Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, mars 06, 2006
 
Nú er gússi loksins komin til okkar. Hún fæddist 2. mars 2006 klukkan 20:19 og var 3790 g og 52 cm. Hún er ægilega sæt ákveðin lítil dama með sterk lungu. Fæðingin gekk ágætlega og mömmum og barni heilsast vel. Við erum allar rosalega ánægðar með hver aðra þó við séum úrvinda. Meiri fréttir síðar en hér eru myndir af nýja fjölskyldumeðlimnum. Hún mun fá eigin notendanafn á þessari síðu og mun vonandi vera duglegri að skrifa en mæður hennar.