Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, október 11, 2005
Um helgina komu tveir eistar og einn svíi i vöflur til okkar. Umræðurnar voru mjög skemmtilegar, m.a. töluðum við um stjórnsýkina og hér í svíþjóð. Hér er nefnilega alltaf verið að passa upp á mann með því að setja upp alls konar miða. Á gamla labinu mínu var t.d. miði við hvern vask þar sem stóð "It is everybodies responcibility to keep the "lab" safe and clean!" sem er svona týpískt sænskt að segja fólki fyrir verkum. Fyrir ekki svo löngu settu lestarverðirnir upp miða við hvert einasta hlið í tunnelbananum þar sem stendur "gangið í gegnum hliðin" með svörtum stöfum á appelsínugulum grunni. Svona er þetta út um allt, ætli tilgangurinn sé ekki að láta fólki líða eins og það hafi gert eitthvað af sér svo að það þori ekki að framkvæma þessar tvær frumlegu hugsanir sem ekki tókst að drepa i skólakerfinu. Síðan töluðum við um skólakerfið. Svíinn sagðist vera haldin alvarlegum persónuleikabrestum vegna þess hvernig komið var fram við hann í 8 ára bekk þegar hann kláraði stærðfræðidæmin á undan hinum. Þá fékk hann fleiri eins dæmi, sem var auðvita hundleiðinlegt og ótrúlega lítið krefjandi fyrir hann. Þá brá hann á það ráð að klára öll dæmin nema þrjú og gera síðan eitthvað sem hann langaði, eins og t.d. að kasta skutlu í stelpurnar, syngja eða rugga sér á stólnum. Þegar kennarin spurði hvort hann væri búin með dæmin sín svaraði hann sannleikanum samkvæmt að hann væri ekki búin. Svíinn segir að í dag geri hann öll verkefni vel til 90% og þá missi hann áhugan. Tilfinningin að verkefnið klárist ekki þá og það sé eins gott gera ekkert meira er enn til staðar. Í eistlandi er það þannig að strákar byrja 7 ára og stelpur 6 ára í skólanum. strákar eru nefnilega svo óþroskaðir að þeir verða að byrja ári síðar. Nema að þeir hafi meira frelsi til að hegða sér eins og þeim dettur í hug. Annar eistinn sagði frá því að hann hefði þjáðst af hryllilegum skólaleiða strax í 1. bekk því hann var búin að læra að lesa þegar hann kom í skólann. Verkefni 6 ára bekkjar var að læra stafina og honum leiddist auðvita hryllilega. Margir betri skólar í eistlandi hafa brugðist við þessu með því að taka ekki við 6/7 ára krökkum sem ekki kunna að lesa. Og hvað þýðir það, jú krakkarnir sem eiga foreldra sem ekki hafa möguleika á að kenna þeim að lesa enda strax í verri skóla. Og hvernig á að leysa þessi vandamál. Ein hugmyndin er einstaklingsmiðað nám sem ég þekki ekki nógu vel til að tjá mig um en sem mamma er búin að kynna fyrir mér og næstum búin að sannfæra mig um að sé allavega vert að prófa. Hér er linkur sem ég fann um þetta ef þið hafið áhuga. |