Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, mars 17, 2006
 

Ég er heldur betur búin að vera á flandri. Í gær fór ég á Astrid Lindgrens sjúkrahúsið og lét taka sónar af hjartanum mínu. Ástæðan fyrir því er að læknarnir hafa tvisvar hlustað mig og heyrt smá blásturshljóð sem þýðir að það sé gat milli hjartahólfanna, sem er víst ekki svo óalgengt. Gatið er hins vegar svo lítið að það hefur engin áhrif á mig og á að gróa af sjálfu sé. Ég á samt að koma í aðra skoðun eftir eitt og hálft ár. Ég var alveg hrikalega stillt og góð hjá lækninum, fylgdist bara með glaðvakandi og öskraði ekkert.

Ég var nú misánægð með að vera í vagninum mínum í strætó. Á leiðinni á sjúkrahúsið grét ég alla leiðina og var engin leið að hugga mig. Á leiðinni til baka svaf ég hluta í vagninum og restina innundir jakkanum hjá mömmu.

Í dag fór ég út í Bergshamra centrum (centrumið okkar sem liggur ca. 5 mín frá heimilinu okkar) þar sem ég var vegin og metin. Ég var sofandi þegar ég var rifin úr fötunum og lét ég mömmu heldur betur heyra að þetta líkaði mér illa. Ég er orðin 54 cm og 4120 g sem þýðir að ég hef stækkað um 2 cm frá því ég fæddist (fyrir 15 dögum) og þyngst um 370 g á 8 dögum.


Annars byrjaði Auja mamma að vinna aftur í gær svo ég hef verið ein heima með Emelíu mömmu og hefur það bara gengið mjög vel hjá okkur. Mamma er soldið hissa á því hversu lítill tími gefst til að gera eitthvað á heimilinu, hún hefur rétt svo tíma til að borða. Ég þarfnast nefnilega mikillar athygli, tek bara stutta lúra og drekk heillengi.

Hérna getiði séð mynd af mér og mynd af fínu fötunum sem ég fékk frá Hrönn, Georg & Eiríki. Hérna getiði séð aðra mynd af mér og svo mynd af maganum á mömmu. Mamma slitnaði ekkert á meðgöngunni (konur í okkar ætt slitna víst ekki segir amma í Kópavogi) en fékk þessa undarlegu rönd eftir endilöngum maganum.