Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, október 05, 2005
 
Héðan er nú ekki margt að frétta en hér kemur stutt update af því að við erum alltaf svo latar að skrifa.

Mamma er búin að vera í heimsókn hérna ég veit ekki hvað lengi. En hún hefur næstum ekkert verið að leika við okkur, bara við einhverja leiðinlega svía sem búa á skítapleisum eins og nynäshamn og Helsingborg. Þar hefur hún verið á fundum. Við tókum samt góðan verslunarleiðangur um helgina með henni þar sem við styrktum sænskan efnahag töluvert.
Síðan fórum við í mæðraskoðun í vikunni og fengum að hlusta á hjartað. Barnið er farið að sparka alveg svakalega mikið í allar áttir. Mér finnst náttúrulega langskemmtilegast þegar það sparkar upp því þá finn ég. Held að emelíu finnist það líka, býst ekki við að það sé gott að láta sparka í miltað á sér.

Svo erum við búnar að fá nýju húsgögnin okkar, þau eru svaka fín. Setjum myndir af þeim inn fljótt.