Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, mars 01, 2006
Kæru lesendur! Ég bið ykkur að fyrirgefa mér fyrir að skrifa ekki í nánast viku. Það er ein af mínum fáu skyldum núna að fræða ykkur um okkar líf en ég hef hina fullkomnu afsökun: skitu. Ég varð eitthvað slöpp á laugardaginn og var með mestu skitu sem ég hef fengið um ævina frá sunnudegi þar til í morgun; ég er ekki frá því að þetta sé nálægt því að vera Íslandsmet. Mér er nánast alveg batnað núna og gat meira að segja borðað í kvöld. Að sjálfsögðu hefur daman okkar ekkert látið sjá sig og við bíðum því enn. Við fórum í skoðun til ljósmóðurinnar okkar í dag og þá sagði hún að ég yrði sett af stað miðvikudaginn 8. mars ef Gússí hefur ekki ákveðið að koma að sjálfsdáðum. Sem sagt ekki 7. mars eins og ég sagði um daginn heldur 8. mars. Það eru því miklar líkur á því að ef til þess kemur þá muni Ósk & Hákon eða Bryndís frænka fá feykilega fína afmælisgjöf. Ég er hins vegar orðin örlítið þreytt á biðinni núna (sérstaklega vegna veikindanna seinustu daga) og vona að hún komi sem fyrst. Ég sé orðið verki í hillingum :) Hérna eru tvær nýjar bumbumyndir. |