Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, september 14, 2005
 
Við Auður fórum í sónar í gær til að meta hvort Gússí væri eðlileg að stærð og hvort allt væri í lagi. Það er varla hægt að vera fullkomnari; útreiknaður aldur var 16 vikur og 6 dagar en hárrétt svar er 16 vikur og 5 dagar. Gússí leit eðlilega út og hafði heldur betur gaman af áhorfendunum því hún/hann lék alls kyns kúnstir: hoppaði, sparkaði, veifaði og tuggði.
Gússí er sem sagt vinnsluheiti næstu mánuði þar sem við vitum ekki hvort kynið það verður. Hjúkkan neitaði að áætla kynið því hún sagði að Gússí væri of lítil(l) ennþá. Auður er fullviss um að þetta sé stelpa og ákvað nafnið en ég held hins vegar að þetta sé strákur. Ég vona bara að það að ég kalli tilvonandi strákinn okkar stelpunafni eigi ekki eftir að valda honum hugarangri í framtíðinni ;)

Þið getið skoðað sónarmyndirnar hérna. Svo getið þið kosið í dálknum hérna til vinstri um hvort þið haldið að Gússí sé stelpa eða strákur. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun handa þeim sem giska á rétt, nefnilega að fá að passa Gússí ótal skipti í framtíðinni. Hinir sem giska á rangt þurfa ekki að örvænta því skammarverðlaunin eru einnig frábær: passa Gússí þegar hún/hann er ekki í pössun hjá sigurvegurunum.


mánudagur, september 12, 2005
 
Ingimundur og Elísabet eignuðust rosa sætan strák á föstudaginn. Til hamingju öll sömul!