Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
 
Í seinustu viku fórum við í seinni heimsóknina til Danderyd sjúkrahússins þar sem við munum dvelja í 2 daga í febrúar. Aðstaðan er hin fínasta og yfirljósmóðirin var alveg glymrandi fín, hlakka barasta nánast til að kveljast þarna í marga tíma :) Fengum að vita fullt um deyfilyf og verkjastillandi lyf notuð við fæðingar og prófuðum hlátursgas. Það sem var nú einna merkilegast var að meðan við röltum okkur í rólegheitunum á ganginum þá var kona í einu herbergjanna sem hafði það ekki eins notarlegt og við, allavega ekki m.a. öskrin. Ekki svo löngu síðar heyrðum við barn öskra og sagði ljósmóðirin okkur að svona hljómaði fyrsta öskrið frá nýfæddu barni. Mér fannst það smá kúl.

En úr einu í annað. Kíkið endilega á þennan link þar sem greint er frá því vandamáli að konur séu yfir höfuð með of feitan rass til að hægt sé að nota venjulegar nálar þegar það þarf að sprauta þær með lyfi því til að virka þarf lyfið að komast inn í vöðvann sem liggur undir fitulaginu :)


þriðjudagur, nóvember 29, 2005
 
Við eigum svo flott dót!!! Fengum ólífugræna, ítalska sófasettið okkar í gær og erum svo yfir okkur ánægðar með það. Færðum auðvitað röndótta sófann inn í gesta-/tölvu-/sauma-/barnaherbergið svo allir gestir fá framvegis sér herbergi. Stofan okkar er núna eins og hjá ríku fólki. Nánast allt var keypt á þessu ári og er skiptingin áberandi: fyrir brúðkaupið var allt keypt í IKEA en eftir brúðkaupið var einungis teppið keypt í IKEA, hitt var keypt í aðeins fínni búðum enda gjöf frá brúðkaupsgestunum okkar.
Kíkið endilega á mynd af sófasettinu og eina
bumbumynd
.