Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
 
Og ekki virðist daman okkar ætla að láta sjá sig í dag. Hún virðist nærast vel á allri athyglinni sem hún fær vegna væntanlegrar fæðingar en hefur greinilega ekki áttað sig á því að hún muni fá mun meiri athygli þegar hún er komin í heiminn.
Konur í Svíþjóð eru ekki látnar ganga lengur en 2 vikur eftir settan dag svo Gússí kemur út í seinasta lagi 7. mars.

Dagurinn í dag er engu að síður mjög merkilegur því Magga Steina (29) og Biggi (31) eiga samtals 60 ára afmæli og þar sem þau búa nú einu sinni bæði í Danaveldi þá sting ég auðvitað upp á því að þau haldi sameiginlega veislu um helgina. Innilega til hamingju bæði tvö!