Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, desember 10, 2005
Fyrir viku komu Anna tengdó og Þorvarður í heimsókn til okkar. Þau hjálpuðu jólasveininum annað árið í röð með því að ferja jólapakka milli Íslands og Svíþjóðar og til baka. Auk þess fengum við ýmislegt sem við höfðum pantað, s.s. hangiket, hamborgara- og kokteilssósa, Nóakonfekt og annað nammi. Við erum aldrei þessu vant bara rétt byrjaðar á namminu. Gússí fékk fyrstu jólagjöfina (frá ömmu og afa í Fellsmúla, þ.e. Önnu Kristínu og Þorvarði) sem var rosalega fínt teppi til að liggja á á gólfinu. Auk þess fékk Gússí æðislegt, handprjónað teppi eftir ömmu í Fellsmúla. Gestirnir voru til fyrirmyndar eins og vanalega. Skruppum aðeins í bæinn á laugardeginum en nenntum ekki að versla neitt enda það ekki tilgangur komu þeirra. Á sunnudeginum héngum við heima en fórum í smá labbitúr um hverfið til að sýna þeim Ulriksdalshöllina okkar. Að sjálfsögðu var útlitið ekki nándar eins fallegt og á sumrin; hálf líflaust og litlaust og nánast enginn á ferli. Á mánudeginum fórum við Auður í vinnuna í smá stund en hittum gestina síðan niðri í bæ. Á þeim stutta tíma sem gestirnir höfðu verið einir í bænum þá hafði þeim tekist að fara inn í nánast hverja einustu barnabúð á leiðinni. Gússí varð því snögglega stórrík af fallegum fötum. Svo var bara komið að því að kveðjast á þriðjudeginum, tíminn var mjög fljótur að líða. Kíkið endilega á myndir frá heimsókninni. Gússí fékk aðra jólagjöf í vikunni, með póstinum. Bréfið var svo illa farið að pósturinn hafði sett það í plastpoka og baðst afsökunar á meðferðinni. Meira að segja jólapappírinn fyrir innan var rifinn á nokkrum stöðum en Gússí er samt himinlifandi með þetta allt saman og hlakkar bara til að sjá hvað er í pakkanum. Á fimmtudaginn komu Karvel og Arna með barnavagninn sem við keyptum af þeim. Vagninn er 2005 módel (barnabissnessinn er ótrúlega snobbaður!), nánast ónotaður og því ótrúlega vel með farinn. |