Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, júní 08, 2005
þriðjudagur, júní 07, 2005
Nú erum við á fullu í að undirbúa brúðkaupið, þið ættuð líka að byrja að skrifa lofræðurnar um okkur sem þið ætlið að halda...... Hluti af undirbúninginum gerði mig frekar þunglynda áðan, því ég þurfi að skrifa sýslumanninum í Reykjavík varðandi hjónaskilnaðarmál númer 411-00- eitthvað. Ég er hjónaskilnaðarmál númer eitthvað! En svo mundi ég eftir því að Mummi varð 30 ára á sunnudaginn og þá tók ég aftur gleði mína. Annars var þjóðhátíðardagur svía haldinn hátíðlegur í gær og hann var í fyrsta skipti almennur frídagur. Flestir svíar skömmuðust sín pínu. Það er nefnilega sænsk rétthugsun að vilja ekki halda upp á þjóðhátíðardaginn. Þeir sem halda upp á þjóðhátíðardaginn eru rasistar, “hæ hó og jibbí jei og jibbí jei það er komin 6. júní” þýðir greinilega “Svíþjóð fyrir svía” eða eitthvað svoleiðis. Þetta er stórmerkilegt viðhorf því svíar eru held ég næst-sjálfumglaðasta þjóð sem ég veit um. Það þykir engum neitt athugavert við að fullyrða í fjölmiðlum að sænskt kjöt/fiskur sé heilsusamlegra en annað kjöt/fiskur, að sænsk börn séu betri en önnur börn, að sænsk heilbrigðisþjónusta sé effektífari en önnur heilbrigðisþjónusta, að sænsk hönnun sé flottari en önnur hönnun, að sænska stefnan í áfengis- og fíkniefnamálum sé réttari en annara og svo framvegis “Sænskt er betra” þýðir greinilega ekki “útlenskt er verra”. (btw þá unnu svíar júró í ár, söngkonan sem flutti lag Grikklands er uppalin í Svíþjóð). Vonum bara að frí á þjóðhátíðardaginn fái þá til að syngja ekki “sænskt er betra” í amk viku á eftir. |