir hann), kom með 3 hraunkassa og bauð okkur út að borða í gær á frábærum ítölskum matsölustað (sem við fórum með mömmu og ömmum hennar Auðar einu sinni).

Í gær var enn eitt breikþrúgið á heimilinu. Í Köben græjuðum við okkur upp með heyrnatóli sem ég tengdi við tölvuna eftir að hafa hlaðið niður því frábæra samskiptaforriti Skype. Með því getum við hringt algjörlega ókeypis í tölvur hjá öðru fólki sem hefur Skype. Skype býður einnig upp á möguleikann að hringja í venjulegan síma og það nýtti ég mér einmitt í gær, bæði af því að það er þrefalt ódýrara en að hringja úr síma í síma og einnig af því að við erum ekki komnar með venjulegt símanúmer. Að sjálfsögðu var fyrsta símtalið til mömmu og pabba og virkaði Skype þokkalega vel, ekki eins vel og milli tveggja síma en nógu gott var það fyrir 2.9 ÍSK/mín. Núna er pabbi búinn að fá sér Skype og þá getum við hringt á Álfhólsveginn fyrir 0 ÍSK/mín. Þvílíkt og annað eins. Tæknin í dag er alveg hreint mögnuð!

En ég steingleymdi að segja frá einni aðalfréttinni úr Köben. Ég keypti mér brúðarföt, frá toppi til táar. Þannig var mál með vexti að þegar við Auður (við nokkrar aðrar konur á besta aldri) vorum á Strikinu þá rak Auður augun í kápu sem kona ein var í. Kápan var hvít að utan (eins og ég hef haft í huga) og turkisblá að innan sem er einmitt liturinn á brúðarkjólnum hennar Auðar. Hún Auður mín tók sig til og hljóp eins og fætur toguðu á eftir konunni, yfir torg, yfir tvær götur og inn í búð sem vildi svo skemmtilega til að konan vann í og hafði einmitt fengið kápuna úr. Við þustum því allar þangað og mér var skipað í nokkrar miður heppilegar flíkur en að lokum í hvítu kápuna, turkisbláan hlýrabol, hvítar buxur og turkisblátt hálsmen. Þetta passaði allt svo vel saman að það var keypt á staðnum ásamt turkisbláum eyrnalokkum. Seinna sama dag fundum við hvíta prinsessuskó á mig og dressið því fullkomnað. Auði var mikið létt eftir þetta enda verið stressuð í hálft ár yfir því að ég hafi ekki fundið mér brúðarföt. Ég hef hins vegar verið hin rólegasta þar sem ég veit að lánið leikur endalaust við mig.
Auður keypti sér líka hvíta prinsessuskó og fullkomnaði sitt dress. Þá er bara að bíða eftir að 13. ágúst renni upp.


þriðjudagur, maí 10, 2005
 
Komum heim frá Köben í gær með Einar Elí í eftirdragi. Við Auður erum sem sagt búnar að vera í fríi í Köben í rúma 9 daga. Fyrst gistum við hjá Bigga og Hlín en seinni hlutann vorum við hjá Kötu og Ara. Þessu réði aðallega viðvera tengdamömmu, en hún kom seinasta miðvikudag og vildum við að sjálfsögðu þá gista með henni hjá Kötu og Ara.
Veðrið er búið að vera týpískt, sól í einn dag og svo rigning að mestu. Það skiptir greinilega engu máli hversu lengi við erum í Köben, við fáum bara max einn sólardag og svo rigningu.Við létum þetta vanalega ekki á okkur fá og röltum Strikið margoft.
KFC (Kentucky Fried Chicken) var heimsótt þrisvar sinnum enda í miklu uppáhaldi hjá okkur og ófánlegt í Svíþjóð.
Einn daginn fór Hlín með okkur í pólska búð til að kaupa Prince Póló en það er einnig óþekkt vara í Svíaríki. Við buðum Einari voðalega ánægðar upp á Prince Póló í gær en hann afþakkaði, okkur til mikillar furðu en föttuðum síðan að Prince Póló fæst á hverju götuhorni á Íslandi og það er meira að segja einn sjálfsali í anddyrinu á vinnustaðnum hans Einars.
Annars gerðum við nú mest lítið í ferðinni. Átum alveg ógrynni af sælgæti og snakki sem við skoluðum niður með kóki. Við grilluðum eitt kvöld hjá Bigga og Hlín og buðum Kötu og Ara. Anna Kristín bauð okkur eitt kvöld út og annað kvöld eldaði Ari frábæra pastaréttinn sinn eftir ósk frá mér.
Eftir að hafa gengið strandlengjuna niðri í bæ þá hefur Auður skipt algjörlega um skoðun á Köben, finnst borgin bara vera orðin býsna falleg.

Eftir allan lúxusinn var frekar erfitt að drulla sér á lappir í morgun og fara í vinnuna. Ég verð greinilega að fara að vinna harðar að því að verða forrík til að geta lifað lífinu.

Takk kærlega fyrir gistinguna og samveruna, Biggi, Hlín, Valtýr, Ari, Kata og Anna Kristín.