Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
 
Og ekki virðist daman okkar ætla að láta sjá sig í dag. Hún virðist nærast vel á allri athyglinni sem hún fær vegna væntanlegrar fæðingar en hefur greinilega ekki áttað sig á því að hún muni fá mun meiri athygli þegar hún er komin í heiminn.
Konur í Svíþjóð eru ekki látnar ganga lengur en 2 vikur eftir settan dag svo Gússí kemur út í seinasta lagi 7. mars.

Dagurinn í dag er engu að síður mjög merkilegur því Magga Steina (29) og Biggi (31) eiga samtals 60 ára afmæli og þar sem þau búa nú einu sinni bæði í Danaveldi þá sting ég auðvitað upp á því að þau haldi sameiginlega veislu um helgina. Innilega til hamingju bæði tvö!


þriðjudagur, febrúar 21, 2006
 
Það virðist vera nokkuð ljóst núna að Gússí ætlar sér ekki að koma í dag og búumst við þá við henni á bolludaginn, 27. febrúar.

Á laugardaginn fórum við Auður til Uppsala í eins árs afmæli hjá Arnari Smára. Litla gæjanum þótti greinilega mjög gaman af allri athyglinni frá gestunum og framkvæmdi ýmisleg trikk til að fá klapp: sýndi hvað hann var stór (hendurnar upp í loftið) og labbaði nokkur skref. Hann verður ábyggilega farinn að labba í mars.
Réttirnir og kökurnar sem Arnar Smári gerði voru einstaklega ljúffeng og við boðuðum komu okkar eftir ár :)

Í gær fór ég í smá búðarráp og keypti m.a. afmælisgjöf handa Ingvari hennar Óskar en hann verður þrítugur á morgun. Innilega til hamingju með daginn, Ingvar!

Þið getið séð mynd af bumbunni 39 vikna og 6 daga.


föstudagur, febrúar 17, 2006
 
Ég hef ekki bloggað í eina og hálfa vik, það er bara svo rosalega mikið að gera við að vera heimavinnandi húsmóðir. Það má kannski orða það frekar þannig að húsverkin taka mig lengri tíma en ella og því duga þau mér allan daginn.
Það hefur fátt gerst hjá okkur nema þá helst að Þorvarður kom í heimsókn seinasta sunnudag en gisti bara eina nótt hjá enda í vinnferð. Hann var svo heppinn að fá vatnsdeigsbollur sem ég bakaði á sunnudeginum. Reyndar urðu þær nú ekki mjög bollulegar og þó ekki klattar en góðar voru þær og það er allt sem máli skiptir. Með Þorvarði í för var kokteilsósa, hamborgarasósa, Nóasúkkulaði og lakkrís. Ísland lengi lifi (já, og auðvitað Þorvarður)!
Þennan sama sunnudag varð átti Anna frænka afmæli og varð 34 ára. Er það ekki annars, Anna?
Á þriðjudagsmorgninum hitti ég Þorvarð niðri í bæ og fór með honum að kaupa æðislega flottan stól (sængurgjöf) handa Gússí.
Öðrum dögum hef ég eytt í að ráfa um borgina og kaupa eitt og annað smálegt; það getur verið svo gaman að skoða og versla.

Hérna sjáið þið nýjar bumbumyndir og mynd af stólnum og nokkrar febrúarmyndir.


mánudagur, febrúar 06, 2006
 
Dagurinn í dag hefur bara farið í afslöppun. Vaknaði seint og eina húsverkið í dag hefur verið að setja í uppþvottavélina. Annars hef ég bara hangið í tölvunni, er orðinn skaðvaldur á msn því núna hef ég fullt af tíma til að kjafta.
Á laugardaginn fórum við til Uppsala með Hrönn og Georg og hjálpuðum Karvel og Örnu að flytja. Ég gerði nákvæmlega ekkert í flutningunum en var notuð til að passa Eirík litla.
Í gær reyndi ég aftur við vatnsdeigsbollur. Til vonar og vara hringdi ég fyrst í Snævar (er með uppskrift frá honum) og spurði út í nákvæmt handbragð. Bollurnar tókust sæmilega, allaveg lyftust þær soldið og urðu holar að innan en betri mættu þær vera. Auður sýndi gífurlegan stuðning með því að hlæja sig nánast í hel þegar bollurnar litu út fyrir að ætla að verða klattar eftir 5 mín í ofninum. Eins og glöggir lesendur sjá þá er stór hluti af bollurgerðaráhuga mínum einungis til að skemmta Aujunni minni! Það er aldrei að vita nema að ég skelli í bollur næsta sunnudag því þá er von á Þorvarði í heimsókn.