Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, júní 23, 2005
Anna Kristín kom í heimsókn til okkar í gær og gisti meira að segja. Aumingja hún kom lafmóð því í eftirdragi var margra kílóa innflutningsgjöf. Gjöfin reyndist vera fjórir hvítir matardiskar og fjórir litlir bláir diskar, sem er hægt að nota fyrir sallat eða brauð. Við höfum einmitt verið heillengi að velta fyrir okkur sparistelli en ekki komist að neinni niðurstöðu svo við föngnuðum því mjög mikið að hafa fengið þetta rosalega flotta stell, núna er bara að bíða eftir fleiri stykkjum. Við grilluðum svínalund gestinum til heiðurs og borðuðum úti í glæsilegu veðri. Auðvitað bárum við sparistellið út og vígðum það. Örfáar myndir úr heimsókninni eru hérna. Já, og svo höldum við að kötturinn hafi étið fuglapabbann okkar því við höfum ekki heyrt neitt tíst úr loftræstigatinu í marga daga :( miðvikudagur, júní 22, 2005
Helvítis útlensku mýflugur. Frá því á laugardaginn er ég búin að vera með nokkur flugnabit á líkamanum og það klæjar mjög mikið. Ég er svo veik andlega að ég hef ekki getað látið undan góðu tilfinningunni sem rennur um líkamann þegar maður klórar sér. Þetta hefur auðvitað leitt til þess að sárin sem voru lítil í byrjun eru heljarinnar stór núna og er ég því steinhætt, auk þess hjálpar staðdeyfingarlyfið soldið. Annars erum við báðar komnar með smá lit á kroppinn, aðallega þó á hendurnar og andlitið. Við verðum vonandi lausar við far því það passar afar illa við brúðkaupsfötin. Í gær hittum við Önnu Kristínu niðri í bæ (ekki alveg af tilviljun) og fórum í H&M búðarráp. Ég elska H&M, þar fær maður alltaf eitthvað ódýrt og flott. Konan keypti ósköpin öll af fötum sem kostuðu samtals minna en peysan sem hún var í. Ergo, H&M rúlar! Ég var að fatta rétt áðan að það eru ekki nema rúmar 3 vikur þar til Harry Potter 6 kemst í sölurnar. Þessi bók mun heita "Harry Potter and the Half-Blood Prince" og er frumseld 16. júlí. Ég er þvílíkt spennt. þriðjudagur, júní 21, 2005
Fengum símanúmer fyrir nokkru. Skv. símafyrirtækinu þá áttum við að fá upphringingu frá þeim til að geta valið okkur símanúmer. Að sjálfsögðu voru þetta algjör svik og prettir svo við höfum ákveðið að halda upprunalega númerinu, sem er 59999982. Ef þið hringið í okkur útan Svíþjóðar þá verðið þið að stimpla 00(út úr Íslandi)-46-8-59999982. Við erum búnar að setja símanúmerið okkar inn í dálkinn hérna til vinstri, ef þið gleymið því einhvern tímann ;) mánudagur, júní 20, 2005
Á föstudaginn fór Aujan mín frá mér, skildi mig aleina heima alla helgina. En ég átti í raun ekkert svo bágt. Fór í partý í vinnunni á föstudaginn með sænskum leikjum (mitt lið vann auðvitað) og mat, voða næs. Á laugardeginum fór ég með Hrönn og Georg til Uppsala. Þau keyptu sér nefnilega bíl fyrir rúmum tveimur mánuðum og fengu hann loksins afhentan í vikunni. Auðvitað verður maður þá að krúsa á nýja tryllitækinu, sýna öllum. Bíllinn er voðalega flottur og gott að sitja í honum; nýja-lyktin fer örugglega fljótlega úr bílnum þegar barnið ælir út um allt. Fórum í picnic með Uppsalabúum. Fengum okkur Subway (namm) og keyrðum einhver ósköp út á land að einhverju vatni þar sem strákarnir renndu fyrir fiski meðan konurnar og barnið spjölluðu saman; alveg eins og í bíómynd frá 1950. Eftir picnicið voru greyið borgarbúarnir orðnir þreyttir og fóru heim. Í gær dróg Hrönn mig með sér í sund, í sundlaug sem er alveg rétt hjá mér sem ég vissi ekki einu sinni um fyrr en í gær. Að sjálfsögðu varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum því sundlaugarnar voru allar skítkaldar, ég get bara ekki vanist því að vera í kaldri sundlaug. Auk þess var sólin ekki í nógu góðu skapi svo við stoppuðum ekki allt of lengi. Eftir var kominn tími á SS pylsu og kók (kókómjólk handa mér). Auðvitað eru þær ekki fáanlegar svo við keyptum sænskar og vorum með pylsupartý fyrir okkur tvær. Þrátt fyrir að Hrönn og Georg hafi séð um mig alla helgina þá var soldið leiðinlegt að vera einn heima þrjú kvöld í röð. En ég ætla að hitta Aujuna mína eftir vinnu á eftir, ætlum kannski að fá okkur rómantískan McDonald's :) Annars mun tengdamamma koma til Stokkhólms í dag og fer til baka til Íslands á fimmtudaginn. Opinberleg ástæða ferðarinnar er ráðstefna en við Auður vitum vel að í raun og veru er það við ;) |