Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Svo gleymdi ég að segja frá aðalgjöfinni. Auður gaf mér þriðju og seinustu afmælisgjöfina á laugardaginn því hún gat ekki beðið fram á sunnudag :) Það reyndist vera gelpúði á hnakkinn minn á hjólið. Ég sá þennan púða fyrir nokkrum mánuðum og varð þvílíkt skotin í honum. Ég hef nefnilega verið með svamppúða í ár en hann er bara eiginlega ekki nógu mjúkur fyrir rassinn minn. Gelpúðinn er hins vegar algjör unaður! Og svo eignaðist ég glænýjan bróður áðan; Sony Ericsson. Hann er svartur, lítill og nettur og ekki með neitt hár. Hann sefur eins og er en verður heldur betur sprækur á morgun svo þá verður hægt að hringja í númerið mitt aftur. mánudagur, júlí 18, 2005
Ég vil bara þakka öllum fyrir fallegu afmæliskveðjurnar. Það er ofsalega skemmtilegt að sjá hversu margir muna eftir manni :) Fyrir þau ykkar sem eruð ekki með allar upplýsingar á hreinu þá varð ég 29 ára í gær. Við gerðum mest lítið, áttum bara rólegan dag með smá rölti um hverfið. Gátum þó ekki verið mjög lengi úti vegna dropanna úr loftinu sem breyttust síðan í þessa líka hellidembum með þrumum. Við sluppum þó inn áður en flóðið byrjaði. Á laugardaginn fengum við skemmtilega heimsókn. Arna, Karvel og Arnar Smári gerðust gistigestir hjá okkur. Litla fjölskyldan var að fara í smá sumarfrí á suðurhluta Svíþjóðar og byrjaði fríið hjá okkur. Arnar Smári (5 mánaða) brosti og hló allan tímann, alveg hreint með endemum glatt barn en það spilaði líklega smá inn í hversu skemmtilegt var hjá okkur. Auður bjó til yndislegan kjúkling og eftirá spiluðum við póker. Arna og Karvel eiga spilapeninga og virðast vera orðin solið sleip í þessu því við Auður töpuðum á undan þeim. Ég fékk meira að segja afmælisgjöf frá þeim, einn disk í sparistellið okkar. Jibbí, núna getum við boðið fleira fínu fólki í mat. sunnudagur, júlí 17, 2005
Hér eru komnar myndir af ráðstefnunni sem ég var á í Cambridge. Þær eru flestar af þessum fínu heimavistum eða college sem eru út um allt. Ég var samt ekki bara að túristast þarna, líka að nördast, ég lofa. Þetta college system þeirra er víst þannig að fólk tilheyrir vissum college og þar býr það og borðar og á sér eigin leiðbeinanda sem hjálpar þeim við námið. Síðan fer fólk á fyrirlestra í University of cambridge. Doltið öðruvísi kerfi en maður á að venjast. Ráðstefnan var rosa góð, hitti þar Íslending, varð smá brún og fræddist smá. Týndi vegabréfinu mínu 3 klst áður en flugið mitt átti að fara, eyddi 1 klst. í að leita að því, fann það í töskunni minni og dó næstum því úr stressi við að ná flugvélinni. En allt er gott sem endar vel og ég komst heim. |