Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, mars 22, 2006
 
Þetta er nú meira ástandið á mömmu. Hún var orðin stálslegin á sunnudaginn en fékk stálma í hitt brjóstið í gær. Núna líður henni aftur orðið vel. Vonum að þetta komi ekki fyrir aftur.

Amma Anna stóðst doktorsvörnina sína með glansi og allir voru rosalega ánægðir með hana og doktorsritgerðina hennar. Innilega til hamingu Doktor Amma!
Amma verður fram á laugardag í útlandinu til að gera smávægilegar breytingar en sem betur fer verður hún ekki alein allan tímann því afi ætlar að fara til hennar. Eftir það hefur amma engar afsakanir, hún og afi verða að fara að koma í heimsókn til mín.

Og afi Maggi átti afmæli í gær, varð 51. Mamma hringdi auðvitað í hann en ég var sofandi og gat því ekki að tala við hann. Ég segi því núna: Til hamingu með afmælið afi!

Loksins fórum við mamma aftur út. Núna skruppum við útá bensínstöð því þar sækir maður pakkana sína (en ekki hvar!!!). Ég fékk nefnilega pakka frá Ósk og Maju mömmu hennar. Ósk gaf mér handklæði og þvottapoka í stíl, einmitt það sem mig vantaði því ég átti bara eitt handklæði fyrir. Maja gaf mér ofsalega fína vettlinga, sokka og húfur sem hún prjónaði sjálf. Allt passar alveg glymrandi vel á mig. Takk, takk, góðu konur!

Þið getið séð nokkrar nýjar myndir hérna.