Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 11, 2006
 
Þá er það ákveðið. Mamma og pabbi eru svo yndisleg að leyfa mér að halda þrítugsafmælisveisluna (sem Byddí heimtaði um daginn!!) heima hjá þeim. Þeir sem hafa komið í veislur til mín hafa vanalega komið þangað og ættu því að vera algjörlega óhræddir.
Veislan verður laugardaginn 15. júlí en ég á formlega afmæli þann 17.. Við erum ekki búnar að slá öllu föstu en ættingjum mun vera boðið um daginn og vinum um kvöldið. Að sjálfsögðu mega þeir ættingjar sem vilja vera með um kvöldið.
Við munum setja nánari upplýsingar síðar á síðuna.